Nesfréttir - 04.03.1988, Side 8

Nesfréttir - 04.03.1988, Side 8
uw FRÉTTIR Föstudagur 4. mars BÆJAR punktar Á dögunum var samþykkt laf byggingamefnd bæjarfé- I lagsins að leyfa eftirtöldum I aðilum að reisa nýbyggingar I hér á Seltjamamesi: Samþykkt var umsókn frá Úlafi G. Þórðarsyni, Hlégarði 7, Kópavogi um byggingu parhúss á lóðinni nr. 5 við Víkurströnd. Samþykkt var umsókn Sigurðar Valdimarssonar, Lynghaga 3, um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 2 við Bollagarða. TU fyrri umræðu kom umsókn frá fyrrnefndum Ólafi G. Þórðarsyni um byggingu parhúss á lóðinni nr. 7 við Víkurströnd. Umsókn frá Bæjarsjóði Seltjamamess um byggingu íþróttasalar við núverandi íþróttahús samkvæmt uppdráttum Valdimars Harðarsonar og Páls Gunnlaugssonar, arkitekta, var samþykkt að öðm leyti en því að eldvamareftirlit gerði athugasemdir varðandi reykræstingu og fleira. » Til síðari umræðu kom umsókn frá Bergsveini Jóhannssyni, Álfaskeiði 74, um byggingu tveggja þríbýlishúsa á lóð úr landi Sunnuhvols v/Nesveg. Hún var samþykkt með þeirrí athugasemd að byggingarleyfi verði ekki gefið út íyrr en gengið hefur verið frá hæðarsetningu hverfisins í heild. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar Skerðing um 4 milljónir hjá Seltjarnarneskaupstað - að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra og formanns Sambands sveitarfélaga Mikið hefur verið rætt og ritað um efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar að undanfömu og mikill kurr hefur verið í sveitarstjómarmönnum vegna frestunar um eitt ár á áform- um um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfclaga. Þessi breyting hef- ur í för með sér að ríkisstjómin fær 260 milljónum 'króna meira fé til ráðstöfunar sem gert var ráð fyrir í jöfnunarsjóð sveitarfélaga í fjárlög- um 1988. í framhaldi þessa beindi ríkisstjórnin því til sveitarfélaga að Grótta-ÍBV 21-17 Grótta færist skrefi nær 1. deildinni hægja á öllum framkvæmdum scm kostur væri. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra og formanns Sambands sveitarfélaga þýðir þessi skerðing um 4 milljónir fyrir sveitarfélag á borð við Seltjarnarneskaupstað og að sveitarfélög þyrftu að endurskoða fjárlögin með tílliti til þessa, en á hverju það bitnaði hér á Seltjarnar- nesinu yrði ekki ljóst fyrr en fjárlög- in yrðu endurskoðuð í maí næstkom- andi. Verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga, sem þýðir meira sjálfræði sveit- arfélaganna yfir eigin málum, hefur tekið um 20 til 25 ár að fá almenni- legan hljómgrunn því er þetta mikið áfall fyrir sveitarstjórnarmenn og einnig sakir þess að ekkert samráð var haft við þá. Verkaskiptingin myndi meðal annars þýða að hvert sveitarfélag fengi algjör yfirráð yfir málum é borð við dagsvistarmál og íþrótta- mál, málefni aldraðra og heimaþjón- ustu svo eitthvað sé nefnt, en stærstí málið sem ríkið fengi í sínar hendui væru sjúkrahúsmálin. í ár fara lí milljónir í sjúkrahúsmálin hér á Seltjarnarnesinu. Guðmundur Magnússon þjálfari Gróttu „Við eigum góðan séns“ „Úrslitin komu mér í og með á óvart, en auðvitað hef ég mikla trú á mínum strákum og vissi að þeir gætu staðið í Vestmannaeyingum," sagði Guðmundur Magnússon þjálf- ari Gróttu í samtali við NES- fréttir eftir leikinn við ÍBV. „Við eigum góða möguleika á að komast í 1. deild, en það eru tveir erfiðir leiþir eftir við HK og Hauka," sagði Guðmundur ennfremur. Guðmundur er nú að þjálfa Gróttu annað tímabilið í röð. Aðspurður hvort hann yrði líka næsta keppnistímabil, sagði hann að ekki væri farið að huga að því enn. „Ég ætla fyrst að klára það verkefni sem ég hef í höndum nú,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur er einnig að þjálfa annan flokk karla sem einnig stendur í harðri baráttu þessa dagana. - Sjáíþróttirinniíblaðinu. Grótta vann sætan sigur yfir ÍBV í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- leik á miðvikudagskvöldið, með 4 marka mun eða 21-17. Úrslit leiksins virtust koma mönnum nokkuð á óvart enda háðu ungu strákarnir okkar harða baráttu við reyndari og stærri menn sem verma toppsætið í 2. deildinni. Handboltinn á miðviku- dagskvöldið einkenndist af mikilli hörku og voru Vestmannaeyingarnir tíðum grófir í brotum sínum. Bæði liðstjórinn og einn leikmaður ÍBV voru sendir út af vellinum með rauða spjaldið í farteskinu. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Gróttustrákana. Náði ÍBV þriggja marka mun í upphafi leiksins, eða 5-2, en það leið ekki á löngu þar til Grótta náði sér á strik og í hálfleik var staðan orðin 13-9 Seltirningun- um í vil. Þegar dró fram yfir miðjan síðari hálfleik náðu ÍBV að minnka muninn í 1 mark, en það stóð ekki lengi og strákarnir unnu sem fyrr segir með 21 marki gegn 17. Maður leiksins á miðvikudags- kvöldið var markvörður Gróttu Sig- tryggur Albertsson sem varði hvorki meira né minna en 18skot í leiknum, hann nánast fyllti út í markið. Markahæstur leikmanna Gróttu var Halldór Ingólfsson sem skoraði 8 mörk og Sverrir Sverrisson skoraði 5 mörk. Markahæstur hjá ÍBV var Sigurbjörn Óskarsson sem skoraði 5 mörk. Mikil stemmning var á leiknum og troðfylltu Seltirningar húsið. Það hafði ekki síður mikið að segja um endanleg úrslit leiksins. Grótta er nú einu stigi á eftir ÍBV með 24 stig, en á eftir koma HK og Haukar sem Grótta á sinn hvorn leikinn eftir við. - Sjá íþróttir inni í blaðinu. Sigtryggur Albertsson markmaður Gróttu varði 18 skot þar af 2 víti.

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.