Allt um íþróttir - 01.05.1951, Blaðsíða 23

Allt um íþróttir - 01.05.1951, Blaðsíða 23
— íþróttamenn undir smásjánni — Af mörgum glæsilegum afrekum í frjálsíþróttum s.l. sumar, munu fá hafa komið jafnmikið á óvart og árangur Norðmannsins Audun Boysen’s í 800 m. hlaupi, en hann hljóp vegalengdina á 1:48.7, sem var bezti árangur, sem náðist á árinu í þeirri grein og jafnframt nýtt Norðurlandamet.. Það var árið 1945, sem Boysen kynntist fyrst frjálsíþróttum, en þá var hann aðeins 16 ára gamall. Hann keppti á drengjamóti og varð fyrstur í 60 m. og langstökki, en þriðji í kúluvarpi. Hann byrjaði samt ekki að æfa reglulega með keppni fyrir augum fyrr en 1947, en þá strax kom líka ágætur árangur eða 50.4 í 400 m. og 1:53.3 í 800 m., en þeim tíma náði hann í þriðja skipti, sem hann hljóp vegalengdina. Árið 1948 flutti hann til Oslo og gekk í íþróttafélagið „Tjalve“. Þjálfari félagsins, Asbjörn Jansgaard, tók nú Boysen undir sína hand- leiðslu og honum á hann sjálfsagt mikið að þakka þann árangur, sem hann hefur náð. Hann æfir mikið í skóglendi og kann vel við sig, þegar hann ráfar urn í friðsæld skógarins. Hann er á móti mjög erf- iðum æfingum, en hugsar þeim mun meira um stílæfingar. Það er byrjað á löngum gönguæfingum i október einu sinni til tvisvar í viku fram í desember, síðan er hafizt handa í janúar, æfingunum fjölgað og hlaupið af og til. ,,En umfram allt, aldrei að erfiða á æfingum, iþróttirnar eiga að vera leikur", segir Boysen. voru um þessar mundir taldir einna snjallastir knattspymumenn hér. Svona smáatvik, sem hvorki áhorfendur eða flestir samherjar veita sérstaka eftirtekt, geta haft úrslitaþýðingu fyrir getu nýliða í leik. Hin atvikin eru, þegar ég fyrst stóð á erlendum knattspymu- velli, í utanför Vals þetta sama ár. Það er erfitt að lýsa þeim tilfinn- ingum, sem grípa mann á slíkum stað, er íslenzki þjóðsöngurinn er leikinn. Loks mun ég ávalt minn- ast fyrsta landsleiksins, við Dani 1946, en hann er mönnum enn í fersku minni. Með þátttöku í íþróttum eignast maður fjölda vina, bæði meðal samherja, mótherja og áhorfenda, sem maður þó svo oft veldur von- brigðum. Margir áhorfendur skapa oft góða stemmningu í áríðandi leik. Erlendir knattspymumenn hrósa að verðleikum reykvískum áhorfendum, en þó held ég, að það yrði skrítin knattspyma, sem leik- in yrði á vellinum, ef leikmenn færu í öllu eftir hinum velmeintu leiðbeiningum áhorfenda hverju sinni. En mér finnst einn galli á áhorfendum okkar, og hann er sá, að þeir virðast oft hafa meiri skemmtun af því, er klaufalega tiltekst, en ánægju, þegar vel er gert, og full tortryggnir em marg- ir þeirra í garð dómarans. Sigurður Ólafsson. IÞRÓTTIR 167

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.