Nesfréttir - 27.08.1988, Side 2
NES 2
um
FRETTIR
Útgefandi. Prentsmiðjan NES, Hrólfsskálavör 14. 170 Seltjarnarnesi. Sími 611594.
Ábyrgðarmaður: Kristján Jóhannsson. Blaðamaður: Guðrún Kristjánsdóttir. Útlit: MERKILEGT
Bömin eru mínlr bestu „kritikerar“
Sigríður Gyða sýnir á Kjarvalsstöðum
„Það er mér mikill heiður að fá að sýna á Kjarvalsstöðum,“ sagði
Sigríður Gyða Sigurðardóttir, Seltirningur, sem sýnir á fyrstu
einkasýningu sinni að Kjarvalsstöðum dagana frá 27. ágúst til 11.
september.
Sigríður er búsett að Mið- Sigurðssonar bæjarstjóra, svona
braut og er eiginkona Sigurgeirs fyrir þá sem ekki vita.
SKOSMIÐUR - SKINNUN - SKOUN
SKÓVERSLUN EIÐISTORGI
S . 611944
SKÓR Á ALLA
FJÖLSKYLDUNA
EINNIG
NOKIA STÍGVÉL
„Ég hef málað mikið í gegn
um tíðina. Þetta er eins og
einhver hvöt sem maður ræður
ekki við og kemur innan frá,“
sagði Sigríður. „Myndlistin gef-
ur mér mjög mikið.“
Sigríður hefur málað allt frá
blautu barnsbeini og fór í frí-
stundaskólann til Axels Helga-
sonar 11 ára gömul. Síðar giftist
Sigríður og fór að eiga börn. Og
nú, 30 árum ríkari, heldur hún
sína 1. einkasýningu.
Hún var einn af stofnendum
Myndlistarklúbbs Seltjarnar-
ness, árið 1971, og á árunum
1972 til 1978 stundaði hún kvöld-
skóla Myndlistarskóla Reykja-
víkur þar sem ekki minni menn
en Hringur Jóhannesson og Þor-
björg Höskuldsdóttir kenndu.
Aðspurð um hver væru henn-
ar helstu viðfangsefni sagði Sig-
ríður að sínar myndir væru
mikið úr Reykjavík og af fólki.
Þetta væru stíliseraðar myndir
þar sem hugmyndaflugið réði
ferðinni.
„Ég á góða að sem hjálpa mér
að byggja upp mínar myndir og
það eru börnin mín sem eru
mínir bestu krítikerar. þau hafa
þó ekki lagt sig við að mála en
mer sýmst að aótturdóttir mín
ætli að lofa góðu. Hún er 7 ára
og ég er búin að lofa að kosta
hana í myndlistarnám.“
Þessi sýning er þó aldeilis ekki
fyrsta opinbera sýning Sigríðar
því hún hefur þegar sýnt tvisvar
á samsýningum FÍM, árið 1980
og 1982, og haft þar tvö verk í
bæði skiptin. Einnig hefur hún
sýnt 7 sinnum í Þrastalundi.
Hún á einnig heiðurinn af fjór-
um kortum sem Svölurnar, upp-
gjafarflugfreyjur eins og hún
segir sjálf frá, hafa selt til styrkt-
ar fjölfötluðum börnum.
Sigríður málar olíu- og vatns-
litamyndir og mun hún sýna
rúmlega 30 myndir á Kjarvals-
stöðum, sjö þeirra eru gamlar
en hinar eru málaðar á þessu ári.
TILKYNNING
Drengja- eöa karlmannsúr, fannst á Eiðistorgi
u x u-.-i 17. júní
Hrafnhildur.
Sími626497
Prentsmiðjan
Ilrólfskálavör 14, Seltjarnarnesi • Sími 611594
Öll almenn
prentun
Sparisjóóur Reykjavíkur og nágrennis