Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 16
Ágústa Pétursdóttir Snæland
er fædd í Tjarnargötu 14 þann
19. febrúar 1915, eða þegar fyrri
heimstyrjöldin stóð sem hæst.
Hún er að mestu alin upp í Tún-
götu 38, við hornið á Unnarstíg,
en það hús keyptu foreldrar henn-
ar 1918. Hún ólst upp hjá hjá for-
eldrum sínum, Pétri Halldórssyni
bæjarstjóra og konu hans, Ólöfu
Björnsdóttur. Pétur Halldórsson
sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn frá 1932 til 1940, í bæjarstjórn
Reykjavíkur frá 1930 til 1938 og
bæjarstjóri frá 1935 til æviloka
1940. Pétur keypti Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar í Reykja-
vík 1909 og rak hana til æviloka
og var stórtemplar IOGT 1917-
1922. Systkini Ágústu voru Björn,
sem var elstur, síðan kom Ágústa,
þá Halldór sem varð landsþekkt-
ur teiknari og loks Kristjana.
Ágústa bjó í Túngötu 38 í hart-
nær sjö áratugi, eða þar til hún
varð sjötug. Eftir það bjó sonur
hennar í húsinu um skeið þar til
það var selt. Ágústa tók við hús-
inu þegar faðir hennar dó, en þá
var hún nýgift í annað sinn. Móðir
hennar bjó áfram hjá henni um
skeið. Ágústa segir að hún hafi
alla tíð búið í Vesturbænum, aldrei
farið austur fyrir læk. Þegar hún
varð sjötug byggði hún í Skilding-
arnesinu með syni sínum og þar
bjó hún í ein átta ár. Hún segir að
hún hafi aldrei búið lengur frá mið-
bænum en þann tíma sem hún var
í Skerjafirðinum. Þá flutti hún á
dvalarheimilið Grund, þ.e. endað
hinu megin við Landakotstúnið.
Hún sé ákaflega sátt við þá dvöl,
það séu raunar forréttindi að fá að
búa á Grund.
Ágústa á fjóra syni, sem sumir
búa eigi langt frá henni, m.a. í Vest-
urbænum og á Seltjarnarnesi.
“Þegar ég fer í göngutúra hér um
nágrennið man ég hver bjó í hverju
húsi Göngutúrarnir eru ekki orðnir
langir, meira svona stuttir hring-
ir í næsta ágrenni við Grund eða
upp á Landakotstúnið. Það er mjög
notarlegt að setjast þar á bekk og
rifja upp gamlar endurminningar,
bara “slökkva” á sér og hverfa í
huganum marga áratugi aftur í tím-
anum.”
Hestar á túninu við
Túngötu
- Þegar þú ert að alast upp á Tún-
götunni fyrir 90 árum hefur Reykja-
vík litið verulega öðru vísi út?
“Það er ekki hægt að bera það
saman. T.d. hét Túngatan þessu
nafni vegna þess að voru tún
beggja vegna hennar allt frá Garða-
stræti og vestur úr. Á Garðastræt-
ishorninu stóð Thoroddsenshúsið
þar sem Þórður Thoroddsen lækn-
ir bjó og síðan ekkert hús fyrr en
komið var að Landakoti. Á þessari
leið var yfirleitt að finna hesta sem
notaðir voru bæði til útreiða og
dráttar.
En kannski er mesta breytingin
sú hvað ég er orðin ein innan um
allt þetta fólk. Áður þekkti mað-
ur alla, og flesta með nafni, enda
gengu allir í sama skóla. Nú þekki
maður stundum ekki dögum sam-
an eitt einasta andlit þegar mað-
ur fer niður í bæ. Nú er það líka
þannig að margir Reykvíkingar eru
einhvers staðar að af landsbyggð-
inni, og mér finnst það gremjulegt
að sumum finnst það eitthvað
betra. Er maður eitthvað betri ef
maður er einhvers staðar að? Ég er
úr Kvosinni og er stolt af því.
Ég er líka stolt af Esjunni, hún er
einkenni Reykjavíkur, eins og hún
liggi fram á lappirnar og verndi
okkur. Ég klappa henni oft í hug-
anum. Ég gekk oft á Esjuna á fyrri
árum og við vinkonurnar sem vor-
um saman í gagnfræðaskóla fórum
oft með tjald upp að Mógilsá og
vorum þar um helgi. Vinkonurnar
voru Helga Kalmann sem seinna
fór í sendiráðið í Frakklandi, Anna
Claessen, dóttir Gunnlaugs Claes-
sen læknis sem giftist til Danmerk-
ur, Eyja Arnalds og svo hún Nanna
sem seinna varð mikill kommún-
istaleiðtogi. Ferðalagið hófst með
því að við fórum með dótið okkar
niður að mjólkurstöðinni í Hafnar-
stræti, þar stoppuðu allir vörubíl-
arnir sem fóru með mjólkurbrús-
ana til bænda og sóttu mjólk í þá.
Við fengum far með vörubílnum
sem fór upp á Kjalarnes, sátum aft-
an á honum.”
Tennisdrottning
Á veturna var Ágústa mikið á
skíðum og í leikfimi hjá Jóni Þor-
steinssyni í sérflokki ásamt fleiri
stelpum sem sýndu víða. Eitt sinn
var Ásmundur Sveinsson mynd-
höggvari að fylgjast með þeim og
eftir sýninguna spurði hann Ágústu
hvort hún vildi vera ekki vera mód-
el að einni mynd, en hún neitaði.
“Ég var einnig í tennis, og tókst
að verða Tennisdrottning Íslands,
en keppt var á svæði á Melavellin-
um, sunnan við knattspyrnuvöll-
16 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2006
Stór pizza með 2 áleggjum
og brauðstangir
1.590,- kr.
Stór pizza m 3 áleggjum
1.590,- kr.
Stór pizza 3 áleggjum,
stór skammtur af
brauðstöngum
og 2.l gos
1.890,- kr.
Upplagt fyrir
fyrirtæki, hópa,
saumaklúbba
og partí!
3 stórar pizzur með
2 áleggjum
3900.kr
5 stórar pizzur með
2 áleggjum
5900.kr
Sæktu Fáðu sent
Tilboð sem bragð er að!
Fyrsti íslenski auglýsingateiknarinn
Tennisdrottningin Ágústa ásamt Frissa í Ási, bróður Gísla sem stofnaði Grund.
Fjölskyldan á Túngötu 38. Pétur Halldórsson og Ólöf Björnsdóttir ásamt börnum sínum.
Ágústa Pétursdóttir Snæland býr
á Litlu-Grund, og lætur vel af sér.
- Ágústa Pétursdóttir Snæland, dóttir Péturs Halldórssonar fyrrverandi bæjarstjóra í Reykjavík