Aldan - 23.09.2014, Page 21

Aldan - 23.09.2014, Page 21
www.fmgehf.is FMG (Fiskmarkaður Grindavíkur) – nýtt fyrirtæki í Grindavík – býður útgerðum upp á alhliða skipaþjónustu. Þegar skip koma inn til löndunar tekur FMG að sér löndun, flokkun og lestun aflans á flutningstæki. Fyrirtækið býður einnig upp á slægingarþjónustu. Í alhliða skipaþjónustu FMG má einnig nefna þrif á lest og að koma ís og beitu um borð fyrir næstu veiðiferð svo fátt eitt sé nefnt. Þjónustuteymið alltaf klárt Þjónustuna er hægt að panta í gegnum síma eða í gegnum nýja vefsíðu fyrirtækisins, www.fmgehf.is, ýmist samdægurs eða með nokkurra daga fyrirvara, allt eftir því hvernig aðstæður eru. Við pöntun á þjónustu ábyrgist FMG að þjónustuteymi sé klárt í viðkomandi höfn um leið og skipið leggst að bryggju. Þótt FMG leggi höfuðáherslu á Grindavík tekur fyrirtækið einnig að Alhliða skipaþjónusta sér sambærilega þjónustu í öðrum höfnum á SV-horni landsins. „Öll þjónusta FMG gengur öðru fremur út á það að gera nánast hvað sem er fyrir viðskiptavininn, en grunnurinn í öllu okkar starfi er persónulegt viðmót og traust þjónusta,“ segir Vignir Óskarsson, framkvæmdastjóri FMG. Allt á einum stað „Við leggjum kapp á að viðskiptavinurinn geti fengið allt á einum stað. Þá erum við að tala um alla smávöru, beitu og veiðarfæri frá Voot Beitu og hvers kyns aðföng önnur á samkeppnisfæru verði. FMG er í nánu samstarfi við Voot Beitu og við veitum jafnt íslenskum sem erlendum skipum og bátum alla þá skipaþjónustu sem óskað er eftir,“ segir Vignir.

x

Aldan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.