Fréttablaðið - 14.10.2015, Page 26

Fréttablaðið - 14.10.2015, Page 26
„Curcumin er virka efnið í turmeric-rótinni en það hefur margþætta virkni fyrir heils- una. Curcumin er bólgueyð- andi ásamt því að vera öflug- ur andoxunarmiðill. Marg- ir einstaklingar sem þjást af bólgusjúkdómum eins og gigt finna mikinn mun á sér eftir neyslu á turmeric,“ segir Elvar Guðmundsson, eigandi Is- queeze Ísland ehf. sem fram- leiðir Turmeric drykkinn. Undir það tekur Gerður Sig- urðardóttir en hún hefur átt við bólgur að stríða í fótum og finnur mikinn mun á sér eftir að hún kynntist Turmer- ic drykknum. Þetta er æðislegur drykkur og mjög hressandi. Ég fæ mér rúmlega desilítra af Turmeric drykknum á hverjum morgni, áður en ég fer í ræktina og f i n n h v a ð h a n n ge r i r mér gott. Tur- meric-rótin er meiriháttar jurt. Ég hef átt v ið bjúg að st r íða og bólgur á fótum í mörg ár og það hefur minnk- a ð t i l muna eftir a ð é g fór að d rek ka Tu r mer ic drykkinn og mikið létt á fótunum. Ég á a l lt- a f f l ö s k u a f Tu r mer- ic d r y k k n- um í ísskápn- um og gæti e k k i v e r i ð án hans. Ég tek þen na n drykk miklu frekar en ein- hverjar vítamíntöf lur,“ segir Gerður. „Curcumin ýtir undir fram- leiðslu á HDL sem stundum er kallað „góða“ kólesterólið en hamlar framleiðslu líkam- ans á því „vonda“ (LDL). Einnig hafa vísbendingar komið fram um að curcumin dragi úr vexti krabbameinsfruma og jafnvel eyði þeim. Þá eru einnig dæmi um að curcumin hamli þróun á Alzheimerssjúkdómnum,“ segir Elvar. Hressandi heilsudrykkur Turmeric drykkurinn hefur notið mikilla vinsælda eftir að hann kom á markað hér á landi. Drykkurinn inniheldur bæði engiferrót og turmeric-rót. Gerður Sigurðardóttir fær sér glas af Turmeric drykknum á hverjum morgni. Bjúgur og bólgur í fótum hafa minnkað til muna og segir Gerður drykkinn afar hressandi. MynD/AnTon brInk Vor og sumar er sá árs-tími sem f lestir lands-menn stunda útihlaup auk þess sem f lestir hlaup- arar hefja hlaupaferil sinn á sama tímabili. nú þegar vetur er skollinn á styttist í snjóinn, frostið og hálkuna og því nauð- synlegt fyrir byrjendur, sem á annað borð ætla að hlaupa áfram í vetur, að undirbúa sig vel. Fyrst og fremst þurfa hlaup- arar að huga vel að hlaupabún- aði sínum að sögn Ívars Trausta Jósafatssonar, hlaupaþjálfara hjá Hlaupahópi breiðabliks. „Hlaupabúnaður þarf að vera annar en yfir sumar tímann og meira úthugsaður. Það þarf t.d. að passa skóbúnaðinn betur að vetri til þegar það er kalt, snjór og hálka og svo þarf auðvitað klæða sig betur. Einnig er mikilvægt að fara hægar af stað í hlaupin til að fá hita í vöðvana og þannig fyrir- byggja tognanir, hásinabólgur og fleiri meiðsli. Vöðvar verða að vera orðnir heitir þegar hraðinn er aukinn.“ Mörgum hlaupurum finnst gott að nota brodda yfir vet- urinn að sögn Ívars þótt þeir séu ekki nauðsynlegir þegar engin hálka er til staðar. „Í snjó þarf ekki alltaf brodda, heldur bara venjulega hlaupaskó eða kannski utanvegaskó og góða hlýja sokka sem fást víða í dag. Það er einnig hægt að kaupa nagla undir hlaupaskóna sem getur verið hentugt.“ Teygjur skipta máli Mikilvægt er að innsti bolur andi svo hiti haldist á kroppnum þrátt fyrir svita. „Síðan er best að hlaupa í jökkum sem hleypa smá lofti út en eru samtímis vind- og vatnsheld- ir. Ég mæli líka með síðbuxum með léttri flís og vindmótstöðu og góðir sokkar geta skipt verulegu máli. Ekki má gleyma húfu, hönskum og klút en áríðandi er að forðast kulda og óþægindi á hlaupum. Í raun má segja að hlaupafatnaður sé í dag orðinn skemmtilega fullkominn; hlýr, teygjanlegur, með öndun og vind- og vatnsheldur.“ Teygjur skipta máli, sérstaklega eftir hlaup. „Í upphafi er áríðandi að byrja rólega, skokka varlega af stað og hita vel upp. Eftir átökin er gott að teygja vel en mikilvægt er að passa eftir hlaup í kulda að teygja í góðu skjóli eða einfaldlega vera bara innandyra. kuldi eftir hlaup er nefnilega lúmskur og læðist að manni. Það getur verið erfitt að ná hita í kroppinn aftur ef kæling hefur náð manni til dæmis í kyrr- stöðu við að teygja sveittur eftir hlaup.