Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 23

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 23
23VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2006 KR-SÍÐAN GETRAUNANÚMER KR ER 107 Evrópukeppni á næsta ári Ég vill byrja með að þakka ykk- ur öllum fyrir góðan stuðning við liðið á síðastliðnu keppnis- tímabili. Að mínu mati rættist nokkuð vel úr tímabilinu. Annað sæti í deildinni og bikarúrslit er kannski ekki svo slæmt, en samt finnst mér eins og að við hefðum átt að gera ennþá bet- ur. Mér fannst við ekki ná þeim úrslitum úr leikjunum í vor sem við áttum skilið miðað við gang flestra leikjanna, en með því að gera nokkrar breytingar á leikað- ferð liðsins þá snérist þetta allt saman hægt og sígandi okkur í vil og var seinni hluti mótsins frábær. Við töpuðum ekki leik í deildinni frá því um miðjan júlí þegar við töpuðum fyrir ÍA á heimavelli í einum besta leik sumarsins. Gleði okkar yfir jafnteflinu við Val í síðasta leiknum var gífurleg, þar sem við náðum að tryggja okk- ur annað sætið í deildinni og þar með Evrópukeppni á næsta ári, sem var eitt af markmiðum liðsins fyrir tímabilið. Mestu vonbrigði tímabilsins voru í bikarúrslitaleiknum, þar sem við vorum langt frá því að sýna hvað í okkur bjó. Það virkaði hreinlega eins og að við værum ekki með í leiknum og er það mjög svekkjandi svona eftirá, að hugsa til þess að við skildum á einhvern hátt glopra þessu frábæra tæki- færi til að ná okkur í titil. Leikmannamál Það er eðlilega mikið rætt um leikmannamál á þessum tíma árs og leikmenn bæði koma og fara. Nokkrir leikmenn úr hópnum í ár verða ekki með okkur næsta ár og eru misjafnar ástæður fyrir því. - Gunnar Einarsson var með samning sem rann út eftir tímabil- ið og var ákveðið að framlengja honum ekki og hefur Gunnar nú gengið til liðs við Val. - Mario Cizmek var með samn- ing sem rann út eftir tímabilið og var ákveðið að framlengja honum ekki. - Sölvi Davíðsson var með samn- ing sem lauk að tímabili loknu. Hann var mikið á bekknum í sum- ar og vildi þar af leiðandi reyna fyrir sér annarsstaðar þar sem hann fengi að spila meira. - Sölvi Sturluson var með samn- ing við KR út 2007, en þar sem hann spilaði ekki mikið í ár vildi hann einnig reyna fyrir sér annars- staðar og hefur hann nú gengið til liðs við Fjölni ásamt Ásgeiri Aroni Ásgeirssyni. - Gunnar Kristjánsson var með samning sem rann út eftir tíma- bilið og vildi ég gjarnan fram- lengja þeim samningi og vorum við búnir að funda nokkuð í því sambandi, en Gunnar vildi heldur reyna fyrir sér hjá Víkingi þar sem hann taldi líkur á að hann fengi að spila meira þar heldur en hjá okkur. Ég vill þakka þeim öllum fyrir þann tíma sem við höfum verið saman í KR og óska þeim öllum góðs gengis í þeim liðum sem þeir koma til með að spila með. Ef litið er yfir þann hóp sem byrjaði undirbúning síðasta leik- tímabils þá eru tíu leikmenn horfn- ir úr þeim hóp, þeir eru : Bjarni Þorsteinsson, Rogve Jacobsen, Bjarki Gunnlaugsson, Gunnar Einarsson, Garðar Jóhann- esson, Sölvi Davíðsson, Mario Ciz- mek, Gunnar Kristjánsson, Sölvi Sturluson og Ásgeir Aron Ásgeirs- son. Nýir leikmenn eru Pétur H Mart- einsson frá Hammarby í Svíþjóð, Jóhann Þórhallsson og Óskar Örn Hauksson frá Grindavík, Atli Jóhannsson frá ÍBV og Stefán Logi Magnússon frá KS á Siglufirði. Allir hafa þeir nefnt að ástæð- an fyrir því að þeir völdu KR var að hér væru spennandi verkefni framundan og þeim fannst mjög áhugavert það sem við erum að gera knattspyrnulega séð og síðast en ekki síst vilja þeir allir vinna titla. Ég vil óska öllum okkar nýju leik- mönnum hjartanlega velkomna til KR og ég