Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Síða 5

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Síða 5
5VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2008 Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is Fjölbreyttur og girnilegur Skrúður Nýr matseðill Fjölbreyttir og spennandi réttir. Komdu og njóttu góðrar stundar yfir góðum mat. Brunch í hádeginu á sunnudögum Frábært fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára, 50 % afsláttur fyrir börn 6 -12 ára. P IP A R • S ÍA • 70765 skildu. Landsmönnum er að fjölga en meira með innflutningi fólks en það fólk er fæst í þjóðkirkjunni, því það kemur mikið frá löndum þar sem flestir eru kaþólskir. Þess- ari staðreynd er ekki haldið á lofti, heldur er hún rangtúlkuð, Íslend- ingum fjölgar sem eru ekki í þjóð- kirkjunni en mjög fáir segja sig úr henni. Það er hins vegar enginn í þjóðkirkjunni nema hann vilji það sjálfur, það kostar ekki nema eitt símtal að fara úr þjóðkirkjunni. Það eru hins vegar aðrir söfnuð- ir sem halda því að fólki að ganga í þá. Pétur í Óháða söfnuðinum og Hjörtur Magni í Fríkirkjunni ganga með eyðublöðin á sér og ota þeim að fólki í tíma og ótíma, jafnvel fyr- ir og eftir giftingarathöfn sem far- ið hefur fram hér í Dómkirkjunni. Það finnst mér mjög óviðurkvæmi- legt en það hefur ríkt friður milli Dómkirkju og Fríkirkju í meira en 100 ár, en nú er allt i einu reynt að nudda henni og þjóðkirkjunni upp úr einhverju, sem er bara rugl og misskilningur. Þjóðkirkjan á ekkert sökótt við Fríkirkjuna, eða öfugt. Þjóðkirkjan er ekki löggjafi á Íslandi. Ef Hirti Magna fríkirkju- presti finnst löggjafavaldið bregð- ast í einhverju getur hann farið dómstólaleiðina. Ég hef oft bent honum á það en hann svarar því ekki því hann veit að hann er að fiska á gruggugu vatni. Litlir söfn- uðir geta leyft sér þetta en þjóð- kirkjan vill sinna sínu ábyrgðahlut- verki og henda sér ekki út í ómerki- legar deilur.” Hjálmar segir þjóðkirkjuna afar umburðalynda og þar megi benda á samþykkt um samkynhneigða. Þetta sé eina þjóðkirkjan í heim- inum sem samþykkir hjónaband samkynhneigðra. Hjálmar segist ekki hafa fengið beiðni um að gefa saman samkynhneigða en hann mundi taka því vel. Þetta sé sjálf- sagt skref hjá þjóðkirkjunni en stóra málið sé ekki aðskilnaður ríkis og kirkju, frekar að gott sam- band sé milli þjóna og starfsfólks kirkjunnar og fólksins í landinu. - Þú býrð í Norðlingaholtinu. Hef- ur komið til greina að flytja búferl- um í nágrenni við Dómkirkjuna? ,,Nei, mér finnst eiginlega að ég hafi ekki efni á því, þetta er svo dýrt hverfi, ég þjóna svo dýru fólki,” segir Hjálmar brosandi. ,,Dómkirkjan er safnaðarkirkja en hún er líka andlit þjóðkirkjunn- ar á svo mörgum sviðum, hún er kirkja forseta Íslands og ríkisstjórn- arinnar og hún er kirkjan þar sem svo margt á sér stað í sem samein- ar þjóðina í trú og menningu. Ég tel því að ég sé að þjóna á víðara sviði heldur en bara söfnuði. Það búa nokkrir prestar í Vesturbæn- um sem þjóna annars staðar, jafn- vel ekki í Reykjavík, en ég býr sann- arlega i Reykjavík. Ég mundi ekki flytja í annað sveitarfélag.” - Starf prests er oft mjög anna- samt. Hefðurðu einhvern tíma fyrir eitthvað tómstundagaman? ,,Það