Austurland - 19.09.2013, Blaðsíða 14

Austurland - 19.09.2013, Blaðsíða 14
14 19. september 2013 Fimleikastarf Hattar Vegna umfjöllunar Austurlands um íþróttastarf á Austurlandi var ákveðið að leggja nokkrar spurn- ingar fyrir Auði Völu Gunnarsdóttur um fimleikastarf Hattar. Hvernig kom það til að farið var að byggja upp fimleikadeild hér fyrir austan? Fimleikadeild Hattar var stofnuð formlega sem deild innan Hattar árið 1986 en var búin að vera starfandi í tvö ár áður. Stofnendur deildarinnar voru Hólmfríður Jóhannsdóttir og Unnar Vilhjálmsson og voru þau einnig fyrstu þjálfara deildarinnar. Síðan hefur fim- leikadeildin starfað samfleytt í 29 ár. Hvað stunda mörg börn fimleika í vetur og eru það færri eða fleiri en undanfarin ár? Í fimleikadeildinni eru u.þ.b 215 börn sem æfa frá 2 ára aldri upp í 19 ára aldur. Í hópi sex ára og eldri erum við með um 140 iðkendur. Við höfum verið með svipaðan fjölda undan- farin ár, í ár hefur verið fækkun hjá okkur og meðal annars vegna þess að við lögðum niður áhugamannahóp þar sem við höfum ekki pláss til að taka við öllum þessum fjölda. Hvaðan af Austurlandi koma börnin sem stunda fimleika hjá Hetti? Það er mjög skemmtilegt og að- dáunarvert hvað margir foreldrar leggja á sig til að koma börnunum sínum á æfingar. Við höfum iðkendur frá Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpa- vogi og Seyðisfirði. Eru fleiri fimleikadeildir hér fyrir austan? Fimleikar eru á Höfn og síðasta vetur voru fimleikar á Fáskrúðsfirði og vonandi eigum við eftir að sjá fim- leika á fleiri stöðum á Austurlandi. Er eitthvað á döfinni að fara að bjóða upp á parkour og fimleika fyrir fullorðna? Eins og áður hefur komið fram vantar fimleikana betri aðstöðu og meiri tímafjölda til að geta boðið upp á fleiri hliðargreinar innan fim- leikanna. Við höfum fengið beiðn- ir um að byrja með þessa tíma en deildin getur það því miður ekki. Hvernig er aðstaðan til fimleika- iðkunar hér á Fljótsdalshéraði og hvernig gæti hún verið betri? Aðstaðan er ekki góð í dag og iðk- endur og þjálfarar þurfa að leggja mikla vinnu á sig fimm sinnum í viku við að byggja upp íþróttasalinn með fimleikaáhöldum og ganga frá eftir æfingar. Foreldrar koma inn einu sinni í viku til að aðstoða svo hægt sé að byrja á réttum tíma. Iðkend- ur sem eru komnir langt í greininni æfa við erfiðar aðstæður og lítið ör- yggi. Í dag erum við að fara suður á æfingar með iðkendur sem þurfa. Í vetur munum við fara með yngri einstaklinga til Akureyrar til að framkvæma flóknari æfingar við öruggar aðstæður, æfingar sem við reynum svo að keyra við okkar að- stæður. Draumur fimleikaiðkenda er að fá viðeigandi aðstæður til að æfa í en það þýðir fimleikahús. Hvað telur þú að framtíðin beri í skauti sér fyrir fimleikana? Eru þeir komnir til að vera hér á Austurlandi? Ég tel að fimleikarnir séu komn- ir til að vera. Við erum með stór- an hóp iðkenda og þar af stúlkur í meirihluta. Ég tel að deildin sé löngu búin að sanna sig með því að starfa samfellt í 29 ár. Ef þú mættir ráða og til væru ótakmarkaðir peningar hvernig væri þá draumaaðstaðan? Þá fengjum við fimleikahús við íþróttahúsið á Egilsstöðum eins og búið er að teikna. Fimleikarn- ir fengju betri aðstöðu og þá tíma sem þeir þurfa fyrir iðkendur sína. Aðrar greinar innan íþróttafélags Hattar myndu njóta góðs af þar sem meira rými yrði fyrir aðrar greinar í íþróttahúsinu okkar á Egilsstöðum. Það er mikið íþróttalíf á