Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 16
16 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2008
Plús Arkitektar báru sigur úr
býtum í samkeppni um hönnun
Listaháskóla Íslands á Frakka-
stígsreitnum. Vonast er til þess
að skólinn hefji starfsemi sína í
byggingunni haustið 2011. Um
var að ræða eina flóknustu hönn-
unarsamkeppni sem hér hefur
verið haldin en þarfagreining-
in var afar umfangsmikil, enda
lóðin á afar viðkvæmum stað í
hjarta Reykjavíkur. Þá er mik-
ill landhalli á lóðinni sem gerir
þetta enn flóknara auk þess sem
mikill lofthæðarmunur er milli
rýma.
Listaháskólinn verður um
13.500 fermetrar m á reitnum sjálf-
um auk 2.000 fermetra bygging-
ar norðan Hverfisgötu en húsin
verða tengd saman með undir-
göngum. Á lóðinni standa bygging-
ar við Laugaveg 41, 43 og 45. Til
stendur að flytja burt húsið nr. 45,
sem er bárujárnsklætt timburhús,
en rífa nr. 43, þar sem Vínberið er
til húsa.
Fyrir liggur tillaga um frið-
un Laugavegar 41 og tóku Plús
Arkitektar tillit til þess og sniðu
nýbygginguna í kringum húsið.
Á horni Laugavegar og Frakka-
stígs verður sýningarsalur þar
sem hægt verður að sýna mynd-
list, hönnun og arkitektúr. Suður-
hlið salarins verður úr stórum
gluggum sem hægt verð-
ur að opna út á götu. Á
Laugavegi 41 er gert ráð
fyrir kaffihúsi sem hefur
hurð út úr gaflinum og á
torgið sem er aðalinngang-
ur hússins. Í aðalanddyr-
inu er opið rými baðað
dagsbirtu og þaðan má sjá
meira og minna alla starf-
semi skólans á efri hæðun-
um. Niðri verður listamið-
stöð, opin almenningi.
Að undanförnu hefur eldri
borgurum á höfuðborgarsvæð-
inu verið boðið í heimsókn til
Toyota í Kópavogi. Þar hefur
Magnús Kristinsson, stjórnarfor-
maður Toyota á Íslandi og starfs-
fólk Toyota í Kópavogi tekið
á móti hópnum og boðið gest-
um að hlusta á fyrirlestur Jóns
Björns Skúlasonar, framkvæmda-
stjóra Nýorku um áhrif koltvísý-
ings á umhverfið.
Jón fjallar í fyrirlestrinum um
lausnir sem verið er að þróa til að
draga úr koltvísýringi í andrúms-
loftinu og segir frá rafmagnsbíl-
um, tvinnbílum og vetnisbílum.
Fjörlegar umræður hafa spunnist
í hópnum að fyrirlestrinum lokn-
um og hefur Jón svarað fjölda fyr-
irspurna. Það er því greinilegt er
að eldri borgarar hafa ekki minni
áhuga á umhverfismálum en þeir
sem yngri eru.
Miðvikudaginn 16. júlí sóttu
eldri borgarar frá félagsmiðstöð-
inni Aflagranda og frá félagsmið-
stöðinni Hraunbæ Toyota heim.
Að fyrirlestrinum loknum þáðu
gestir kaffiveitingar. Meðfylgjandi
myndir voru teknar við það til-
efni.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Unnu samkeppni um hönnun Lista-
háskóla á Frakkastígsreitnum
Listaháskólinn verður glæsileg bygging sem fellur vel inn í umhverfið
og verður listalífi miðborgar Reykjavíkur til verulegar framdráttar.
Horft eftir Laugarveginum.
Eldri borgarar
heimsækja Toyota
borgarblod.is
Hver er ég? Hvaðan kem ég?
Hefur lífið einhvern sérstakan
tilgang? Hvað verður um mig?
