Morgunblaðið - 12.03.2015, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.03.2015, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 á t- - und krónur á dag, til félaga sem áttu leikmenn sem höfnuðu í fjórum efstu sætum mótsins. Greiðslurnar fara stiglækkandi og fyrir leikmenn sem voru í 21.- 24. sæti eru t.d. greiddir 75 frankar á dag, rúmlega 10 þúsund krónur. Hverju félagi sem átti leikmann í íslenska lands- liðinu, sem hafnaði í 11. sæti, verða greiddir 200 frankar, um 28 þúsund krónur, fyrir þá 11 daga sem liðu frá fyrsta leik íslenska liðsins til þess síð- asta. Alls tóku 72 leikmenn úr þýsku 1. deildinni þátt í HM í handknattleik og 56 úr frönsku 1. deildinni svo dæmi sé tekið. Barcelona og Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi áttu flesta leikmenn í keppninni, 12 hvort. Vardar Skopje, Vive Kielce og El Jaish Doha áttu 11 leikmenn hvert og Kiel og PSG 10. nd krónur til Íslands GuðmundurKrist- jánsson hefur verið skipaður nýr fyrirliði norska knatt- spyrnuliðsins Start frá Kristi- ansand. Guð- mundur, sem er 26 ára gamall og kom til Start frá Breiðabliki árið 2012, hefur borið fyrirliðabandið í leikjum Start á undirbúningstímabilinu en á síðustu leiktíð var Håkon Opdal fyrirliði liðsins. Auk Guðmundar leika Matt- hías Vilhjálmsson og markvörð- urinn Ingvar Jónsson með liði Start sem mætir Lilleström, undir stjórn Rúnars Kristinssonar, á útivelli í fyrstu umferð norsku úrvalsdeild- arinnar 7. apríl.    Guðrún Arnardóttir, varn-armaður úr Breiðabliki, lék sinn fyrsta A-landsleik í gær þegar Ísland mætti Japan í Algarve- bikarnum í knattspyrnu. Guðrún, sem var kölluð út eftir að mótið hófst vegna meiðsla Katrínar Óm- arsdóttur, var í byrjunarliðinu og spilaði allar 90 mínúturnar.    Enginn í ís-lenska landsliðshópnum var í byrjunarliði í öllum fjórum leikjum Algarve- bikarsins að þessu sinni. Gló- dís Perla Viggós- dóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Frið- riksdóttir, Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir og Hallbera Guðný Gísla- dóttir spiluðu mest en þær voru allar þrívegis í byrjunarliði og komu inná sem varamenn einu sinni hver.    Knattspyrnudeild Víkings hefursamið við markvörðinn Denis Cardaklija um að leika með félaginu næstu tvö árin. Denis lék 8 leiki með Fram í Pepsi-deildinni síðasta sumar en áður átti hann að baki rúmlega 60 leiki fyrir uppeldis- félagið Sindra á Höfn í Hornafirði.    SigtryggurArnar Björnsson, einn besti leikmaður Skallagríms í Dominos- deildinni í körfu- bolta í vetur, tjáði RÚV að hann ætli að leika áfram í úrvals- deildinni ef það býðst. Skallagrímur er fallinn úr efstu deild og Sig- tryggur er því tilbúinn til þess að söðla um. Hann hefur skorað 17 stig að meðaltali í 21 leik í deildinni í vetur og gefið um 5 stoðsendingar í leik.    Ingvar Ómarsson, hjólreiðamaðurúr Tindi hjólreiðafélagi, sem keppir fyrir Kría Racing, hafnaði í fjórða sæti í Soigneur CX Cuppen, stærsta „cyclocross“-hjólreiðamóti í Danmörku sem var haldið í Charlot- tenlund-skóginum rétt norðan við Kaupmannahöfn síðasta laugardag. Sigurvegari mótsins var Morten Laustsen. Þátttakendur voru 50 þetta árið og þar á meðal voru tveir aðrir Íslendingar, Kári Brynjólfs- son sem hafnaði í 10. sæti og Gunn- ar Guðnason sem varð í 24. sæti. Ingvar, sem hefur unnið fjölda móta innanlands á undanförnum ár- um og var valinn hjólreiðamaður ársins 2014, varð á dögunum fyrstur Íslendinga til að verða atvinnuhjól- reiðamaður. Í