Nesfréttir - 27.08.1988, Side 5
5 NES
Knattspyrna Gróttu:
Yngstu og elstu flokkarnir
hafa staðið sig best í sumar
Knattspyrnan innan Gróttu hefur verið í fullu fjöri í allt sumar og
það sem meira er 3ju deildar lið Gróttu hefur staðið sig með ágætum.
Þeir komust sem kunnugt er upp í þriðju deildina á síðasta
keppnistímabili og eru nú í 3ja sæti 3ju deildar.
Sumarið byrjaði mjög vel hjá
strákunum og unnu þeir sína
fyrstu 5 leiki og voru í efsta sæti.
En síðar gekk upp og ofan hjá
þeim og Stjarnan er svo til örugg
upp í aðra deild.
Samkvæmt þessum árangri
eiga Gróttu-strákarnir góða
möguleika á að komast upp í
aðra deildina á næsta ári. Á
næsta ári verður grasvöllurinn á
Seltjarnarnesi tekinn að fullu í
notkun en líklegt er að síðasti
leikur sumarsins verði þar haldin
um helgina.
Aðrir flokkar hafa staðið sig
misvel í sumar. Yngsti flokkur-
inn, og sá efnilegasti, stóð sig
með ágætum á Hi-C Skagamót-
inu í knattspyrnu sem haldið var
um miðjan ágúst. Á mótinu
voru mörg sterkustu lið 6.
flokks. í allt voru þar saman
komin 13 félög hvert með A og
B lið. A-lið Gróttu sigraði 4 leiki
af 7 og sigraði lið Týs frá Vest-
mannaeyjum í keppni um 7.
sætið með 4 mörkum gegn einu.
Markahæstu menn A-liðsins
voru þeir Magnús Örn Guð-
mundsson, sem skoraði 8 mörk,
og Pétur Árni Jónsson, sem
skoraði 6 mörk. B-lið Gróttu
sigraði 3 af 7 leikjum, en vegna
óhagstæðrar markatölu kepptu
þeir aðeins um 11. sætið og unnu
þann leik með yfirburðum, eða
6-0. Markahæstu menn 6-liðsins
voru Hallgrímur Steinsson, sem
skoraði 4 mörk og Jóhann Frið-
rik Haraldsson, sem skoraði 2
mörk. Þjálfari 6. flokks er Lárus
Grétarsson.
Fyrstu helgina í september
munu svo A og B lið Gróttu
keppa á UMSK-móti sem haldið
verður í Mosfellsbæ ásamt
Aftureldingu, Stjörnunni frá
Garðabæ og ÍK og Breiðabliki
frá Kópavogi.
Handboltatímabilið nálgast
Nú þegar sól fer að lækka á lofti, fara handknattleiksmenn að
undirbúa sig undir átök vetrarins.
Áformað er, að yngri fiokkar
Gróttu, byrji æfingar að fullum
krafti 1. september n.k., en nú
þegar hafa nokkrir flokkar hafið
æfingar. Mfl. karla, (þeir sem
heima eru) hefur æft 6 daga
vikunnar allan ágústmánuð,
undir stjórn Árna Indriðasonar,
verða æfingar ekki færri í vetur,
svo menn verða að vera til búnir
að leggja mikið á sig vilji þeir
vera með í toppbaráttunni.
Mikil gleði ríkti í herbúðum
mfl. Gróttu s.l. vor, svo mikil
reyndar að helmingurinn af lið-
inu pantaði sér sólarlandaferð í
ágúst og hafa þar af leiðandi
ekki hafið æfingar ennþá, sem
er mikið kæruleysi af mönnum,
sem eru að fara að spila í hinni
hörðu keppni 1. deildarinnar.
íslandsmótið hefst 2. nóv. svo
vonandi verða menn komnir í
góða æfingu fyrir þann tíma.
Stúlkurnar okkar hafa ekki
slegið slöku við í sumar. Fjórar
úr Gróttu hafa æft og spilað með
unglingalandsliði kvenna og
fóru þær m.a. í keppnisferð til
Ítalíu í sumar. Taka þær þátt í
Atlantic Cup mótinu, sem nú
er haldið í tenglsum við Flug-
leiðamótið.
Þjálfarar hafa verið ráðnir.
Var mikið kapp lagt á, að fá
reynda og góða þjálfara til starfa
og eru þeir eftirtaldir:
2. fl. karla Willum ÞórÁrnason.
3. fl. karla Stefán Arnarson.
4. fl. karla Halldór Ingólfsson.
5. fl. karla Guðmundur Sigfús-
son.
6. fl. karla Hildigunnur Hilmars-
dóttir.
Mfl. og 2. fl. kvenna Kristján
Halldórsson.
3. fl. kvennaSvavarMagnússon.
4. fl. kvenna Ólafur Sveinsson.
5. fl. kvenna Hildigunnur Hilm-
arsdóttir.
Krakkar, nú er bara að bíða
og sjá, hvenær þið eigið að mæta
á æfingar. Allir fá bolta eða
Pumatösku í byrjun, þið komið
með skóna. Hittumst hress um
mánaðamótin.
M.K.
A og B lið 6. tlokks Grottu uppsiiui og sæu með lok mótsins. Eins
og sjá má stilltu nokkrir stoltir aðstandendur sér upp með
afkvæmunum.
Lúnir eftir erfiða helgi. Þessa skemmtilegu myndir tók Steinn
Jónsson sem er í stjórn Gróttu.
A-lið Gróttu sigraði sinn úrslitaleik með 4 mörkum gegn 1 en B-Iiðið
með 11 mörkum gegn engu. Þama sjást kapparnir leika einn
leikjanna á Skagamótinu.