Austurland - 30.04.2014, Qupperneq 5
530. apríl 2014
Skólaskrifstofa Austurlands
Aðstoðarskólastjóra og kennarastöður
Við eftirtalda skóla á svæði Skólaskrifstofu Austur-
lands eru lausar stöður næsta skólaár:
EGILSSTAÐASKÓLI
Umsjónarkennsla og íþróttir á Egilsstöðum. Um-
sjónarkennsla við nýja deild skólans á Hallormsstað.
GRUNNSKÓLI BORGARFJARÐAR
Umsjónarkennsla í 1. – 4. bekk. Umsóknarfrestur er
til 16. maí.
GRUNNSKÓLI DJÚPAVOGS
Aðstoðarskólastjóri, stjórnunarhlutfall 50%.
Tölvukennsla, smíðar, íþróttir, enska, danska, heim-
ilisfræði og handavinna. Einnig vantar umsjónar-
kennara í 1. bekk.
LEIKSKÓLINN BJARKATÚN
Aðstoðarskólastjóri, stjórnunarhlutfall 15-20%.
Stöður leikskólakennara, tvær 100% stöður, fimm
88% stöður og ein 50% staða.
LEIKSKÓLAR FJARÐABYGGÐAR
Óska eftir að ráða lærða leikskólakennara til starfa.
Skólarnir eru Sólvellir, Dalborg, Lyngholt og Kæribær.
Sjá nánar á heimasíðu Fjarðabyggðar.
GRUNNSKÓLI REYÐARFJARÐAR
Stærðfræði á unglingastigi, hönnun og smíðar.
VOPNAFJARÐARSKÓLI
Smíðakennsla 50% staða.
Laun samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Um-
sóknarfrestur er til 3. maí 2014.
Nánari upplýsingar um stöðurnar veita viðkomandi
skólastjórar og ber að skila umsóknum til þeirra.
Einnig eru frekari upplýsingar á heimasíðu Skólaskrif-
stofunnar www.skolaust.is og á heimasíðum viðkom-
andi sveitarfélaga.
HVERJIR ERU ÞETTA?
Enn höldum við áfram að birta myndir frá Héraðs-
skjalasafni Austurlands. Hér kemur mynd sem kemur úr
myndasafni Austra af ungum skákmönnum.
Engar upplýsingar bárust um síðustu mynd, myndina
af íþróttamönnum en hún kom úr myndasafni UÍA. Birtum
við hana því aftur (innfelld) í þeirri von að einhver beri
kennsl á mennina.
Upplýsingar frá lesendum eru vel þegnar og er þeim
sem geta gefið þær bent á að hafa samband við Arndísi
eða Magnhildi í síma 471 – 1417. Netföng: arndis@heraust.
is eða magnhildur@heraust.is.
Kirkja vikunnar
Áskirkja
Kirkja vikunnar að þessu sinni er Ás-
kirkja í Fellum. Þessi fallega sveita-
kirkja stendur við Lagarfljót og er
útsýni frá kirkjunni stórkostlegt. Að
venju er textinn um kirkjuna fenginn
úr riti Vigfúsar Ingvars Ingvarssonar
Kirkjur og kirkjugöngur í Múlapró-
fastsdæmi.
Áskirkja í Fellum var reist úr
timbri árið 1898 er sr. Þórarinn
Þórarinsson þjónaði sókninni og
var Vigfús Kjartansson frá Sand-
brekku yfirsmiður. Kirkjan var vígð
30. október þetta ár. Loft er yfir í
vesturenda kirkjuskips. Ferstrend-
ur turn er á vesturenda kirkjuinnar
með stórum trékrossi. Hvelfing er í
kirkjunni allri. Á hvorri hlið eru þrír,
stórir, bogadregnir járngluggar og
þrír minni á vesturstafni. Skrúðhús
er í forkirkju.
