Dagrenning - 01.02.1953, Page 15

Dagrenning - 01.02.1953, Page 15
— eitt þjóðasamband — sé lokið. Það er síð- ur en svo. Erfiðleikar þeirra munu einmitt hefjast fyrir alvöru síðari hluta þessa árs. Rétt er að taka það fram hér, að ýmsir menn, sem fengist hafa við að skýra mælingar Pýramíd- ans mikla, litru svo á áður fyrr, að dagsetning- in 20. ágúst 1953, merkti endir allra vopn- aðra átaka með þjóðum heimsins. En eftir því, sem menn hafa „lært að lesa“ betur á þessa merkilegu bók, liefir þeim orðið það ljósara, að endalok slíkra átaka eru enn all- langt undan, og að 20. ágúst 1953 táknar fyrst og fremst, eins og áður segir, mikilvæg- an áfangastað, og, að því er virðist frá sjónar- miði Guðs, lokaáfangann til sameiningar þjóðar hans — ísrael. í grein, sem dr. Adam Rutherford ritaði í maí 1952, og sem nefnist „Pýramída-ártalið 1953“ (Pyramidology), seg- ir hann: „Það verður Rrst eftir 1953, sem vér munum verða vitni að hinum stórfelld- ustu hernaðarátökum, sem heimurinn nokkru sinni hefir þekkt.“ Frá 20. ágúst 1953 mun sameiningarstefnunni innan hinna engilsax- nesku og norrænu þjóða, svo og meðal þeirra þjóða, sem frjálsar fydgja þeirn að málum, stórlega vaxa fylgi, og hverri hindruninni af annari í viðskipta-, fjárhags- og menningar- samskiptum þeirra verður rutt burtu, en gagnkvæmur skilningur og vinátta þeirra í milli vaxa og samstarf þeirra á öllum sviðum batna. Herferð „Kominform" til að sundra þessum þjóðum beið höfuðósigur sinn í kosn- ingasigri Eisenhowers í Bandaríkjunum i nóvember s. 1., og þó enn þá stafi nokkur hætta af nýkommúnismanum, sem komún- istar efla nú innan allra sósíaldemokrata- flokka og víðar, mun sú tilraun þeirra einnig mistakast. ❖ Það, sem nú hefir verið rætt, á að mestu við hina ákveðnu dagsetningu 20. ágúst 1953, sem greinilega er mörkuð í Konungssal Pýra- mídans mikla sem lokadagsetning þar. En auk þess segir Pýramídinn ýmislegt fleira um þetta merkilega ár. Ártalið 1953 er eitt þeirra spádómsártala, sem sýnt er bæði uppi í Kon- ungssalnum og niðri í Neðanjarðarsalnmn. A myndinni á bls. 10 er það sýnt sem síðasti stallurinn niður í „botnlausa pyttinn“, sem svo hefir verið kallaður. Þetta táknmál hendir til þess, að á árinu 1953 muni draga til stór- tíðinda á alþjóðavettvangi og þá sennilega það, að glufan muni breikka enn til muna milli vestrænna þjóða annarsvegar og hinna austrænu jámtjaldsþjóða hins vegar. Það er margt sem bendir til þess að svo verði, enda cr leynistyrjöldin, eða „kalda stríðið“, sem ávallt er undanfari beinna liernaðarátaka, rekið með rneiri krafti en nokkru sinni fyrr. Á þessu ári — 1953 — hefst síðasti þáttur Harmagedons, sem stendur til 1956, en þá hefir „Guðs þjóð, ísrael“ — þ. e. hinar vest- rænu lýðræðisþjóðir — unnið lokasigurinn yfir Góg hinum mikla, frá llússlandi og her- skörum hans, í ógurlegustu styrjökl allra tírna, sem virðist rnuni aðallega verða á ár- unum 1955—1956. Fy rir vora kynslóð er nauðsynlegt, að gefa gaum að niðurlagi spádóms þess í Opin- berunarbókinni, sem segir frá englunum, sem hella úr „skálum Guðs reiði yfir jörðina". Þar segir: „Og hinn sjöundi (engill) helti úr sinni skál yfir loftið og raust mikil kom út úr musterinu, frá hásætinu og sagði: Það er fram komið. Og eldingar kornu og raustir og þrunmr og mikill landskjálfti, svo að slíkur hefir eigi komið frá því menn urðu til á jörð- inni, jafn ákaflega mikill landskjálfti. Og borgin hin mikla fór í þrjá hluti, og borgir þjóðanna Jirundu. Og Guð gleymdi ekki hinni miklu Babylon og gaf henni vínbikar lieiftarreiði sinnar. Og allar ey/ar hurfu og fjöllin voru ekki lengur til. Og stórt hagí, vættar þungt, fellur niður af himni yfir menn- ina, og mennirnir lastmæla Guði fyrir hagl- pláuna, því að mjög svo mikil er plágan af DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.