Egilsstöðum og íþróttafélagið okkar blómstrar. Ég tel það mjög mikilvægt að bæj- arfélagið hlúi vel að þessu mikla og góða forvarnarstarfi sem fer fram hjá íþróttafélaginu Hetti á Egils- stöðum. a tónliSt fyrir alla Í vikunni hljómuðu tónleikar Tónlistar fyrir alla um Austur- og Norðaustur- land. Óveðrið setti að vísu aðeins strik í reikninginn og seinkaði tónleikun- um um einn dag. Dúó Stemma og Páll og Lauf- ey ferðuðust á milli grunnskóla og léku fyrir nemendur. Tónlist fyrir alla leitast við að bjóða upp á vand- aða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur. Boðið er upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barn- anna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best. Samtals voru haldnir 25 tónleikar í vikunni. Fyrstu tónleikarnir voru á Egilsstöðum og í Fellabæ. Dúó Stemma með þeim Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara ók norður fyrir og endaði ferð sína á Akureyri en Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítar- leikari keyrðu firðina einn af öðrum og enduðu á Hofgörðum í Öræfa- sveit. Það er vonandi að hver einasti austfirski nemandi hafi notið tón- listarinnar. Þetta vilja börnin sjá! Fyrsta sýning haustsins í Menn- ingarmiðstöðinni Sláturhúsinu er farandmyndlistarsýningin „Þetta vilja börnin sjá!“ en þar gefur að líta myndskreytingar í íslenskum barna og unglingabókum sem gefn- ar voru út árið 2012. Sýningin var opnuð fimmtudaginn 29. ágúst síð- astliðinn og verður opin á opnunar- tíma Sláturhússins til 26. september en auðsótt er að fá séropnanir fyrir hópa. „Þetta vilja börnin sjá! er sýning á myndskreytingum úr nýútkomn- um íslenskum barnabókum og hef- ur slík sýning verið haldin árlega í Gerðubergi frá árinu 2002. Markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabók- um. Þátttakendur keppa jafnframt um íslensku myndskreytiverðlaun- in sem kennd eru við Dimmalimm. Verðlaununum er ætlað að hvetja bæði útgefendur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Dóm- nefnd velur eina bók og voru úrslitin kunngerð í Gerðubergi við opnun sýningarinnar, 27. janúar. Sýningin er farandsýning og hefur hún verið sett upp víða um land síðustu ár. Þar á meðal í Sláturhúsinu. Þátttakendur í sýningunni í ár eru: Aðalheiður Vigfúsdóttir, Agung Wulandana, Áslaug Jónsdóttir, Berg- rún Íris Sævarsdóttir, Birgitta Sif Jónsdóttir, Erla María Árnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Gunnar Júlíusson, Heiða Björk Norðfjörð, Hólmsteinn Össur Kristjánsson, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, Íris Auður Jónsdótt- ir, Jean Posocco, Karl Jóhann Jóns- son, Kerry Reidy, Leonardo Ariza, Nunung Nurjannah, Ólafur Gunn- ar Guðlaugsson, Rosaria Battiloro, Salbjörg Rita Jónsdóttir, Sigrún Eld- járn, Smári Rúnar Róbertsson, Unn- ur Valdís Kristjánsdóttir,Vladimiro Rikowski, Þórarinn Már Baldursson, Þórarinn Leifsson.“ Frá og með 1. sept verður opið í Menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga kl.: 18.00 -22.00 og laugardaga kl.: 13.00-17.00 Myndin sem fylgir fréttinni er úr bókinni sem hlaut Dimmalimm verðlaunin fyrir árið 2012 þar sem Birgitta Sif Jónsdóttir myndskreytti bókina Ólíver. a Höttur á fimleikamóti á Selfossi í maí sl. Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 ÓKEYPIS FLUTNINGUR! Fráb ært úrv al Gott verð Gæði 25 ára reynsla Skoðið úrvalið á www.minnismerki.is

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.