Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Page 8

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Page 8
8 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2006 - þar er fyrirhugað hjúkrunarheimili og fjölbýlishús Auglýst hefur verið deiliskipu- lag Lýsisreits, þ.e. reits sem mar- kast af Framnesvegi, Grandavegi, Eiðsgranda og Hringbraut. Tillagan verður kynnt á heima- síðu skipulags- og byggingarsviðs www.skipbygg.is undir “mál í kynn- ingu” auk þess hangir hún uppi í sýningarsal. Haldinn var kynning- arfundur að Aflagranda 40 þann 12. desember sl. Ekki er að efa að margir Vesturbæingar sem og aðrir hafi áhuga á deiliskipulagi þessa reits, og eflaust berast einhverjar athugasemdir. Deiliskipulagstillaga reits sem markast af Grandavegi, Eiðsgranda, Hringbraut og Framnesvegi gerir ráð fyrir stækkun gömlu Lýsislóð- arinnar. Hún skiptist í tvær lóðir, fjölbýlishúsalóð að norðan næst Eiðsgranda og lóð undir hjúkrun- arheimili að sunnan. Lagt er til að heimilt verði að byggja fjölbýlis- hús með u.þ.b. 100 íbúðum á 8-9 hæðum. Í fjögurra hæða byggingu hjúkrunarheimilis er gert ráð fyrir allt að 90 vistmönnum. Bílastæði verða undir lóðunum og að hluta ofanjarðar. Deiliskipulag Bráðræð- isholts sem er innan þessa reits er að mestu leyti óbreytt, en þar verða leyfðar minniháttar breyting- ar og viðbyggingar. Þar er lagt til að vernda götumyndir og að friða steinbæ að Grandavegi 40. Lítils- háttar viðbyggingar og breytingar verða mögulegar á raðhúsum við Lágholtsveg og á JL-húsi. Kvaðir um gönguleiðir verða gegnum reit- inn í framhaldi Lágholtsvegar og þvert á stefnu hans sitt hvoru meg- in við fyrirhugað hjúkrunarheimili. Fyrir liggur greinargerð Haraldar Ólafssonar veðurfræðings um vind- áhrif á svæðinu. Lýsisreiturinn fyrr á þessu ári. Deiliskipulag Lýsisreits kynnt Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Arnar GuðborgDagný Rakel KongaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 9 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við erum flutt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. Grandagarði 5 • Reykjaví . 5 salon salo .i Fjölskylda í Vesturbænum óskar eftir góðri ömmu/barnfóstru til að gæta ungabarns 6 tíma á dag 4 daga vikunnar. Upplýsingar í síma 551 3789 eða 861 5899 eftir kl 14.00 Barnfóstra óskast

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.