Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Qupperneq 1
Milli Bauganess og Skildinga-
ness er skipulagt grænt svæði
skv. aðalskipulagi Reykjavíkur-
borgar og fyrir liggur samþykkt
frá árinu 2004 hjá Íþrótta- og
tomstundaráði Reykjavíkur um
að þarna verði sparkvöllur með
mörkum. Þetta svæði er miðsvæð-
is í hverfinu, það liggur ekki
beint að götu og er því öruggt
svæði fyrir börnin auk þess sem
þar er mikil veðursæld. Á þessu
svæði er því kjörið að koma
upp sparkvelli að mati margra
Skerfirðinga.
Þann 19. apríl sl var haldinn
fundur á Aflagranda með borgar-
stjóra, garðyrkjustjóra og fleirum
þar sem engar aðrar ábendingar
komu um nýtingu á svæðinu en að
þar yrði gerður sparkvöllur. Mörk-
in yrðu ekki í fullri stærð svo engin
hætta á að vera á því að fullorðnir
knattspyrnuáhugamenn séu að
spila þarna knattspyrnu langt fram
eftir kvöldi.
Íbúar í Skerjafirði búa við þær
aðstæður að langt er út á KR-svæð-
ið og almenningssamgöngur eru
slakar þar sem ekki er hægt að
taka einn strætisvagn þangað. Í
hverfinu er enginn almennilegur
fótboltavöllur og búið er að herja á
Reykjavíkurborg undanfarin ár um
úrbætur, en algjörlega án árang-
urs. Eini völlurinn er niðri við sjó,
í útjaðri hverfisins við stórt bíla-
plan þar sem áður var Shell. Þessi
völlur er í mjög slæmu ásigkomu-
lagi, moldarflag er við mörkin og
grasið lélegt. Að auki er svæðið
opið fyrir sjó og því oft vindasamt
þarna enda völlurinn nánast aldrei
notaður.
Margrét Gunnarsdóttir, íbúi við
Bauganes í Skerjafirði, bendir á að
nýta mætti betur Starhagasvæð-
ið og þar væri auðveldlega hægt
að koma upp battavelli. Með því
gætu krakkar í Skerjafirði, Eggerts-
götu, Aragötu og Oddagötu, auk
Haganna, Ægissíðu og Faxaskjóls
komið saman til að spila fótbolta
allan ársins hring. Sjálfsagt væri
að æfingasvæði KR væri afgirt en
að battavöllurinn væri opinn öll-
um til notkunar.
Mótmæli og
undirskriftarlistar
Nýlega mættu starfsmenn Reykja-
víkurborgar á svæðið til að tyrfa
það og búa það þannig sem best
undir að þarna verði sparkvöllur
til framtíðar. Þá brá svo við að
tveir af nágrönnum svæðisins,
Örnólfur Thorsson og Pálmi Jónas-
son, mótmæltu þessum áformum
og því var gert hlé á framkvæmd-
unum. Í kjölfarið var farið af stað
með undirskriftarlista til stuðnings
framkvæmdunum og náðist í um
70% allra forsvarsmanna íbúða á
svæðinu en um 220 íbúðir eru í
hverfinu. Greinagerð hefur verið
send til borgaryfirvalda.
framhald á bls. 5
7. tbl. 11. árg.
JÚLÍ 2008Dreift frítt í öll hús í póstnúmer 101 og 107
- bls. 4-5
Viðtal við
sr. Hjálmar Jónsson
Dómkirkjuprest
Íbúar deila um
sparkvöll í Skerjafirði
Hressir krakkar voru að leika sér á túninu sunnan Starhaga nýverið þegar ljósmyndari Vesturbæjarblað-
sins átti þar leið um.
borgarblod.is
1
M
er
ki
o
g
le
tu
r
Merki og letur
Grafískt tákn
LETUR
LITIR
Avenir LT Std 35 Light
Pantone Black 6
CMYK 50-0-0-100
Merki án slagorðs
Merki með slagorði
Merki án slagorðs
Merki með slagorði
ABCDÐEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ
abcdðefghijklmnopqrstuvxyzþæö
123456789!@#$%&/()=*„“?,;:”
ABCDÐEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ
abcdðefghijklmnopqrstuvxyzþæö
123456789!@#$%&/()=*„“?,;:”
Avenir LT Std 85 Heavy
Grafískt tákn
�����������������������������������������
St
af
ræ
na
p
re
nt
sm
ið
ja
n-
45
38
Fjallalamb á grillið - flott tilboð
fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag
...gildir 24. til 27. júlí eða á meðan birgðir endast
Úrvals lambafile með fitu
2.498k
g