Alþýðublaðið - 01.12.1919, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
i
Khöfn 29. nór.
Fjármálasamband.
Fregn frá Vínarborg hermir, að
öU slafnesk ríki muni að líkindum
Sanga í fjármálasamband-
Austurríki gjaldþrota?
Símað er frá Vínarborg, að þar
eð austurrísku stjórnina vanti fé
til ríkisrekstursins, sé hún að ráða
íneð sér, hvort ekki eigi að gefa
^andamönnum í hendur ríkis-
reksturinn.
Harðstjórn Englendinga.
Fregn frá París segir, að for-
tnaður Egyptalands sendinefndar
blaðsins „Chicago Tribune* kæri
yfirráð Engleudinga í Egyptalandi
®g biðji Wilson hjálpar.
€ftir kðsttMgamar.
Loksins er úr rústum risinn
Feykjavíkurbær.
Sveinn og Möller bera blysin,
birtan er svo skær.
Kaupmannsstéttin varðar veginn,
verður ratinn harla feginn.
^ykurhneykslis voðavandi
víkja skal úr landi.
Af því Jón er flatur fallinn,
frjáls er verzlun enn;
aftur komnir upp á pallinn
yfirburðamenn,
það er að segja í prútti og prangi
°g prúðmannlegum yfirgangi,
ðráttarvélar viðskiftanna,
velmegun sem banna.
Sveinn mun aldrei Sjálfstjórn
blekkja.
Svo er okkar kvörn
hrossasöluhneykslið malar,
fisest um landseinokun galar!
sér ei aðrar svartar hliðar,
sjálfstæðíð þó riðar.
^ioggi veður vafurloga,
vantar ekki þrótt,
sendill neðri svæluvoga
Sveimar dag og nótt,
eins og Skotta eða Móri
1 öllum gættum sést á slóri
■Hundrað alda forna fræði *
flytur sá í næði.
Steingervinga, draugadranga,
dýrðar sveipar blæ.
Aftur á bak er gott að ganga,
greið er leiðin æ.
Þróun fjöidans fórna ætti
fornöldin ef ráða mætti,
aðeins nokkrir ríkir ráði
rotnunar á láði.
Fjáðir eigi þý og þræla,
— það er stefnuskrá, —
sem að ekkert mega mæla,
meira’ en nei og já.
Þrældómur ef þróttinn lamar,
þeir skulu fara upp gyllingshamar
og svo þaðan allír hrapa
ættar fyrir stapa.
Hrafn.
Hm daginn 03 Teginn.
Öll móttökunefnd austurrísku
barnánna tekur nú á móti sam-
skotum til ferðakostnaðarins.
Alþingi er kratt saman 5. fe-
brúar 1920.
ísland kom í gærdag og lagð-
ist á ytri höfninni vegna ofsaveð-
urs. Það lagðiat að hafnarbakkan-
um í morgun.
Lagarfoss fer vestur og norð-
ur um land á morgun.
För Noröan- og Yestan-pósts
er frestað þangað til í íyrramálið
(þriðjudag) kl. 8. í dag verður
pósthúsið aðeins opið til kl. 6 e. h.
Friðarmerki. Um allan heim
eru nú hafin samskot til þess, að
gera við skemdirnar á dómkirkj-
unni í Reims; og á hún að verða
nokkurskonar minningarmerki um
alheimsfriðinn. Hér í bæ verður í
dag byrjað að selja merki í þessu
augnamiði. Þau verða seld á póst-
húsinu, í bönkunum eg víðar hér
og einnig á öllum brófhirðingum
út um land. Aðalafgreiðsla í Aust-
urstræti 7. Ætlast er til að menn
lími merki þessi á bréfin til kunn-
ingja sinna.
Læknar bæjarins hafa orðið
ásáttir um, að hækka frá og með
deginum í dag, borgun fyrir lækn-
isverk. Síðast var taxtinn hækk-
aður 1916. Ætli Mbl. kenni þeim
ekki um verðhækkunina, næst
þegar vörur hækka í verði, eins
og það hefir kent verkamönnum
um verðhækkun á vörum hingað
til?
Stephán G. Stephánsson
Þá er þetta alkunna og stór-
merka skáld, sem þrátt fyrir mikla
erfiðleika, hefir orkt geysimikið af
ágætum Ijóðum, var hór á ferð
sumarið 1918, fyrir tilstilli margra
aðdáenda sinnaj var honum ger^
ýmislegt til sæmdar. Gefið út sér-
stakt Ijóðasafn eftir hann, honum
flutt kvæði, gerð af honum greypt
mynd og ýmislegt fleira. Þá voru
og teknar af honum Ijósmyndir,
meðal annars ein, sem ein af hin-
um upprennandi listakonum vor-
um hefir stækkað og látið prenta
í New-York. Mór hefir gefist kost-
ur á að sjá mynd þessa, og er
hún að mínum dómi mjög vel
gerð og verulega lík skáldinu.
Hún er í arkarstærð, rauðbrún á
lit og prentuð á ágætan pappír.
í stuttu máli mjög eiguleg og
sjálfsagt er, fyrir alla þá, sem
Stephán þekkja, annaðhvort af
kvæðum hans eða persónulega,
að útvega sér þessa mynd með-
an kostur er á. En hún verður
seld á götum bæjarins í dag og
næstu daga. Myndin er mjög ódýr
og þeir, sem kaupa hana slá tvær
flugur í einu höggi, styrkja unga
listakonu og eignast ágæta mynd
af Klettafjalla skáldmæringnum.
I. J.
Xoli konungur.
| Eftir Upton Sinclair.
(Frh.).
En Hallur beindi tilfinningum
þessum brátt á bug, og áður eu
varði leit hann á þetta alt öðrum
augum. Framar öðru vöktu nám-
urnar eftirtekt hans. Þar gat að
líta heilar borgir grafnar inn undir
fjöllin og voru aðalgöngin margra
rasta löng. Dag einn laumaðist
Hallur burt frá vinnu sinni og
tókst ferð á hendur með „lest*
einni og sá í fyrsta skifti með
eigin augum hið fprðulega, marg-