Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 4

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 4
4 Breiðholtsblaðið OKTÓBER 2006 Bókaútgáfan í Breiðholtinu Bókaútgáfan Hólar er 15 ára um þessar mundir en hún var stofnuð árið 1991 af Jóni Hjaltasyni, sagnfræðingi og rit- höfundi á Akureyri. Árið 1994 gekk Guðjón Ingi Eiríksson, kennari, til liðs við útgáfuna og var hún rekin bæði á Akureyri og í Breiðholtinu í Reykjavík frá því ári og fram á þetta ár. Þá keypti Guðjón hlut Jóns í útgáf- unni, flutti allt hafurtask hennar að norðan, og kom því fyrir í Breiðholtinu. Bókaútgáfan Hólar er því alfar- ið Breiðholtsfyrirtæki um þessar mundir og því ákvað blaðamað- ur Breiðholtsblaðsins að forvitn- ast aðeins um hana og eiganda hennar, Guðjón Inga. - Hvað fékk þig til að gerast bóka- útgefandi? “Ég hafði um nokkurra ára skeið skrifað bækur og gefið út hjá for- lögum á borð við Almenna bókafé- lagið og Æskuna. Auk þess hafði ég fengist talsvert við bóksölu. Í þessu tvennu liggur sennilega kveikjan að því að ég fór að gefa út bækur. Upphaflega ætluðum við Jón Hjaltason reyndar aðeins að gefa út hjá Hólum þær bækur sem við skrifuðum sjálfir en svo vatt þetta hægt og bítandi upp á sig og í dag hafa bækur eftir all- marga höfunda, bæði innlenda og erlenda, verið gefnar út hjá útgáf- unni. Með öðrum orðum þá átti þetta eingöngu að verða nokkurs konar “hobbý” hjá okkur en varð áður en við áttuðum okkur á að fullri vinnu.” Nonni og Hernámsárin -Hverjar voru fyrstu bækur Hóla? “Fyrstu bækur Hóla voru Nonni og Nonnahús og Hernámsárin á Akureyri. Jón Hjaltason var höf- undur þeirra beggja. Þriðja bók Hóla var hins vegar Þeim varð á í messunni og innihélt hún gam- ansögur af íslenskum prestum. Við Jón ritstýrðum þessari bók og segja má að hún sé grunnurinn að útgáfunni. Bókin varð gríðarlega vinsæl og seldist í 3000 eintökum. Það varð til þess að við ákváðum að halda áfram með fleiri bækur af svipuðum toga og hafa þær all- ar, alls 11 að tölu, orðið mjög vin- sælar. Þar má nefna gamansögur af íþróttamönnum, fréttamönn- um, alþingismönnum, læknum og börnum.” Sumar sögurnar of grófar -Þú nefnir þarna gamansagna- flokk. Hvar fenguð þið gamansög- urnar? Og urðu ekki sumir móðgað- ir að sjá nafn í sumum sagnanna? “Við eltum uppi sögur og sagna- menn um allt land og leituðum auk þess að sögum í fjölda bóka, tímarita og blaða. Auðvitað gát- um við alls ekki notað allar sög- urnar sem rak á fjörur okkar, sum- ar voru einfaldlega alltof grófar til þess að hægt væri að birta þær í bók, þótt þar á meðal hefðu ver- ið frábærar sögur. Þeir sem þar voru nefndir á nafn hefðu vafalít- ið brugðist illa við ef þær hefðu komið út á prenti, en þess utan þurftum við reyndar að glíma við ansi marga sem voru fúlir út af því sem birtist og okkur þótti ekk- ert athugavert við. Þannig hótaði einn prestur að kæra okkur, sömu- leiðis einn læknir og kona sem hringdi í mig var ekki sátt við sög- ur okkar af Steingrími Hermanns- syni í einni alþingismannabókinni. Þessi kona neitaði að segja til nafns, en sagðist vera í framvarð- arsveit Framsóknarflokksins og þar á bæ væru menn ekki sáttir við þessa bók. Bókin, sem heitir Hæstvirtur forseti, beið þó síður en svo afhroð þótt Framsóknar- menn hefðu eitthvað við hana að athuga og seldist í um 3500 eintök- um. Það hefur líklega verið okkar heppni hvað Framsóknarmenn eru fáir.” Áritaði fyrir Sir Alex -Hvers konar bækur gefur Bóka- útgáfan Hólar einkum út? Hólar gefa út alls kyns bækur. Ég hef þegar nefnt gamansagna- röðina, en þess utan má nefna að hún hefur verið atkvæðamikil í útgáfu á íþróttabókum, meðal ann- ars gefið út bók um hnefaleika, hestaíþróttir, handbolta og knatt- spyrnu en bækurnar um sögu Manchester United, sem er liðið mitt, Liverpool og Chelsea hafa all- ar hlotið miklar vinsældir. Þessar bækur skrifaði ég með bróður mín- um, Agnari Frey Helgasyni og að baki þeirra liggur gríðarleg vinna. Þær eru ekki þýðingar úr öðrum bókum, heldur frumsamdar og eitthvað af þeim hefur farið út fyr- ir landssteinana. Til dæmis árit- aði ég bók fyrir Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóra Manchester United, en forsvarsmenn í United- klúbbnum á Íslandi báðu mig um það og ætluðu þeir að koma bók- inni á karlinn. Þá hafa Hólar gefið bækur um tónlistarmenn svo sem um Kurt Cobain og Pétur Krist- jánsson en auk þess er væntanleg á næsta ári bók um sjálfan Papa Jazz, Guðmund Steingrímsson, trommuleikara. Ennfremur hafa Hólar gefið út talsvert af barna- bókum og bókum um sagnfræði- leg efni og nægir þar að nefna þriggja binda verk um sögu sjávar- útvegs á Íslandi.” Biskupsstólabókin viðamest -Hvað gefur Bókaútgáfan Hólar út margar bækur í ár og hverjar eru þær helstu? “Hólar gefa út á þriðja tug bóka í ár og kennir þar margra grasa. Erfitt er fyrir mig að gera upp á milli þeirra en Saga biskupsstól- anna, sem er 864 blaðsíður að stærð og kom út í júlí síðastliðn- um, er viðamesta verkið sem ég hef tekið þátt í að gefa út. Þessi bók er þjóðarsaga Íslendinga í nærfellt 1000 ár og hana ættu allir að lesa. Síðan má nefna ævi- sögu eins mesta kvenskörungs í stjórnmálum á Íslandi, Margrétar Frímannsdóttur. Sú bók verður býsna mögnuð enda hefur Magga upplifað ansi margt og dregur þar ekkert undan. Einnig langar mig að nefna Fall Berlínar, eftir breska sagnfræðinginn Antony Beevor, en hann er væntanlegur hingað til lands á næstu dögum í tengsl- um við útgáfu bókarinnar og Guðjón Ingi með fyrstu jólabækur Hóla, Saga Biskups stólanna og Án lyfseðils. V I Ð T A L I Ð ������������� ���������������������

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.