Alþýðublaðið - 01.12.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.12.1919, Blaðsíða 4
4 ALfÝÐUBLAÐIÐ Áusturrísku börnin. í sambandi við áður útgefna auglýsingu um samskot til austnrrísku barnanna tilkynnist það nú hérmeð al- menningi, að undirskrifaðir nefndarmenn taka allir við samskotum, og að samskot eru þegin, hve smá sem eru. Rvík{ 28. nóv. 1919. Kristín Jaeohson. Ingibjörg H. Bjarnason. Inga L. Lárusd. Kristján Jónsson. Kn. Zimsen. Thor Jensen. L. Kaaber. Sigliv. Bjarnason. Halldór Hansen. cflHiGið má spara með því að verzla við cyHaupfélag v®rfiamanna, Laugaveg 22 A. Sími 728. Kaupið Brauð og Kökur frá Alþýðubrauðgerðinni. Viðurkendar ágætisvörur. Búnar til úr bezta efni. Verð á mörgu lægra en annarsstaðar. vislega, tómlega og einmanalega, sem þessi myrku völundarhús báru með sér. í námunni nr. 2 sté kolaæðin talsvert. Varð því að draga þar tómu vagnana upp á bandi, sem virtist óendanlegt, en þegar búið var að fylla þá, runnu þeir af sjálfu sér, svo að hemlarnir þurftu að vera sterkir mjög. Jók þetta mjög á hættuna í námunni, því að hæglega gat það fyrir komið, að vagn losnaði og þyti áfram með ógnarhraða, án allrar stjórnar. Kolaæðin hafði verið 4—5 feta þylck, og var það eitt af því, sem frá náttúrunnar hendi jók á píslir manngarmanna, sem þarna unnu, því að það olli því, að þeir urðu að standa bognir við vinnu sína. Eítir að Hallur hafði setið um hrið á hækjum og horft á þá vinna, þá skildi hann hvers vegna þeir gengu með höfuðið niðri í bringunni og létu handleggina hanga máttlausa niður með hlið- um sér, svo að þeir líktust gang- andi apahóp, er þeir komu frá námunum. Þeir losuðu kolin með því að höggva fyrst neðan undir þau með haka og síðan sprengja þau með púðri. Þegar þeir voru að þessari vinnu, lágu þeir á annari hliðinni, og olli það því að önnur öxlin varð stærri, en hin. Urbu þeir þann veg skakkir. Og hér fór eins og allsstaðar, að sá, sem hefir gefið nánar gæt- ur að mönnunum og lífi þeirra, hann fyrirlítur þá eigi, heldur kennir í brjósti um þá. Þarna gat að líta sérstaka kyn- *lóð manna, undirheima-vanskapn- inga, sem þjóðfélagið hafði lokað þarna inni, fyrir þeirra orsaka sakir, sem þjóðfélagið hlaut að skilja. Úti í sólskininu sáust langar vagnaraðir fullar kolum og skyldu þau sendast hingað og þangað um héiminn, til staða, sem kolanámu- maðurinn hafði aldrei heyrt nefnda og vissi engi skil á. Og þar sneru þau hjólum iðnaðarins og fram- leiddu vörur, sem aldrei áttu eftir að koma fyrir augu kolanám*- manninum. Þau skyldu framleiða dýrmætt silki handa fínum og skrautgjörnum kvennalýð, fága dýra gimsteina til ab skreyta þær með. Þau skyldu draga langar lestir mjúkra, sessulagðra vagna — draga þá yfir fjöll og eyðimerkur. Þau skyldu knýja stórar og skraut- legar fljótandi hallir burt úr storm- um vetrarins og inn á glitrandi og hlý höf hitabeltisins. Og konurnar skrautlegu áttu að skarta í silki sínu og dýrgrip- um, eta og skemta sér, liggja í hlýjum þægilegum rúmum og sofa vel — án þess að vita nokk- uð um vesalings vansköpuðu ver- urnar í fjallamyikrinu, heldur en vanskapningarnir um þær. Um alt þetta hugsaði Hallur og sigraðist á sigurgleði og hreykni Engilsaxans, og hann íyrirgaf þessum mönnum það sem við- bjóðslegt var í fari þeirra — fyrir- gaf þeim ruddaskap þeirra í orð- um, háttum og látbragði, fyrirgaf þeim það hvernig heimili þeirra var, heimilið, sem var úandi í lús — og hann fyrirgaf þeim enn- fremur, þó að krakkarnir þeirra væru óhreinir og hálfnaktir. (Frh.) Ágæt sítrónuolía, á 5 kr. pelinn, fæst í Alþýðubrauðgerðinni. Penlngfabudda fundin þ. 13. f. m. á Spítalastíg. Uppl. á afgr. Alþýðublaðsins. — Áður auglýst. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Olafar Friðrilcsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.