Dagrenning - 01.02.1953, Page 11

Dagrenning - 01.02.1953, Page 11
hann: Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar og þá mun helgidómurinn aftur verða kominn í samt lag.“ Og í sama kapí- tula segir ennfremur: „Og. sýnin um „kveld og morgun“ sem um \ ar talað, hún er sönn; en leyn þú þeirri sýn, því að hún á sér lang- an aldur.“ (Dan. 8. kap. 13., 14., 26.). Hugs- um oss riú að þennan spádóm ætti að skrá á einhverskonar táknmáli t. d. á steinvegg í musteri eða öðrum helgidómi. Mundi ekki verða að gera það með einhverskonar lengd- armáli? Og til þess að það lengdarmál skild- ist, yrði að nota einhverja þekkta lengdarein- ingu, sem þá yrði látin tákna ákveðið tímabil. Væri fjarstætt að hugsa sér, að þessi 2300 „kveld og morgnar" væru t. d. táknuð með 2300 þumlunga langri rás í vegginn? Það er erfitt að hugsa sér að það gæti orðið sýnt á einhvern annan \'eg. En einmitt þetta er grundvöllurinn undir táknmáli eða spámælingum Pýramídans mikla. Gangar hans og salir eiu táknmál, sem mannkvnið verður að læra „að lesa úr“ líkt og menn hafa lært að lesa úr táknletri horf- inna kvnslóða. Salimir og gangamir sýna ákveðin tímamót í sögu þjóðanna og þegar fundinn hefir verið fastur punktur og mæli- kvarði, sem örugg vissa er fvrir að sé réttur, er unnt að mæla frá þeim punkti fram og aftur, og reyna þannig að sannprófa hvort rétt er skilið eða lesið úr tímaspádóminum. Eins verða menn að gæta mjög s\'o vel, og það er, að rugla aídrei saman tilgáfu þess manns, sem reynir að þýða spádóm og því, sem raunverulega gerist þegar In'nn til- tekni spádómur kcmur fram. — Tilgátan er ávallt frá meira eða minna ófullkomnum manrii komin, en það, sem raunvcrulega ger- ist, er það, sem Guð hefir ákveðið og birt er í spádómnum, þótt mannlegum skilningi sé það oftast ofraun að skilja það og skýra áður, að öllu leyti rétt. * Með þetta í huga skulum við nú athuga ganga og salakerfi Pýramídans mikla, fvrst með sérstöku tilliti til dagsetningarinnar 20. ágúst 1953, og síðan með tilliti til ársins í heild. Best er því að reyna að átta sig á myndinni á bls. 6 þar sem allt ganga og salakerfið er sýnt ásamt helztu ártölunum, sem menn eru nú nokkurnveginn sammála um að séu sett á réttum stöðum. Við innganginn í Pýramídann er merkt ártalið 2623 f. Kr„ en það er byggingarár Pýramídans. Beini gangurinn, sem liggur skáhalt niður á við og endar í Neðanjarðar- salnum mikla, táknar leið þjóðanna. Leið þeirra liggur ekki upp á við til aukins, æðri þroska og sannrar menningar, heldur niður á við til síversnandi menningarásfands, unz þær lenda allar — árið 1914 — fram af brúninni og ofan í hinn myrka Neðanjarðar- sal, sem táknar lokaátök mannkynsins í villu- myrkrinu mikla og samfelldan ófrið þess um rúmlega ^oára skeið.A þessari leið eru gleggst ártölin 1521, 1740, 1815, 1870, 1914 og 1956 og kannast allir við þessi mikilvægu ártöl í sögu vestrænna þjóða. Okkur hefir verið kennt, að mannkvninu sé sífellt að „fara fram“, við séum að batna í flestum efnum og „menningin" vaxi með hinni miklu tækni vorra tíma. En raunverulega er þessu alveg þveröfugt farið. Mannkynið hefir ekki, síðan sögur hófust, staðið á lægra menningarstigi en það nú stendur á í ílestum greinum. Spilling á öllum sviðum hefir aldrei verið meiri, dráps- tæknin aldrei fullkomnari, misskunarleysið aldrei gengdarlausara, mannúðin aldrei minni, lýgin og svikin aldrei fullkomnari né jafn vísindalega skipulögð, og hræsni, skrum, blekkingar og ódrengskapur aldrei svo snilld- arlega sett í kerfi og notfært svo vísindalega sem á vorum dögum. Allt hið nýja — t. d. öll hin nýja tækni — er skilyrðislaust og á vísindalega skipulagðan hátt tekin í þjónustu DAGRENNING 5

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.