Dagrenning - 01.02.1953, Page 43

Dagrenning - 01.02.1953, Page 43
hagsmunum þessara hópa eða stétta. — Bændur hafa sinn flokk, sem allt mið- ar við ímyndaða, efnahagslega velferð þeirrar stéttar. Verkamenn liafa sinn stéttarflokk, sem krefst kjarabóta handa verkalýðnum án tillits til allra annara stétta, og kaupsýslu- menn og atvinnurekendur hafa sinn eða sína flokka, sem allt sitt starf rniða við það, að verslunargróði og verslunarskipulag haldist þeim í hag, og iðnaðarmenn og emb- ættismenn slá hring um sína hags- muni. — I þjóðfélögunum er í al- gleymingi stéttastyrjöld og veitir þessum bet- ur þetta árið, en hinum hitt. En enginn hef- ir hin kristnu heildarsjónarmið fr rir augum. Og nú er svo komið, að ekki þvkir lengur til- tökumál þótt opinberir landráðaflokkar séu stofnaðir og starfræktir f\'rir opnum tjöldum, eins og kommúnistaflokkar og nasistaflokkar. Það er fyrst og fremst til þess að berjast gegn þessari öfugþróun í þjóðfélaginu, sem hinn kristilegi stjórnmálaflokkur Noregs, Kristelig Folkeparti, var stofnaður. Fleiri og fleiri af áhrifamönnum í ýmsum br'ggðarlögum Nor- egs sjá hvert stefnir og ýmsir þeirra hafa rcynt að sveigja hina eldri stjórnmálaflokka að einhverju leyti yfir á þann grundvöll, sem K. F. stendur á, en næsta lítinn árangur hef- ir það borið. f ávarpinu, sem K. F. gaf út fr rir sveitar- stjórnarkosningarnar 1951 er að þessu vikið. Þar segir: „Vér höfum stjórnmálaflokka, sem sýna kristindóminum vinsemd og líta á hann sem nvtsaman og nauðsynlegan þátt í þjóðlíf- inu. En að dómi Kristelig Folkeparti er slík afstaða hvergi nærri fullnægjandi. Kristin- dómurinn er ekki aðeins nytsamur hlutur, sem gott er að taka með, heldur er hann aðaJatriðið, hið þýðingarmesta aí öllu. Fyrir sérhverja þjóð þýðir það hr'orki meira né minna en líf eða dauða, livort hún fý'lgir boðum Guðs, eða liafnar þeim. Á þingi og í sveitarstjórnúm er fjallað um alla þætti mannlegs lífs, einnig hina siðferði- legu. Vér höfum rnörg dæmi þess, að meiri hluti í Stórþingi og sveitarstjórnum, skipað- ur fulltrúum margra flokka, hefir gert sam- þykktir, sem eru gagnstæðar kristinni trú og siðmcnningu. Þegar svo er, telur K. F. ver- ið á helvegi og bendir á að einmitt þarna eru þýðingarmestu og hættulegustu takmörkin í hinu daglega stjórnmálastarfi. Á sviði fjármála, félagsmála og menningar- mála eru uppi margvíslegar skoðanir. En þegar um er að ræða lögmál Guðs er aðeins um tvennt að velja: með eða móti! Mistök á liinu efnislega sviði er liægt að leiðrétta, en grípi stjórnarvöldin til úrlausnar, sem eru andstæð lögum Guðs og lians eilífu siðferðis- reglum, getur þjóðin beðið tjón, sem margar kynslóðir þarf til að bæta, ef það tekst þá nokkum tíma. Þess vegna verður það kristið fólk, sení trúir á grundvallarsannindi Guðsorðs, að liafa heilbrigð samtök sín í milli til þess að geta látið til sín taka í þjóð- félagslifi og stjórnmálum.“ I þessum orðum og hinum, sem áður eru tilfærð, kemur glögglega fram meginmunur- inn á K. F. og öllum öðrum stjórnmálaflokk- um. Af þessari afstöðu leiðir, að flokksmenn K. F. eru ekki bundnir við neinar ákveðnar, flokkslegar samþykktir. Þeir gera sér grein fvrir því ln'emig hvert og eitt málefni, sem til úrlausnar er tekið á þíngi eða í sveitar- stjórn, verður best levst með þessi sjónannið fyrir augum og haga afstöðu sinni sam- kværnt því. Enginn getur orðið valinn í trúnaðarstöðu fyrir flokkinn nema hann við- urkenni opinberJega að liann sé kristinn mað- ur og trúi Guðsorði. Það er þó síður en svo að stjómmálafundir K. F. séu þannig, að öðru fremur sé þar rætt um trúmál. Venju- lega hefjast þeir þó með því að sálmur eru sunginn eða ættjarðarljóð. Að því búnu flytur aðalræðumaðurinn erindi sitt og síð- DAGRENNING 37

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.