Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 6
„Melaskóli 60 ára” heitir ný bók sem komin er út á vegum bókaútgáfunnar Skruddu. Bókin er yfir 500 blaðsíður með fjölda ljósmynda. “Hugmyndin að því að gefa út lifandi bók um sögu Melaskólans er nokkurra ára gömul,” segja þeir Ívar Gissurarson og Stein- grímur Steinþórsson eigendur bókaútgáfunnar Skruddu, sem mjög hefur haslað sér völl á und- anförnum árum, er sannarlega hluti af Vesturbænum og er til húsa í Örfirisey sem nú er yfir- leitt kölluð Grandagarður. “Saga Melaskólans sem gefin er út í tilefni af 60 ára afmæli skól- ans er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og þó víðar væri leitað. Í bókinni er fjallað um sögu skólans í máli og myndum og jafnframt for- vera hans, Skildinganesskóla. Ein- nig er í bókinni kennaratal með fæðingar- og dánarárum og skrá yfir alla nemendur 12 ára bekkja frá upphafi ásamt bekkjarmynd- um. Síðast en ekki síst ber að nefna stuttar hugleiðingar nem- enda frá ýmsum tímum um veru sína í skólanum,” segir Ívar Giss- urarson. Steingrímur nefnir nokkur þekkt höfundarnöfn í þessu sambandi, s.s. Sigurjón M. Egilsson ritstjóra, Ellert Schram, Þorstein Pálsson ritstjóra og fyrrum sendiherra og forsætisráðherra, Geir Haar- de, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Jónínu Leós- dóttir blaðamann og rithöfund, Gerði Steinþórsdóttur, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund og Lísu Pálsdóttur dagskrárgerðarmann. Auk þess skrifar fjöldi annarra ein- staklinga um vist sína í Melaskóla og Vesturbænum. Vinnsla bókarinnar hófst fyrir 5 árum Þeir Ívar og Steingrímur eru spurðir um framvindu verksins. Ívar segir: „ Að útgáfu bókarinn- ar hefur verið unnið með hléum frá árinu 2001. Árin 2001-2003 var unnið að tölvuskráningu á bekkj- arklöddum allra 12 ára bekkja 1947-2001. Þá voru allar bekkjar- myndir í eigu skólans skannað- ar og hafist handa við greiningu á þeim. Á vormánuðum 2006 hófst síðan vinna við lokafrágang verksins. Ásgeir Guðmundsson, sagnfræðingur var ráðinn til að skrifa sögu skólans og nemendum 2001-2006 bætt við skrána. Þá var einnig hafinn undirbúningur að útsendingu gagna til allra fyrrver- andi nemenda, sem hægt var að finna, með upplýsingum sem birta skyldi í ritinu um viðkomandi. Síð- sumars voru svo send út út um 7500 bréf og létu viðbrögð ekki á sér standa. Svarbréf bárust í stríð- um straumi með leiðréttingum og fjöldi gamalla nemenda gerði sér ferð á skrifstofu útgáfunnar með bekkjarmyndir sem vantaði og einnig ýmsar merkar myndir sem tengjast sögu skólans, mynd- ir úr skólastofum, úr ferðalögum, frá skemmtunum og svo mætti lengi telja.” Bókin er bæði saga Mela- skóla og Vesturbæjarins Og Steingrímur botnar: “Hvað leiðréttingar varðar þá kom í ljós að oft höfðu bæði nöfn og heim- ilisföng nemenda verið ranglega færð til bókar í bekkjarklöddum og eins bar nokkuð á röngum fæðingardögum. Skömmu áður en gögnin voru send út var haft samband við fjölda fyrrverandi nemenda frá ýmsum tímum og þeir beðnir um að skrifa stutta pistla um veru sína í skólanum. Skemmst er frá því að segja að fjölmargir