Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Page 17

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Page 17
17VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2008 Gómsæti í göngufæri Geirsgata 1 • Sími 511 1888 Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöldÁ sólríku og hlýju sumri hefur Vesturbærinn ítrekað orðið fyrir áföllum. Tveir tvítugir einstaklingar í Nessókn hafa verið hrifnir burt úr þessu lífi í sumar, annar í bílslysi og hinn af völdum krabbameins. Og dauðsföllin í Vest- urbæ voru vitaskuld miklu fleiri í sumar og á liðnum vetri. Dauðinn tekur sér hvorki vetrar- né sumar- frí. Mikil sorg ríkir á fjölda heimila í sókninni, fólk finnur til og sviði sorgarinnar er sár. Báðir voru þeir efnilegir ungir menn sem áttu fram- tíðina fyrir sér. Dauðinn og ekki síst dauði ungmenna vekur hjá mörgu fólki spurn um hinstu örlög, um tilvist og tilgang lífsins. Kristin trú veitir huggun í þessum efnum, að því verð ég gjarnan vitni í erfiðu sorgarferli fólks. Fólk glímir við sorgina á sínum forsendum, með eða án trúar. Hvort tveggja er erfitt ferli. Enginn verður samur eftir að hafa misst ástvin í blóma lífsins. Í kjölfar dauða beggja þessara ungu manna voru haldnar, að beiðni syrgjandi samferðafólks, fjöl- mennar bænastundir í Neskirkju áður en útför fór fram. Athygli vakti hin mikla samúð sem skólafélagar, foreldrar og vinir sýndu á þessum stundum. Og það sem fyllti sjálfan mig von og trú á framtíðina, mitt í dimmum dal, var allt þetta unga og glæsilega fólk sem þrátt fyrir sorg og tár, geislaði af yfirvegun, þros- ka og mannlegri reisn. Unga fólkið tók virkan þátt í atferli helgistund- anna, fór með bænir, söng sálma, tendraði bænaljós, huggaði hvert annað og sýndi djúpa samúð og samstöðu með nánasta fólki hinna látnu. Þetta unga fólk gaf mér nýja sýn á framtíðina, bjartsýni og von. Dauði ungmenna hefur enga sér- staka merkingu í sér fólgna. Dauð- inn er óvinur þegar hann mætir okkur með þessum hætti og verður ekki útskýrður með neinum rökum. En reynsla margra er hins vegar sú að Guð megnar, í glímu þeirra við missinn, að gefa þeim nýja sýn á líf- ið. Og lífið heldur áfram. Og mestu skiptir jafnan að lifa lífinu lifandi. Dorothee Sölle (1929-2003), sem var guðfræðingur og rithöfundur og virk í þjóðfélagsumræðu á sinni ævi sagði eitt sinn: „Dauði tekur sér bólstað innra með okkur þegar við förum að líta á aðra, ekki sem gjöf, blessun eða örvun, heldur sem ógnun, hættu, samkeppni. Það er sá dauði sem vitjar allra þeirra er reyna að lifa á einu saman brauði. Þetta er dauð- inn sem Biblían óttast og gefur okk- ur einnig ástæðu til að óttast. Þegar við tölum um dauðann er það ekki hin hinsta burtför sem við erum upptekin af; heldur hin tilgangs- lausa, tóma tilvist, gjörsneydd af heilum mannlegum samskiptum og fyllt kvíða, þögn og einsemd.“ Eitt sinn skal hver deyja, segir máltækið. Það er engin spurning. Hins vegar má spyrja sig: Hvernig getum við lifað núna? Hvernig ber okkur að lifa? Gyðingurinn Martin Buber segir eftirfarandi sögu í einni bóka sinna: Áður en Zusya rabbíni dó sagði hann: „Í hinni komandi veröld munu þeir ekki spyrja mig: „Hvers vegna varstu ekki Móse?“ Heldur munu þeir spyrja: „Hvers vegna varstu ekki Zuzya?“ Hver er ég? Hver ertu þú? Hvern- ig getum við lifað heilu lífi sem við sjálf? Ungu mennirnir sem við höfum kvatt og grátið í gróandanum eru okkur hvatning til að lifa lífinu lif- andi og njóta hvers dags, hverrar stundar. Lífið er ekki sjálfsagður hlutur. Það er gjöf hvernig sem á það er litið. Lífið er dýrmæt gjöf. Um leið og við þökkum fyrir að hafa átt samleið með þessum glæsilegu og hæfileikaríku, ungu mönnum - og öðrum ástvinum sem við höfum áður misst - skulum við leitast við að vera glöð yfir því að vera sjálf lif- andi og gera okkar ýtrasta til að lifa heilu og sönnu lífi. Og það gerum við best með því að lifa lífinu í þágu annarra, í þágu hins góða, í þágu réttlætis, kærleika og friðar. Grátið í gróandanum

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.