Dagrenning - 01.02.1953, Side 7

Dagrenning - 01.02.1953, Side 7
DAGRENNING 1. TOLUBLAÐ 8. ÁRGANGUR REYKJAVÍK FEBRÚAR 1953 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1196 Við þessi áramót er Dagrenning með nokkrum hætti stödd á sérstök- um vegamótum. Hún hefir nú komið útí7 ár og allan þann tíma verið auka- verk manns, sem hlaðinn var öðrum störfum. Hún hefir borið þessa greini- leg merki, en einkum þó síðustu árin, því störf mín í félagsmálaráðuneyt- inu urðu með hverju árinu meiri og meiri umfangs og það hlaut að ganga út yfir þann tíma, sem Dagrenningu var ætlaður. Flest af því, sem skrifað er í Dagrenningu tvö síðustu árin, er annað- hvort skrifað á stuttum tíma og án aðstöðu til endurbóta og viðauka, vegna þess hve skammt var orðið til útkomudags, eða það er skrifað að kvöld eða næturlagi, stundum eftir erfiðan sarfsdag. Mér var það Ijóst þegar fyrir tveimur árum, að þar hlyti að koma, að annaðhvort yrði að víkja, skrifstofustjórastarfið, sem ég gegndi, eða Dag- renning. Og mér var það þá þegar Ijóst, að þegar að þessu kæmi yrði það Dagrenning, sem sigraði í þeirri baráttu. Og nú er þetta fram komið. í fébrúarmánuði 1952 sagði ég lausu skrifstofustjórastarfi mínu með tilskildum uppsagnarfresti, en þar sem félagsmálaráðherra kom það betur, að ég gegndi starfinu nokkrum mánuðum lengur varð ég við þeim tilmæl- um, þar sem hann hafði snýt mér mikinn vinskap og velvild við þessa breytingu á högum mínum. ★ Það er ávallt svo, þegar látið er af starfi, sem lífsafkoma manns bygg- ist á og maður er tengdur traustum böndum, að því fylgir í fyrstu nokkur söknuður. Félagsmálaráðuneytið var mér kært og starfsfólk þess geðþekkt og traust fólk, sem gott var að vera samvistum við. Þar hafði ég ótæmandi verkefni og það einmitt á því sviði, sem ég nú orðið hefi mesta þekkingu á og kunnugleik. Hafi ég verið hæfur til að gegna nokkru starfi var það einmitt þessu starfi. En þau viðfangsefni, sem félagsmálin buðu upp á, voru mér ekki nægi- leg. Þau fullnægðu á engan hátt þeirri innri þörf, til að fást við andlegri málefni, sem með hverju árinu sem leið varð ríkari og áleitnari hið innra með mér. Og hér var það Dagrenning, sem þyngst og fastast sótti á og mestar kröfur gerði. Og mér var það Ijóst frá þeirri stund er þessara hugleiðinga varð fyrst vart hjá mér, að hönd Drottins var hér að verki. Hann hafði með DAGRENNING 1

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.