er viss um að þeir eiga eftir að vera ánægðir hjá okkur. Þetta eru miklar breytingar á hópnum á einu ári og það er auð- vitað ekki æskilegt að svo stórar breytingar séu á hverju ári. Ég sé og heyri að það er mikið talað um að nú sé KR aftur byrjað að sækja leikmenn og samtímis er verið að tala um hvernig þessu sé farið með ungu leikmennina okk- ar sem áttu að fá möguleika á að spreyta sig. Í ár verðum við með 22 til 23 leikmenn í meistaraflokks- hópnum og með þeim aðgerðum og breytingum sem við erum að gera núna á leikmannahópnum þá mun 14-15 manna hópur okk- ar styrkjast talsvert, en um leið munu opnast möguleikar fyrir fleiri unga og efnilega leikmenn til að fá að spreyta sig þegar þeir þykja nógu góðir til þess. Við vorum með marga unga leik- menn í hópnum á nýloknu keppn- istímabili og það voru ekki mörg lið sem spiluðu með jafn ungt lið og við, en núna eru þeir orðnir ennþá fleiri og vil ég gjarnan telja þá upp svo að allir geri sér grein fyrir hverjir þeir voru: Vigfús A. Josepsson, Guðmund Reyni Gunn- arsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Guðmund Pétursson, Atli Jónas- son, Gunnar Kristjánsson og Sölvi Sturluson, en í viðbót mætti hæg- lega telja leikmenn eins og Krist- inn Magnússon, Sölva Davíðsson, Tryggva Bjarnason og Sigmund Kristjánsson sem eru ekki nema rétt rúmlega tvítugir. Eins og hægt er að sjá af þessum lista þá held ég að óhætt sé að segja að við séum að gera allt sem hægt er til að gefa ungu strákunum mögu- leika til að ná árangri og nú þeg- ar Akademían okkar er kominn í gang og gengur mjög vel, þá munu ennþá fleiri ungir strákar fá að æfa með meistaraflokknum í vetur. Þá vil ég einnig lýsa ánægju minni með að nokkrir af þeim leik- mönnum sem voru með samninga út tímabilið en við vildum gjarnan halda hjá okkur lengur, völdu að framlengja samninga sína. Þeir eru Kristján Finnbogason, Sigþór Júliusson og Ágúst Gylfason og að auki er verið að vinna í því að halda Guðmundi Péturssyni hjá okkur áfram. Í viðbót við þennan hóp eru nokkrir ungir KR-ingar sem æfa með meistaraflokki, sumir þess- ara stráka eru að æfa fast með okkur og aðrir að hluta til. Þeir eru Tómas Agnarsson, Ásgeir Örn Ólafsson, Björn Jakob Magnússon og Eggert Rafn Einarsson. Undirbúningur á fullt Undirbúningur næsta leiktíma- bils er kominn á fullt og er þetta allt með mjög svipuðum hætti og síðastliðinn vetur, sem ég var mjög ánægður með. Þetta er eðli- lega gífurlegt álag fyrir stráka sem eru í fullri vinnu með þessu, en ég þekki ekki neinar aðrar leiðir til að ná árangri en að æfa mikið og vel, þ.e.a.s. að gera hlutina rétt. Í framtíðinni er þetta mikið spurn- ing um rétt hugarfar og vilja til að leggja þetta á sig og þá kemur árangurinn. Æfingabúðir verða á La Manga á Spáni eins og síðastliðinn vetur, þar sem við munum taka þátt í öflugu móti þar sem við munum fá frábæra æfingaleiki við góðar aðstæður, sem gefa okkur mikið. Keppnin verður á bilinu 10-24 febrúar og þau lið sem verða í þessari keppni verða Rósenborg, Brann, Valerengen og Lilleström frá Noregi, auk tveggja liða frá Rrússlandi, Zenith St. Petersburg og Rubin Kazan og svo eitt lið frá Úkraínu sem heitir Metallist. Spilað verður í tveimur riðlum þar sem fyrsti leikur okkar er gegn Noregsmeisturunum í Rósen- borg. Framundan er mjög skemmti- legt tímabil þar sem við verðum að standa saman til að ná settum markmiðum, en það er að gera betur en á síðastliðnu tímabili. