Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.09.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 18.09.2015, Blaðsíða 40
M ikil umræða hefur verið á undan-förnum árum um það hversu mjög mataræði, meltingin og virkni hennar virðist hafa á heilbrigði okkar. Eitt af því sem vitað er að hafi veruleg áhrif á það hvernig við þróum með okkur sjúkdóma er svokallað bólguástand, en það er í sjálfu sér náttúrulegt viðbragð sem við þurfum til að berjast við sjúkdóma. Ónæmiskerfi okkar er öllu jöfnu svo fullkomið að það veit hvenær það á að berjast og af hvaða afli til að ráða niðurlögum árásar hverju sinni. Við þekkj- um öll einkenni eins og roða, bólgu eða hita sem líkaminn framkallar með þessari virkni sinni bæði staðbundið líkt og þegar við fáum einfalda bólu og svo almennt þegar við fáum flensuna svo dæmi séu tekin um tímabundinn vanda. Öllu f lóknara ferli er það þegar við glímum við langvarandi bólguástand eins og gigtar- sjúkdóma, psoriasis, ristil- bólgur og ýmsa fleiri sjálfs- ónæmissjúkdóma. En svo virðist sem álag og undir- liggjandi bólga leiði líka til hjarta og æðasjúk- dóma, krabba- meina og ýmis konar lífsstíls- sjúkdóma eins og þeir eru jafnan kallaðir, en einn- ig til andlegs vanda líkt og kvíða og þung- lyndis. Margir vilja tengja þetta bólguástand við mat a r æði og samspil þess við meltingarflóru einstaklinga. Mikil rann- sóknarvinna er í gangi í tengslum við þetta og óhætt að segja að ekki séu öll kurl komin til grafar ennþá. Áherslan er á ein- staklinginn hérna þar sem við vitum að ekki eru allir með sömu þarmaflóru, né bregðast eins við mismunandi mataræði. Því er svo mikilvægt að geta metið hvern og einn í stað þess að gefa bara almennar leiðbeiningar. Vísindamenn við Gautaborg- arháskóla og víðar eru nálægt því að gefa okkur nánari svör og verður spennandi að fylgjast með. Svokölluð flóra einstaklings er margþætt og samanstendur af á bilinu 300-1000 tegund- um baktería og er almennt stabíl hjá einstak- lingum, þó getur hún raskast við ýmislegt. Má þar nefna sýklalyfjanotkun, þyngdartap eða þyngdaraukningu einstaklinga og ekki síst mataræðið sjálft sem hefur veruleg áhrif á hver samsetning þarmaflórunnar er auk fjölda annarra atriða. Hlutverkið er margþætt og við skiljum það ekki enn fullkomlega en fyrir utan það að taka þátt í „meltingunni“, niðurbroti matar og svo útskilnaði að lokum, er hún nauðsynleg til að geta tekið upp orku- efni, vítamín og steinefni. Þarmaflóran brýtur niður óæskileg efni, ver slímhúðina og hjálpar henni, heldur niðri óæskilegum vexti annarra baktería og virkar á ónæmiskerfið með beinum og óbeinum hætti auk áhrifa hennar á efnaskipti okkar. Það er því auðvelt að ímynda sér tengsl við hina ýmsu sjúkdóma samhliða röskun á þarmaflóru og mikilvægi hennar. Mjög svo flókin ferli eru til staðar í meltingunni og snýst hún því ekki eingöngu um að geta los- að sig við það sem innbyrt er heldur öllu held- ur hversu gagnlegt eða skaðlegt það er sem við borðum og drekkum hverju sinni. Í stuttu máli má segja að því minna sem matur er unninn eða v iðbættur sykri eða viðlíka, því hollari er hann. Því minni hiti sem notað- ur var við eldun hans því betra. Borða eplið í staðinn fyrir að drekka djúsinn og fá þann- ig trefjar og pektín með, hið sama gildir um alla ávexti og grænmeti. Umræðan um kol- vetni, fitu, prótein og mismunandi matar- kúra tengdum þeim er efni í annan pistil en ljóst er að sú samsetning hefur líka áhrif, en sannarlega einstaklingsbundið. Líklega er augljósast af öllu framansögðu að ekki er hægt að gefa sömu leiðbeiningar fyrir alla og vantar okkur því sárlega að geta greint þetta betur sem vonandi tekst í náinni framtíð. Hægðir og heilbrigði Unnið í samstarfi við Doktor.is. Orsakir Skortur á efninu Intrinsic Factor sem er framleitt í maganum, er algengasta orsök skorts á B12. Hlutverk efnisins er að flytja B12 úr fæðunni og inn í blóðrásina. Orsakir skorts á Intrinsic Factor eru myndun mótefna gegn þeim frumum sem framleiða efnið. Þessar frumur deyja og með tíð og tíma þróast B12 skortur og blóðleysi vegna þess sem nefnist blóðhvarf. Einkenni Fyrstu einkenni eru þreyta, ör hjartsláttur, andþyngsli og svimi. Ef blóðleysið er mjög mikið getur fólk fundið fyrir hjartakveisu, höfuðverk og verkjum í fótum við gang vegna lélegs blóðflæðis. Þar að auki eru mörg einkenni sem benda til skorts á B12, svo sem rauð, ert og jafnvel slétt tunga, minnkað bragðskyn, meltingarörðugleikar, vindgangur og breyttar hægðavenjur. Skortur á B12 kemur einnig niður á taugafrum- unum sem hefur áhrif á húðskyn og minnkar titringsskynið. Einkennin geta einnig verið andleg svo sem minnisleysi, þunglyndi og vitglöp. Batahorfur Án meðferðar leiðir sjúkdómurinn til dauða. Lækning fæst með því að uppræta