er hringt í mig á öllum mögulegum tímum, en þó minna en var í pólitíkinni og mun minna en var á Sauðárkróki. Það er sér- hæfðara að vera prestur í Reykja- vík en stundum er maður beðinn um að inna af hendi störf, s.s. jarð- arfarir, sem maður vill ekki neita, jafnvel þótt maður sé í sumarfríi. Golfið er mikið áhugamál og hentar mér ákaflega vel. Það er í fyrsta lagi útiveran og síðan félags- skapurinn og svo reynir maður eitt- hvað á sig sem er auðvitað gott. Við fórum um daginn fjórar félag- ar á Urriðaholtsvöllinn, Þorsteinn Pálsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Friðrik Zophusson og ég, og það gekk furðanlega. Röðin eftir 18 hol- ur var Þorsteinn, Hjálmar, Vilhjálm- ur og Friðrik, en litlu munaði eins og hjá öðrum meisturum. Við fjór- menningar höfum leikið nokkrum sinnum í sumar, einkum á Korpu. Nú var komið að mér að bjóða á heimavöllinn minn, Urriðavöll. En veðrið var ekki það besta, og því varð þessi vísa til við upphaf leiks: Yfir vofa skúraský, skín þó yfir grundum. Þorsteinn hleður höggin í og hittir boltann stundum. Fljótlega var Þorsteinn farinn að standa sig svo vel að nauðsynlegt var, sannleikans vegna, að breyta vísunni: Yfir vofa skúraský skelfingu lostnum gestum. Þorsteinn hleður höggin í og hittir úr þeim flestum. Vilhjálmur átti sín augnablik. Upphafshöggin voru sum hver mjög löng, stundum fóru þau eitt- hvað afsíðis, stundum ekki. Sum- ir eru bestir undir pressu og það sannaðist hér: Einbeittur inn á teig og ábyrgur Vilhjálmur steig. Ef slæsið og húkkið voru slæm fyrir lúkkið þá tók hann þrumufleyg. Ég var eldheitur áhugamaður um fjallgöngur en það er einfald- lega miklu meira gaman í golfi með góðum félögum. Ég fylgist vel með íþróttum, sérstaklega knattspyrnu, og áður fyrr mætti maður á völlinn til að fylgjast með börnunum, og nú fer maður til að fylgjast með barnabörnunum á íþróttavellin- um. Það er svo dýrmætt að sinna afahlutverkinu og vera sæmilegur afi. Svo hef ég lengi haft áhuga á ljóðagerð og nokkrir vinir mínir hafa samið lög svo út hefur orðið nokkrir sálmar. Þannig hafa orðið til minningarljóð, ljóð við hjóna- vígslur eða á öðrum gleðistundum, en vænst þykir mér alltaf um skírn- arkveðjurnar sem ég sendi skírn- arbörnunum af því að það er bæn sem ég orða eða bý til í athöfninni eða í framhaldi af henni. Það er nokkuð sem mann langar til að gefa börnunum. Mér finnst ég vera orðinn svolít- ill prestur þegar maður hittir full- orðið fólk sem kann þessa bæn sem ég færði þeim í bernsku,” seg- ir sr. Hjálmar Jónsson, sóknarprest- ur í Dómkirkjunni.Glæsileg sveifla hjá Hjálmari á upphafsteig. Það vekur nokkra athygli að á fundi borgarráðs 3. júlí sl. létu full- trúar Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks bóka fyrirspurn um framkvæmdir vegna sparkvallar í Skerjafirði, hver bæri ábyrgð og hvort þær hefðu verið grenndarkynntar, þrátt fyrir samþykkt í aðal- skipulagi Reykjavíkurborgar. Það verður hins vegar fróðlegt að fylgjast með framgangi mála, og hvort börnin í Skerjafirði fá sparkvöll, eða hvort svæðið verður nýtt á annan hátt. Íbúar deila Sparkvallarsvæðið, sem hefur að mestu verið tyrft. framhald af forsíðu

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.