urðu við þessari beiðni og settu minningar sínar á blað. Greinar þessar sem eru 49 tals- ins eru afar fjölbreyttar og í raun ómetanlegar heimildir, ekki ein- ungis hvað varðar skólann sjálfan heldur einnig um líf, leiki og störf barna í Vesturbænum í tímans rás. Í greinum þessum má einnig greina hvílíkum breytingum hverf- ið hefur tekið á 60 árum. Götur eru malbikaðar, gangstéttir lagð- ar, stórar braggabyggðir hverfa og ný hverfi koma í stað þeirra.” Ljóst er á þessari frásögn, að saga Vesturbæjar er mjög samofin sögu barnanna í Melaskóla. Og svo var það lokaspretturinn: „Umbrot og lokavinnsla bókarinn- ar gekk með ágætum og þegar upp var staðið var hún orðin 527 blaðsíður en ekki um 400 eins og áætlað var í upphafi,” segja þeir félagar. Merkileg forsaga Melaskóla Það vita kannski ekki margir um forsögu Melaskóla, en hún er stór- merkileg. Hve margir skildu vita, að skólinn sem Melaskólinn spratt upp úr hét Skildinganesskóli? Steingrímur, sem er menntað- ur sagnfræðingur útskýrir: „Nú í haust eru liðin 60 ár frá því að Melaskóli tók til starfa. Reyndar má segja með nokkrum sanni, að skólinn hafi starfað í 76 ár, eða frá 1930, því að hann átti sér forvera, þar sem var Skildinganesskóli. Skildinganes var hluti af Seltjarn- arneshreppi, og þéttbýlismyndun hófst þar árið 1927, þegar Eggert Claessen byrjaði að selja bygg- ingarlóðir úr landi jarðarinnar og Skildinganesþorp varð til. Börnum á skólaskyldualdri í Skildinganesþorpi fjölgaði í hlut- falli við íbúafjölgunina. Foreldr- um þar þótti of langt að senda börn sín í Mýrarhúsaskóla, enda voru strætisvagnar ekki komnir til sögunnar, og þeir fáu einkabil- ar, sem voru til, varla notaðir til að keyra krakka í skóla. Seltjarn- arneshreppur komst þess vegna ekki hjá því að koma á fót skóla í Skildinganesþorpi haustið 1930. Þá var tekið á leigu húsnæði í húsi, sem nefndist Reynifell og var við Reykjavíkurveg 7. Böðv- ar Pétursson frá Selsskerjum var ráðinn kennari. Nemendur fyrsta veturinn voru 31 að tölu, aðeins fjórum færri en nemendur í Mýr- arhúsaskóla þennan vetur. Næsta vetur, 1931-32, var kennslunni haldið áfram og tekið á leigu hús- næði hjá Sigurjóni Jónssyni. Það var á annarri hæð, fjögur herbergi og eldhús. Kennari var sem fyrr Böðvar Pétursson. Með lögum frá Alþingi 8. sept- ember 1931 um stækkun lögsagn- arumdæmis Reykjavíkur voru jarð- irnar Þormóðsstaðir og Skildinga- nes í Seltjarnarneshreppi ásamt öllum lóðum og löndum, sem seldar höfðu verið frá þeim, svo og verslunarstaðurinn Skildinga- nes við Skerjafjörð, lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur frá 1. janúar 1932. Við þessa sam- einingu varð Skildinganesskóli útibú frá Miðbæjarskóla og laut stjórn skólastjóra hans og skóla- nefndar. Skólinn var sem fyrr í leiguhúsnæði, og háði það starf- semi hans. Í febrúar 1932 var lagt fram á fundi skólanefndar bréf frá foreldrum skólabarna í Skild- inganesi, þar sem farið var fram á, að reist yrði sérstakt skólahús þar suður frá. Svo er að sjá, að ein- hver börn í Skildinganesi hafi sótt Miðbæjarskólann. Siðan sama ár samþykkti skólanefndin, að kennsla