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að hafa þann stuðning sem þið KR ingar sýndu okkur í sumar og saman getum við lagt grunn- inn að skemmtilegu sumri á árinu 2007. Ég hef ætlað mér að halda opinn fund með stuðningmönnum okkar en vegna anna ekki komið honum fyrir. Ég mun halda þenn- an fund strax á nýju ári þar sem farið verður yfir verkefni sumars- ins, hópinn og annað efni tengt næsta keppnistímabili. Hlakka til að sjá ykkur. Allir sem einn .... áfram KR! Teitur Sundkona ársins úr röðum KR-inga Sterkur hópur KR sundmanna á aldrinum 13-15 ára hefur unnið til margra verðlauna í sínum aldur- flokki á þessu ári. KR telpnaveit- in staðfesti þennan árangur sinn á Íslandsmótinu sem fram fór i Laugardal í lok nóvembermánað- ar þegar sveitin setti Íslandsmet i telpnaflokki 13- 14 ára í 4 x 50 m skriðsundi á tímanum 1.55.86 Sveitina skipuðu Elín Melgar, Helga Valgerður Gunnarsdóttir, Sif Pétursdóttir og Arna Margrét Ægisdóttir. KR-telpnasveitin bætti einnig telpnametið í 4 x 50 m fjór- sundi þegar hún synti á tíman- um 2.08.62. Eldra metið átti ÍRB, 2.11.80 sek., sett 2005. Hrefna Hörn efnilegust og Ragnheiður sundkona ársins Sunddeild KR fékk tvær góðar viðurkenningar á uppskeruhátíð Sundsambands Íslands sem fram fór í lok Íslandsmótsins. Hrefna Hörn Leifsdóttir var kjörin efnileg- asta sundkona Íslands og Ragn- heiður Ragnardóttir var útnefnd Sundkona ársins 2006 fyrir stiga- hæsta sund íslenkra sundkvenna á tímabilinu. Ragnheiður í úrslitum og með 3 Íslandsmet á EM Fjórir íslenskir sundmenn tóku þátt í Evrópumeistaramótinu i sundi í Finnlandi 7 - 10 desember. Ragnheiður Ragnarsdóttir setti Íslandsmet í 50 m og 100 m skrið- sundi og 100 m fjórsundi. Ragn- heiður náði inn 16 manna úrslit í 50 m skriðsundi á tímanum 25.59 sek. Hrefna Hörn Leifsdóttir á NMU Norðurlandamót unglinga í sundi fór fram í Finnlandi 2. - 3. desember. Hrefna Hörn Leifsdótt- ir, 14 ára, var ein þeirra 7 íslensku sundmanna sem tóku þátt. Hrefna synti 50 m, 100 m og 200 m baksund á mótinu og náði 8. sæti þegar hún setti Reykjavikurmet í telpnaflokki á tímanum 35.21 sek. Viðurkenningar til ungra sundmanna Yngstu sundmenn félagsins hitt- ast reglulega i KR heimilinu þar sem veittar eru viðurkenningar fyrir góða ástundun og framfarir i hverjum hópi fyrir sig. Afhentur er farandbikar fyrir 1. sætið auk þess sem sundmenn i 2 og 3 sæti fá viðurkenningaskjal fyrir frammi- stöðuna. KR rekur sundskóla fyrir börn á aldrinum 4 -7 ára, þar sem kennsla fer fram tvisvar i viku í Austurbæjarskóla og Sundhöll- inni. Í hverjum hóp eru 8 - 10 nemendur sem læra réttu sund- tökin undir handleiðslu tveggja kennara. Skráning á vorönn fer fram hjá sund@kr.is eða í síma 690 - 6500. Gjald fyrir vorönnina er 14.800 krónur. Árlegt stjörnuljósasund KR og Vesturbæjarlaugar fer fram fimmtudaginn 28. desember kl. 17.00. Þá hittast sundmenn, for- eldrar og laugargestir og synda í lauginni með stjörnuljós i hendi. Allir eru velkomnir, veitingar í boði KR og Vesturbæjarlaugar. Öllum sundmönnum KR er boð- ið að taka þátt í Jólamóti félagsins sem fram fer i Laugardalslaug 17. desember kl. 13.- 16.00. Á mótinu er keppt i 50 m skriðsundi og 100 m fjórsundi auk þess sem, eldri sundmennirnir keppa i nokkrum aukagreinum. Þá fer einnig fram keppni i boðsundi milli stjórnar og þjálfara félagsins. Ragnheiður Ragnardóttir var útnefnd Sundkona ársins 2006 fyrir stigahæsta sund íslenskra sundkvenna á tímabilinu og Hrefna Hörn Leifsdóttir var kjörin efnilegasta sundkona Íslands. www.kr.is Teitur Þórðarson, þjálfari meistaraflokks KR í karlaflokki. Hópur KR-inga með viðurkenning- ar fyrir ástundun og framfarir. Gengið á eins konar stultum. Stolt móðir fylgist með af athygli. Líf og fjör í íþróttaskóla barnanna í KR-heimilinu

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.