Austurland - 19.09.2013, Blaðsíða 2
2 19. september 2013
Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstaðir, sími 471-1616.
Opnunartími mán-,miðviku- og föstudaga
9-17, þriðju- og fimmtudaga 9-19.
Árangursrík meðferð fyrir alla.
20% afsláttur af Academie
sýrumeðferð.
Upplýsingar í síma 471-1616.
Verið velkomin.
Frábær meðferð
sem jafnar áferð
og fullkomnar
hreinsun
húðarinnar, þéttir
húðholur, kemur
jafnvægi á
fituframleiðslu,
viðheldur mýkt
húðar, veitir rakajafnvægi, sléttir úr fínum línum, örvar
frumuendurnýjun og dregur úr litablettum í húð.
Í þessu tölublaði Austurlands er aðallega fjallað um íþróttalíf á Austurlandi. Þegar ég fór að kanna málið kom það mér á óvart hversu mikið væri í boði á öllu Austurlandi. Góða og jafnvel fullkomna
aðstöðu til íþróttaiðkunar, bæði innandyra og utan, var að finna í flestum
sveitarfélögum fjórðungsins. Auk þess kom í ljós að ungmenna- og
íþróttafélögin sem halda utan um starfsemina á flestum stöðunum voru
stofnuð á fyrri hluta síðustu aldar og eitt þeirra hélt upp á aldarafmæli
sitt á þessu ári og annað upp á níræðisafmælið. Bæði þessi félög, Huginn
á Seyðisfirði og Þróttur í Neskaupstað, eru meira að segja enn í fullu fjöri
þrátt fyrir háan aldur. Íþróttafélög og íþróttaaðstaða er þó einskis virði
ef enginn hefur áhuga á að nýta sér það sem í boði er en ég tel að ljóst sé
að íþróttalíf á Austurlandi sýni svo ekki verði um villst að Austfirðingar
hafi bæði áhuga á og vilja til að taka þátt í því.
Ég stundaði ekki íþróttir þegar ég var ung. Ég veit ekki hvort eitthvað slíkt
var í boði á Vesturlandi þar sem ég bjó til tíu ára aldurs en tel það þó líklegt
miðað við aldur félaganna hér fyrir austan. Íþróttir höfðuðu engan veginn
til mín og mín vegna hefði alveg mátt sleppa íþróttatímunum í skólanum. Á
fullorðinsárum hefur þó stundum hvarflað að mér að taka þátt í einhverjum
íþróttum, t.d. einhverri boltaíþrótt, en til þess hefur mig skort kjark. Mér
finnst alltof mikil keppni í öllum íþróttum og ég held að ég gæti ekki þolað
það að vera atyrt fyrir að klúðra einhverju tækifæri fyrir liðið. Mér finnst að
íþróttir eigi að vera leikur þar sem maður skemmtir sér og eflir líkamann en
það er eitthvað sem mun koma okkur til góða á efri árum. Það er ekki eðlilegt
að drengir á fyrstu árum grunnskóla komi grenjandi inn úr frímínútum af
því að einhver þeirra skaut framhjá og þeir töpuðu leiknum. Ég reyni að
telja börnunum mínum trú um að íþróttir séu leikur en ekki keppni en það
er eins og það fari inn um annað eyrað og út um hitt.
Ef til vill mun ég fullnægja þörf minni fyrir íþróttir í einhverri íþrótt þar
sem maður keppir eingöngu við sjálfan sig. Reyni að verða betri útgáfa af
sjálfri mér og verð þá vonandi jafn langlíf og íþróttafélögin sem ég nefndi
hér að ofan. En langlífi er ekki eins mikils virði án góðrar heilsu. Því er
nauðsynlegt að við styrkjum líkama okkar áður en það er orðið of seint
og stuðlum um leið að betri andlegri heilsu. Tækifærin eru í það minnsta
til staðar hér á Austurlandi.
Halldóra Tómasdóttir
ritstjóri
Leiðari Heilbrigð
sál í hraustum
líkama
AUSTURlAnd 13. TBl. 2. ÁRGAnGUR 2013
Útgefandi: fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi
Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Halldóra
tómasdóttir, sími 471-3119 & 852-1911, netfang: ht@me.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 4.400 eintök. dreifing: Íslandspóst-
ur. - Blaðið er aðgengilegt á Pdf sniði á vefnum www.fotspor.is.
Fríblaðinu er dreiFt í 4.400 eintökum Á öll Heimili Á auSturlandi OG HOrnaFirði auk dreiFbÝliS.
blaðið liGGur einniG Frammi Á HelStu þét tbÝliSStöðum Á auSturlandi.
Gildi hamingjunnar
Egilsstaðaskóli er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfs-
verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu. Verkefnið
heitir ABC of well being – action, balance and caring.
Verkefnið er í anda heilsueflandi skóla og eru skólar frá
fimm löndum aðilar að verkefninu. Það eru skólar í Nor-
egi, Finnlandi, Þýskalandi, Slóveníu og Grikklandi. Verk-
efnið er tveggja ára verkefni og er þetta síðara starfsárið.
Meðal þess sem unnið hefur verið með í verkefninu
er leikjabox þar sem leikjum frá löndunum hefur verið
safnað saman og búið til box utan um þá. Boxið er svo
aðgengilegt fyrir kennara og nemendur. Einnig hefur
verið búin til matreiðslubók þar sem nemendur hafa
safnað saman réttum, bæði léttum réttum og þjóðlegum.
Í síðustu viku voru þemadagar í Egilsstaðaskóla
sem tengdust verkefninu og var þemað hamingjan eða
happiness. Á þemadögunum var unnið með spurninguna
,, Hvað gerir mig hamingjusama/n”. Eins og sést af mynd-
unum tóku nemendur fúslega þátt. a
Sandra María fraM
kvæMdaStjóri Uía
Sandra María Ásgeirsdóttir hefur tekið við störfum
sem starfandi framkvæmdastjóri UÍA. Hún mun gegna
stöðunni fram þar til Hildur Bergsdóttir snýr aftur úr
barneignarleyfi.
Sandra María tekur við stöðunni af Gunnari Gunnars-
syni sem hverfur til annarra starfa. Hann mun þó áfram
gegna stöðu formanns UÍA.
Sandra María er fædd árið 1989 og lauk B.Sc. prófi í
ferðamálafræði frá Háskóla Íslands í vor. Hún er stúdent
frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og er með diplómu
í einkaþjálfun frá lýðháskólanum í Söndeborg.
Sandra María kom til starfa hjá UÍA í maí og starfaði
í sumar sem farandþjálfari sambandsins ásamt því að
sinna öðrum verkum.