allra skólaskyldra barna í Skerjafirði (þeirra foreldra, sem óskuðu þess) færi fram í Skildinga- nesi og reynt yrði að auka við hús- næðið. “ Melaskóli tekur til starfa Í stríðslok komst skriður á mál- in, að byggður skyldi nýr barna- skóli. Ný skólanefnd Skildinganes- skóla var skipuð árið 1946. Í henni áttu sæti Steinþór Guðmundsson, formaður, Auður Auðuns, Stein- grímur Guðmundsson og Arngrím- ur Kristjánsson. Það kom í hlut nefndarinnar að skipuleggja starf hins nýja Melaskóla og ráða kenn- ara og annað starfsfólk, enda tók Melaskólinn við hlutverki Skild- inganesskóla, sem hætti starfsemi vorið 1946. Melaskólinn tók til starfa í byrun október 1946 og voru nemendur 855. Nokkuð vant- aði á, að skólinn væri fullgerður, en með bráðabirgðaaðgerðum var unnt að taka allmargar skóla- stofur i notkun en halda þó jafn- framt áfram vinnu við að ljúka byggingunni. Vel var vandað til smíði Melaskóla, og hafa húsa- kynni hans verið notuð við mót- töku erlendra þjóðhöfðinga og til ýmissa hátíðahalda á vegum Reykjavíkurborgar. Þegar leiðtoga- fundur Reagans og Gorbatsjovs var haldinn í Reykjavík haustið 1986, fengu erlendir fréttamenn inni í skólanum. Jafnframt því sem Melaskól- inn tók til starfa voru skólahverfi Mela,- Miðbæjar- og Austurbæj- arskóla endurskipulögð, og kom það til framkvæmda 1. október 1946. Þegar sýnt þótti vorið 1946, að byggingu Melaskólans yrði það langt komið, að kennsla gæti haf- ist þar um haustið, var hafinn und- irbúningur að því að endurskipu- leggja skólahverfin. Skiptingin var miðuð við þann nemendafjölda, sem Melaskólinn gat rúmað full- gerður. Leitast var við, að sem jafnast kæmi í hlut hvers skóla. Þetta olli því, að mörg börn flutt- ust á milli skólahverfa og urðu að sækja skóla þess hverfis, sem þau voru búsett í. Smíði Melaskóla lauk árið árið 1948, þegar leikfimisalur skólans var fullgerður, og hófst leikfimi- kennsla 16. mars það ár. Veturinn 1948-49 var starfrækt gagnfræða- deild við skólann. Starfsemi hans var með hefðbundnum hætti, en auk venjulegrar kennslu var starfrækt lesstofa fyrir stirðlæs börn og tíma varið til kvikmynda- sýninga á hverjum vetri. Seinna bættist við danskennsla fyrir 12 ára börn, sem fór fram í námskeið- um, og sama máli gegndi um sund- kennslu í Sundhöll Reykjavíkur, sem hófst veturinn 1956-57. Henn- ar nutu börn á aldrinum 9-12 í þrjár vikur. Skólaárið 1968-69 nutu allir nemendur skólans að und- anskildum nemendum í 1. bekk sundkennslu, og fór hún sem fyrr fram á námskeiðum. Sami háttur var hafður á í Mela- skóla og í Skildinganesskóla, að yngri börn byrjuðu mánuði fyrr í skólanum á haustin en eldri, þau yngri 1. september og þau eldri 1. október. Skólanum lauk 31. maí. Haustið 1964 byrjuðu 10 ára börn 12-E árið 1955 ásamt Inga Kristinssyni umsjónarkennara og síðar skólastjóra. 6 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2006 Skrudda gefur út sögu Melaskólans: Saga skólans samofin sögu Vesturbæjar á 20. öld Ívar Gissurarson og Steingrímur Steinþórsson, eigendur Skruddu. Frá jólaskemmtun á sjöunda áratugnum.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.