Hver var Jesús? Þessar spurning-
ar og hugsanleg svör líka verða
á dagskrá í sumarnámskeiði
fermingarbarna Neskirkju, sem
nú er farið að skrá í. Námskeiðið
hefst sunnudaginn 17. ágúst og
stendur í eina viku.
Þrettán - fjórtán ára börn
standa gjarnan frammi fyrir
spurningum sem þessum: Ætlar
þú að fermast næsta vor? Ertu í
vafa um hvort þú ætlir að ferm-
ast? Við báðum þessum spurn-
ingum er bent á að þátttaka í
líflegu og skemmtilegu ferming-
arnámskeiði getur hjálpað til við
taka ákvörðun um stefnu.
Á námskeiðinu er lögð áhersla
á hefðbundna fræðslu, leik og
upplifun. Síðasta atriðið skipt-
ir ekki minnstu máli því upplif-
un og bein þátttaka skilar oft
mestum árangri. Byggt er á hug-
myndafræði sem nefna má lær-
dóm í verki.
Í fermingarfræðslunni verður
fjallað um grundvallaratriði krist-
innar trúar og menningararfinn
sem íslensk þjóð hefur haldið
í heiðri í þúsund ár. Ræddar
verða tilvistarspurningar eins
og t.d.:
• Hver er ég?
• Hvaðan kem ég?
• Hefur lífið einhvern sérstak-
an tilgang?
• Hvað verður um mig?
• Hver var Jesús?
• Hvaða máli skiptir Jesús og
kenningar hans nú á dögum?
• Hvert er hlutverk kirkju og
kristinnar trúar í samtímanum?
• Hvers vegna að lifa trúarlífi?
• Hvers vegna játar stór hluti
mannkyns trú á Krist?
Stuðst verður við Biblíuna,
verkefnabók og kvikmynd um
ævi Jesú. Leyst verða ýmis verk-
efni, farið verður í svonefnt ljós-
myndarallý og fleira. Nánari upp-
lýsingar eru á heimasíðu kirkj-
unnar: http://www.neskirkja.
is Skráning er í Neskirkju og
síminn er 511-1560. Skemmtilegt
tími er framundan hjá fermingar-
börnum og starfsfólki Neskirkju.
Fermingarnámskeið Neskirkju í ágúst
Reykjavík Art Gallery
opnar á Skúlagötu
Þann 6. júní sl. var opnaður
nýr sýningarsalur að Skúlagötu
30 sem heitir Reykjavík Art Gall-
ery. Galleríið hefur tekið í notk-
un átta sýningarsali fyrir minni
og stærri sýningar. Meðal þeirra
listamanna sem kynntir voru á
þessari fyrstu sýningu í Reykja-
vík Art Gallery eru Árni Rúnar
Sverrisson, Hulda Vilhjálmsdótt-
ir, Magnús Tómasson, Ólafur Lár-
usson, Ómar Stefánsson, Pétur
Halldórsson, Pétur Már Péturs-
son, Stefán Boulter og Tolli.
Meðal verka á sýningunni voru
íslenskir peningar í kistli sem
fengu loft frá öndunarvél sem
gerði það að verkum að pening-
arnir voru sífellt á hreyfingu. En
hvort um listaverk er að ræða
verður hver og einn að dæma um.
Krónunar í verki Bergs Thorberg
eru aðframkomnar. Þær liggja í
svörtum kistli sínum og þurfa önd-
unarvél til að halda lífi. Krónurnar
eru dauðþreyttar eftir gengisfall
síðustu mánuða, eftir útrásarævin-
týrin, eftir kaupæðið heima fyrir,
eftir endalaust kapphlaupið við
evruna, dollarann og hinar krón-
urnar.
Myndverk eftir Huldu Vilhjálmsdóttur á sýningunni.
Eldri borgarar frá félagsmiðstöðinni Aflagranda og Hraunbæ þáðu
veitingar að loknum fyrirlestri.
Glæsilegt útsýni frá bókasafninu út á
Laugarveginn.