“ Heiðmörkin heillar Hlaupaleiðirnar breytast gjarn- an yfir veturinn og nefnir Ívar að oft sé t.d. betra að hlaupa með- fram strandlengjunni þegar frystir. „Seltan í sjónum getur stundum minnkað hálkuna á hlaupastígum meðfram sjón- um. Uppáhaldið mitt er þó Heið- mörkin sem mér finnst alltaf æð- isleg. Þessar vikurnar er hún al- gjör paradís, stígarnir góðir, gróðurinn ekki of mikill og lita- dýrðin mikil. Þrátt fyrir vind í bænum er oft góð stilla í Heið- mörk enda mikill gróður þar. Veturinn getur líka verið góður í Heiðmörk en auðvitað er það misjafnt eftir veðri, snjókomu og hálku. Snjór og frost er því í raun lítil fyrirstaða fyrir þá sem vilja hlaupa yfir veturinn hér á landi.“ Mikilvægt að fara hægar af stað Hlauparar landsins þurfa að huga að ýmsu nú þegar vetur er genginn í garð. Með tilkomu snjós og frosts þarf að huga betur að skóbúnaði og réttum fatnaði auk þess sem hita þarf lengur upp og teygja lengur að hlaupi loknu. Hlauparar þurfa að huga að ýmsu fyrir veturinn að sögn Ívars Trausta Jósafatssonar hlaupaþjálfara sem hér hleypur í fallegum haust- litum Heiðmerkur. MynD/AnTon brInk l Hreinsar líkamann af eiturefnum l eykur brennslu l bætir melt- ingu l Vatnslosandi l Veitir aukna orku l eykur upptöku líkamans á Víta mínum og næringu Þótt mikill árangur hafi náðst í baráttunni við hjarta- og æðasjúk- dóma hér á landi hefur tíðni offitu og sykursýki aukist hratt og líklegt að það muni valda versnandi lýð- heilsu á næstu árum með tilheyr- andi kostnaði fyrir samfélagið. Að mati Axels F. Sigurssonar hjarta- læknis er það á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að hollur matur á borð við grænmeti og ávexti sé að- gengilegur almenningi á viðráðan- legu verði. Þetta kemur fram í grein sem hann ritar í nýjasta tölublað SÍbS. Í greininni fjallar hann um fjölda rannsókna sem birtar hafa verið á síðustu árum og benda til að breyta þurfi áherslum varðandi ráðleggingar um mataræði til að draga úr tíðni langvinnra lífsstíls- sjúkdóma. Þessar áherslur snerta meðal annars ráðleggingar um saltnotkun, mismunandi tegund- ir fitu svo og hlutverk kolvetna og viðbætts sykurs. „Almennt er markmið ráðlegg- inga um mataræði að tryggja að almenningur fái öll nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarf til að viðhalda heilsu auk þess sem áhersla er lögð á fæðuval sem lík- legt er til að hjálpa fólki að við- halda eðlilegri líkamsþyngd og draga úr líkum á sjúkdómum. Síðustu fimmtíu ár hefur ríku- leg áhersla verið lögð á mikilvægi þess að draga úr fituneyslu, sér- staklega neyslu mettaðrar fitu og kólesteróls. nýlegar rannsókn- ir benda hins vegar til að þess að þessar ráðleggingar hafi ekki verið á rökum reistar og þurfi því að endur skoða.“ Axel bendir jafnframt á að í ný- legum norrænum leiðbeiningum um mataræði er lögð meiri áhersla á gæði fitu en magn hennar. „Þá er mælt með heldur minni kol- vetnaneyslu en áður þótt hlut- ur kolvetna sé enn hár. Líklegt er að ráðleggingar sérfræðinga eigi eftir að breytast enn frekar í þessa átt á næstu árum. norrænu leið- beiningarnar mæla með að kol- vetni komi sem mest úr trefjaríkri fæðu frá náttúrunnar hendi eins og t.d. heilkornavörum, grænmeti og ávöxtum. SÍbS-blaðið og grein- ina í heild má finna á sibs.is Stjórnvöld tryggi að grænmeti og ávextir séu á viðráðanlegu verði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir 14. okTóBer 2015 MIÐVIkUDAGUr4 Heilsurækt 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 0 -B 5 0 0 1 6 C 0 -B 3 C 4 1 6 C 0 -B 2 8 8 1 6 C 0 -B 1 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 3 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.