Nesfréttir - 04.03.1988, Qupperneq 5
■larfrlnlrl
5 NES
Grótta á uppleið
- Ungu konurnar sterkastar
Handknattleiksmenn Gróttu hafa átt mikilli velgengni að fagna að
undanförnu. Hæst ber að sjálfsögðu gengi meistaraflokks karla sem
nú standa í harðri baráttu um að komast í 1. deildina. Þeir eiga
nokkra leiki eftir sem má segja að allir séu úrslitaleikir. Þeir eru: við
HK12. mars í Digranesinu; við Revni úr Sandgerði 22. mars, hann
verður á heimavelli; og síðasti leikurinn verður svo í Hafnarfirði 30.
mars við Haukana þar úr bæ.
um Benedikt sem skyldi leikið um
þrisvar; sá sem ynni bikarinn oftar
myndi hreppa bikarinn.
Arið 1984 var fyrsti leikurinn
leikinn. Þá unnu lögreglumennirnir,
en árið 1985 og' ’87 vann Grótta
bikarinn og er hann því í eigu
Gróttu.
Foreldrar Benedikts gáfu á sínum
tíma fé til uppbyggingar Gróttu sem
þeir hyggjast nýta á næstunni í að
fjárfesta í bikurum til handa bestu
leikmönnum íslandsmótsins ár hvert
innan félagsins.
Þaö má geta þess að Gróttu-strák-
arnir byggja á mjög ungu liði og eiga
því alla möguleika á að geta gert
stóra hluti í framtíðinni. Til marks
um styrk þeirra nú má vísa til
bikarleiks strákanna við Víkingslið-
ið á dögunum sem fór 29-31 fyrir
Víking. Grótta hefði vel getað unnið
þann leik hefðu þeir haft örlítið
meiri trú á sjálfum sér. Þá er bara
um að gera að mæta á Ieikina, sem
eftir eru, og hvetja strákana.
Konurnar nær ósigrandi
Handknattleikskvenmennirnir
eru ekki síður sterkir en strákarnir.
Raunar hafa þær á síðustu árum
staðið fremstar í flokki jafningja í
flestum flokkum. í ár hófu Gróttu-
stúlkurnar í fyrsta sinn í mörg ár að
leika í meistaraflokki. Þær eiga einn-
ig góða möguleika á að komast í 1.
deildina, en ef ekki, reyna þær
ótrauðar á næsta keppnistímabili.
Næstu leikir þeirra eru við ÍBV í
Vestmannaeyjum 9. mars, við HK
22. mars og við Aftureldingu á
Varmá 29. mars. Einum leik hefur
verið frestað sem átti að vera við Þór
Akureyri.
Yngri kvennaflokkarnir standa sig
með mikilli prýði: annar, þriðji,
fjórði og fimmti flokkur eru allir í
úrslitum um íslandsmeistaratitilinn.
Þriðji flokkur kvenna hefur verið
nær ósigrandi og fer með 2 stig í plús
í úrslitatúrneringuna sem verður
helgina 25. til 27. mars. Og fimmti
flokkurinn hefur unnið 9 síðustu
leiki sína og gert eitt jafntefli.
Strákarnir í þriðja, fjórða, fimmta
og sjötta flokki karla komast ekki í
úrslitin þetta árið, en gera bara
betur næst. Það má ekki hætta
þessari upptalningu án þess að minn-
ast á B-meistaraflokk karla eða Old
boys eins og þeir eru oftast nefndir.
Þeir hafa unnið alla sína leiki nema
við Vesturbæingana úr KR og eiga
því enn von á að komast í úrslit.
Minningarbikarinn
í eigu Gróttu
Minningarbikarinn eða lögreglu-
bikarinn, eins og hann er nefndur,
sem lögreglan gaf til minningar um
Benedikt Benediktsson, þjálfara hjá
Gróttu í nokkur ár og rannsóknar-
lögreglumann, er nú í eigu meistara-
flokks karla. Tildrögin að þessu eru
að árið 1984 gaf lögreglan veglegan
bikar, sem fyrr segir, til minningar
Gróttustelpurnar sigruðu í næst síðustu umferð Islandsmótsins í handknattleik 3. fl. 1. deildar og gáfu þar með
stcrklega til kynna að þær eru til alls vísar í úrslitunum. Þjálfari þeirra er Svavar Magnússon. - AK-mynd HH.
Mfl. Gróttu með bikarinn sem þeir unnu sér til eignar og ef að líkum lætur má búast við að þeir hampi fleiri titlum
á næstunni.