orsökina eða bæta upp vítamínskortinn með sprautum. Með því að neyta fjölbreyttrar fæðu og fylgjast með einkennum og leita læknishjálpar verði þeirra vart er hægt að taka á B12 vítamínskorti. Sýklalyfjanotkun ÍSlendinga Þjáist þú af B12 vítamínskorti? Blóðleysi er af völdum skorts á rauðum blóðkornum. Hlutverk þeirra er að taka upp súrefni í lungunum og skila því til frumna líkamans. B12 er nauðsynlegt til framleiðslu rauðu. Skortur á B12 verður yfirleitt vegna þess að líkaminn getur ekki unnið B12 úr fæðunni eða vegna skorts á B12 í fæðunni. Hægt er að bæta upp skortinn með B12 sprautum annan til þriðja hvern mánuð. Orsök Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefj- anna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum. Áhættuþættir Um tvítugt byrjar æðakölkun að myndast og ágerist með árunum. Það sem eykur líkurnar á æðakölkun eru: n Reykingar n Fjölskyldusaga um æðakölkun n Sykursýki n Of hár blóðþrýstingur n Offita n Streita n Of lítil hreyfing n Karlmenn eru líklegri en konur að fá hjartasjúkdóma Hjarta- og æðasjúkdómar Hjarta- og æðasjúkdóma eru sjúkdómar í slagæðum líkamans. Þeir eru yfirleitt af völdum æðakölkunar. Einkenni fara eftir því hvaða æðar líkamans eiga í hlut en algengast er að þau komi frá hjarta, heila eða fótum. Hve algengur er sjúkdómurinn? Krabbamein í ristli (og endaþarmi) er 3ja algengasta krabbameinið sem greint er hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Það greinast um 120 einstaklingar árlega með þetta krabbamein og um 50 Íslendingar deyja árlega af völdum þessa sjúk- dóms. Er mögulegt að fyrirbyggja ristil- krabbamein? Þessari spurningu er hægt að svara játandi og ekki er deilt um það lengur. Flest þessara krabbameina hafa góðkynja forstig, sem nefnt er kirtilæxli eða ristilsepi. Um 20-25% þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa þegar myndað þessa sepa, en ekki nema lítill hluti þeirra (4-6%) verður illkynja. Í baráttunni við þennan sjúk- dóm er mikilvægt að þekkja fyrstu einkenni hans. Eru greiningaraðferðir flóknar og hættulegar? Þessu er hægt að svara neitandi. Megin rannsóknaraðferðirnar eru tvenns konar: leit að blóði í hægðum og ristilspeglun. Athugun á blóði í hægðum er einföld, ódýr og hættulaus rannsókn. Í nær öllum apótekum landsins er hægt að kaupa hægðaspjöld til að framkvæma þessa rannsókn. Ristilspeglun er ná- kvæmari, en flóknari og fyrirhafnar- meiri, en að sama skapi nákvæmari rannsókn til að greina þessi mein. Hvert stefnir? Flestir eru sammála um að ekki sé lengur réttlætanlegt að hika varðandi ráðleggingar um skimun fyrir þessu krabbameini. Sem stendur er fyrst og fremst deilt um „bestu“ aðferðina en því hefur verið haldið fram að besta aðferðin sé raunverulega sú sem beitt er. Landlæknisembættið hefur gefið út leiðbeiningar um skimun fyrir ristilkrabbameini hjá einkennalausu fólki á aldrinum 50-75 ára og mælir með því að leita að blóði í hægðum árlega. Jafnframt eru leiðbeiningar fyrir þá einstaklinga sem eru í meiri áhættu að fá þennan sjúkdóm. Unnt er að nálgast þessar leiðbeiningar á vefsíðu Landlæknisembættisins (www.landlaeknir.is). Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær skipu- lögð skimun verður framkvæmd í hinum ýmsu löndum. Við Íslendingar getum tekið forystu á þessum vett- vangi vegna mikillar kunnáttu og reynslu af skimunaraðgerðum sem framkvæmdar hafa verið hér á landi í áratugi með einstökum árangri. Forvarnir gegn ristilkrabbameini Ristilkrabbamein er lífshættulegur sjúk- dómur sem er þó oftast læknanlegur ef hann greinist nógu snemma. Þar skipta þekking og árvekni sköpum. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar með þátttöku nokkur hundruð þúsund einkennalausra einstaklinga á aldrinum 45–75 ára. Niðurstöður þessara rannsókna eru skýrar og benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúk- dóms um 15% til 40%. Sýklalyfjanotkun er hlutfallslega mest á fyrstu fjórum árum ævinnar en minnst á aldrinum 10-14 ára. Notkunin hjá yngstu aldurshópunum hefur þó farið minnkandi frá árinu 2011 en það ár hófst bólusetning ungbarna gegn pneumókokkum. Notkunin eykst svo með hækkandi aldri. Notkun sýklalyfja, mæld í fjölda ávísana miðað við 1000 íbúa á ári, utan heilbrigðisstofnana, eftir aldri: Aldur Fjöldi 0-4 1247 5-9 438 10-14 312 15-19 618 20-39 580 40-64 694 65+ 1004 2013 Aldur Fjöldi 0-4 1247 5-9 438 10-14 312 15-19 618 20-39 580 40-64 694 65+ 1004 2011 Aldur Fjöldi 0-4 1247 5-9 438 10-14 312 15-19 618 20-39 580 40-64 694 65+ 1004 2012 Aldur Fjöldi 0-4 1247 5-9 438 10-14 312 15-19 618 20-39 580 40-64 694 65+ 1004 2014 n 0-4 n 5-9 n 10-14 n 15-19 n 20-39 n 40-64 n 65+ PISTILL Teitur Guðmundsson læknir 40 heilsutíminn Helgin 18.-20. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.