Dagrenning - 01.02.1953, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.02.1953, Blaðsíða 28
smáþjóð, sem til greina koma við athugun spádómsins. Einstaklingarnir eru auðvitað mismunandi á margan veg og margvíslegri svnd og annmörkum háðir. En spádómurinn á við heiJdina, að því er þetta hlutverk snert- ir, og Drottinn lítur hér á þjóðarheildina eins og hann leit á ísraelsþjóðina sem heild, er hann ákvað henni hlutverk fyr á tímum. Því fleiri einstaklingar, sem skilja hlutverk þjóðarinnar og leggja þar hönd að verki, því betur mun þjóðinni takast um lausn hlut- verks síns. Ýmsir hafa talið, að þegar sá atburður ger- ist að Lambið (Kristur) stæði á Zíonfjalli og með því 144 þúsundir — mundi það verða með þeim hætti, að Kristur yrði öllum sýni- legur. En minnumst þess, að Opb. talar á líkingamáli, og að Lambið (Kristur) getur eins verið ósýnilegur, en þó eigi að síður mik- ilvirkur, með hinum 144 þúsundum, jafn- vel áratugum saman, eins og hann var að jafnaði ósýnilegur, bæði lærisveinum sínum og öðrum, þá 40 daga, sem hann dvaldi hér upprisinn, eftir krossdauðann á Golgata. Andi lians og ósýnileg nærvera mun orka svo á hina litlu þjóð — hinar 144 þúsundir — að hún, — án þess að gera sér sérstaklega grein fvrir því, að hún sé að uppfylla merkilegan spádóm — mun nema hinn sérstaka söng Lambsins á undan öllum öðrum þjóðum, og skýra fvrir þeim þýðingu hans. VII. Hver er þá þessi smáþjóð, sem spádóm- urinn talar um — þessar 144 þúsundir? Ég hefi ekki sagt það berum orðum hér á undan, en mér er það ekkert launungar mál, að sé þetta rétt skilið, og spádómurinn rétt túlk- aður, getur hér ekki verið nema um aðeins eina þjóð að ræða, — og sú þjóð er íslend- ingar. Ég skal að lokum benda á nokkur atriði þessu til stuðnings: 1. Smáþjóðin — 144 þúsundirnar — eiga að vera af ísraelsætt. Nú er það vís- indalega sannað, þó það sé ekki enn viðurkennt, að íslendingar eru ein af hinum endurfundnu Israelsþjóðum og meira að segja sú ættkvíslin, sem ætlað var það hlutverk að vera 1 jósberi meðal þjóða heimsins. 2. íslendingar eru einmitt nú, á árinu 1953, sennilega nákvæmlega 144 þúsundir að tölu, þegar frá eru taldir útlendingar, sem með þjóðinni lifa og starfa. Það, að þjóðin fyllir þessa tölu einmitt á sama árinu, sem markar aldaskiptin og upphaf hins nýja trma, samkvæmt spá- mælingum Pýramídans mikla, og tíma- talsspádómum Biblíunnar, bendir ótví- rætt til þess, að við hana sé átt, og að hún, frá þessu ári, taki að skilja hlut- verk sitt og sinna því af fullri alvöru og einbeittni. Enginn má vænta þess, að þetta hlutverk þjóðarinnar verði al- mennt skilið og viðurkennt, hvorki af þjóðinni sjálfri né öðrum þjóðum, og ekki má þess heldur vænta, að þjóðin geri sér neina grein fyrir því, hve mikil- vægt hlutverk hennar er, því hún starf- ar ekki í eigin þágu heldur er hún í þjónustu Drottins, og það er hann, sem ávöxtinn gefur á sínum tíma. 3. Smáþjóðin íslendingar, sem nú er um 144 þús. að tölu, mun einmitt á þessu ári, 1953, taka að gera sér það fullkom- lega ljóst, að eigi hún að lifa áfram sem þjóð verður hún að hverfa til Kristin- dómsins með nýjum krafti og nýrri sókn. Þess kristindóms, sem er sannur og heilagur, og hafnar allri lýgi, blekk- ingum og hræsni kirkjunnar og stjórn- málanna. Nú á þessi litla þjóð í deilum við tvær þjóðir, sem eru henni í öllu ofjarlar og á hennar mælikvarða stór- þjóðir. Breta, út af landhelginni, og 22 dagrenning

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.