Áður stóð á sama grunni all-
myndarleg timburkirkja en eitthvað
minni, frá 1851. Úr þeirri kirkju er
altaristaflan sem er litlu eldri en sú
kirkja. Hún sýnir Krist á krossinum
og er erlend og ekki vitað hver lista-
maðurinn var. Predikunarstóllinn
og númerataflan eru sömuleiðis úr
þessari gömlu kirkju.
Meðal merkra gripa kirkjunnar er
gamall, fallegur silfurkaleikur með
patínu e.t.v. sá sem getið er í bisk-
upsvísitasíu árið 1637. Þá á kirkjan
þjónustusett (ferðakaleik, patínu og
vínílát í látúnshylki) sem líklega er
verk Vigfúsar Frydendal silfursmiðs
á Skeggjastöðum í Fellum frá því um
1840. Fagurlega útsaumaðan patínu-
dúk á kirkjan. Um aldur hans er óvíst
en hans er fyrst getið svo öruggt sé í
vísitasíugerð frá 1832. Kirkjuklukk-
ur eru tvær og önnur þeirra talin
forn. Árið 1883 er getið um gamlan
skriftastól í kirkjunni „með gylltu
skinnsæti.“ Vandaðan skírnarfont
gaf Kvenfélagið Dagsbrún, sumarið
1973, í tilefni af 75 ára afmæli kirkj-
unnar. Hann er fagurlega útskorinn
af Þórarni Stefánssyni frá Mýrum í
Skriðdal. Safnaðarfundur árið 1892
samþykkti „að kaupa harmoníum
handa kirkjunni af sjóði hennar.“
Fyrsti organistinn mun hafa verið
Sigurður Jónsson í Hrafnsgerði. Nú
er í kirkjunni ítalskt rafmagnsorgel.
Það mun hafa verið á 8. áratugnum
sem hljóðfærið og kórfólk fór upp
á loft.
Ás er forn kirkjustaður (Maríu-
kirkja – Undir Ási) en var bænda-
eign til 1662 er Brynjólfur biskup
Sveinsson keypti jörðina og gaf
hana kirkjunni. Sóknin nær yfir
Fell (áður Fellahrepp) frá Skógar-
gerði til Hrafnsgerðis. Ásprestakall
var sameinað Valþjófsstaðarpresta-
kalli 22. desember árið 1883 og síð-
asti presturinn á Ási, sr. Sigurður
Gunnarsson, fluttist í Valþjófsstað
vorið 1884 en þaðan hefur sókninni
verið þjónað frá þeim tíma. (Sigurð-
ur Gunnarsson þessi var föðurbróðir
Gunnars Gunnarssonar skálds en
foreldrar Gunnars bjuggu á Val-
þjófsstað hjá Sigurði þegar Gunnar
fæddist eins og lýst í fyrsta bindi
Fjallkirkjunnar (innskot ritstjóra)).
Eftir að verulega fjölgaði í Fella-
bæ vildu sumir flytja kirkjuna þang-
að eða byggja kirkju þar út frá en
um 13 km eru inn að Ási. Sóknin
festi kaup á 200m2 húsnæði í fjöl-
notahúsinu í Fellabæ þar sem inn-
réttaður var rúmgóður safnaðarsalur,
fundarherbergi og skrifstofa ásamt
eldhúsi, snyrtingum og geymslu og
vígði biskup Íslands Kirkjuselið 16.
nóvember árið 2003. Kirkjuselið hef-
ur, auk þess að nýtast sókninni til
helgihalds og annars safnaðarstarfs,
oft hýst sameiginlega starfsemi safn-
aða á Héraði. Þjónustuhús var reist
við Áskirkju 2008 og sá Tréiðjan Ein-
ir ehf um að byggja það. Það er klætt
sams konar, standandi klæðningu
og upprunaleg klæðning kirkjunnar.
Heimild: Vigfús Ingvar Ingvars-
son. 2011. Kirkjur og kirkjugöngur
í Múlaprófastsdæmi. a
GRÁSLEPPA
Kaupum ferska óskorna
Grásleppu um allt land.
Tökum einnig verkuð
hrogn til útutnings.
Fiskislóð 34, 101 Reykjavík
Sími 520-7302 (Ragnar)