Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Síða 1
12. tbl. 9. árg.
DESEMBER 2006Dreift frítt í öll hús í Vesturbæ og Mi›borg
�����������������������
���������������������������������
Lögreglan verður sýnilegri
í Vesturbænum
Þann 28. nóvember sl. var hald-
inn fundur í Þjónustumiðstöð
Vesturbæjar um hið nýja lögreglu-
embætti höfuðborgarsvæðisins.
Fundinn boðaði nýr lögreglustjóri,
Stefán Eiríksson.
Til fundarins voru boðaðir full-
trúar íbúa og opinberir aðilar sem
starfa í þágu almennings. Tilefnið
var að nú stendur fyrir dyrum sam-
eining þriggja stærstu lögregluum-
dæma höfuðborgarsvæðisins. Fund-
ur af þessu tagi er nýlunda hjá lög-
reglunni en áhugi er að halda slíka
fundi árlega í framtíðinni. Fram
kom í máli lögreglustjóra að breyt-
ingar munu eiga sér stað á starfi lög-
reglunnar sem lýsir sér sérstaklega
í auknum sýnileika og samstarfi við
íbúa í Vesturbænum. Sem dæmi
má nefna að heimasíða lögreglunar
mun fela í sér sérstakar hvefasíður
þar sem íbúar munu geta fengið
nýjustu upplýsingar og fræðsluefni
tengt sínu hverfi. Einnig mun aukin
gagnavirkni verða milli íbúa og lög-
reglu. Hverfissíðurnar munu verða
tilbúnar snemma á nýju ári.
Verkefni lögreglunnar verða
meira skipulögð út frá þörf, auk-
inni grenndargæslu og aukinni sér-
hæfingu í rannsóknarvinnu. Það
var mál manna eftir fundinn að
spennandi tímar væru framundan
og væntingar miklar til aukins sam-
starfs milli íbúa og lögreglu.
Í síðustu viku buðu 1. bekkingar í Grandaskóla foreldrum sínum á helgileik sem þeir hafa verið að æfa undan-
farnar vikur. Leikarar stóðu sig með stakri prýði og hlutu mikið lof áhorfenda, enda fátt áhrifaríkara en þeg-
ar börnin fara með jólaguðspjallið. Á eftir var boðið upp á kaffi og piparkökur sem 1. bekkingar höfðu bakað
sjálfir. Með hlutverk þeirra Maríu og Jósefs fóru þau Sóldís Guðný Sveinsdóttir og Sölvi Karl Einarsson.
®
fasteignasala
reynir erlingsson, löggiltur
fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Gleðileg jól
����������
������������� ����������������������� �������������������������������������
St
af
ræ
na
p
re
nt
sm
ið
ja
n-
92
03
���������
�������������������
val sælkerans
���������������������������������������������