næsta mánuði keppir hann í tveim stærstu mótunum á sínum ferli hingað til, US Pro Cup í Los Angeles 12. apríl og Sea Otter 19. apríl. Fólk sport@mbl.is Bandaríkin fögnuðu sigri í Algarve- bikar kvenna í knattspyrnu í tíunda skipti í gær en bandaríska liðið sigraði þá Frakkland, 2:0, í úrslitaleiknum í Faro. Þýskaland fékk bronsið eftir sigur á Svíum, 2:1. Julie Johnston kom Bandaríkj- unum yfir strax á 8. mínútu og Chris- ten Press bætti við marki rétt fyrir hlé. Frakkar fengu vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Hope Solo í marki Bandaríkjanna varði frá Am- andine Henry. Bandaríkin léku til úrslita á mótinu í fjórtánda skipti og sigurinn er sá fjórði á síðustu sex árum, en Algarve- bikarinn hefur farið fram samfleytt frá 1994. Þetta var hinsvegar fyrsti úrslitaleikur Frakka sem áður höfðu leikið fimm sinnum um brons- verðlaunin og krækt í þau tvisvar. vs@mbl.is Tíundi sigur bandaríska liðsins á Algarve AFP 10. skipti Bandarísku leikmennirnir fagna tíunda sigri liðsins í keppninni. Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson, leik- maður norska úrvalsdeildarliðsins Aalesund, er í 11 manna úrvalsliði yfir bestu ungu leikmenn- ina í norsku úrvalsdeildinni sem Joacim Jons- son, sparkspekingur norska netmiðilsins Net- tavisen, hefur valið. „Grétarsson hefur staðið sig vel á undirbún- ingstímabilinu og gerir kröfu á að spila í vinstri- bakvarðarstöðunni hjá Aalesund. Hann er lík- amlega sterkur og er stöðugur í leik sínum þrátt fyrir ungan aldur. Þá er hann með góðan vinstri fót,“ segir Jonsson í umsögn um Daníel Leó. Daníel Leó er 19 ára gamall vinstri bakvörður sem var í stóru hlutverki með Grindvíkingum í 1. deildinni á síðustu leiktíð og hefur spilað með þeim frá 16 ára aldri. Hann var jafnframt fastamaður í U19 ára landsliði Íslands sem lék í milliriðli Evrópukeppn- innar síðasta vor og á 10 leiki að baki í þeim aldursflokki. Daníel gekk til liðs við Aale- sund í vetur, rétt eins og Aron Elís Þrándarson sem félagið keypti af Víkingi í Reykjavík, og þeir hafa verið í byrj- unarliði félagsins í æfinga- leikjum að undanförnu. Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst 6. apríl, á öðrum degi páska, en Aalesund leikur þá við Ros- enborg á útivelli í Þrándheimi. gummih@mbl.is Daníel Leó í úrvalsliði ungra Daníel Leó Grétarsson ALGARVE-BIKARINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Við mættum í dag klárlega best spil- andi liðinu á þessu móti, og auðvitað ríkjandi heimsmeisturum, og það verður að segjast eins og er að við vorum skrefinu á eftir þeim að flestu leyti,“ sagði Sara Björk Gunnars- dóttir, landsliðskona í knattspyrnu, við Morgunblaðið eftir 0:2-ósigurinn gegn Japan í leiknum um 9. sæti Alg- arve-bikarsins í Portúgal í gær. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði japanska liðið tvívegis á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálf- leiks. „Við áttum í raun ekki mikla mögu- leika gegn þeim. Þær eru fljótar, flinkar og agaðar, og með fáránlega góða boltameðferð. Þegar við reynd- um að pressa þær voru þær fljótar að refsa. En það var skemmtilegt og lær- dómsríkt að takast á við þær í fyrsta skipti,“ sagði Sara en íslenska liðið hefur aldrei áður mætt Japan, sem freistar þess að verja heimsmeist- aratitilinn á HM í Kanada í sumar. Íslenska liðið náði ekki að skora í fjórum leikjum sínum á mótinu en Sara sagði það ekki vera sérstakt áhyggjuefni. Áhersla á varnarleikinn „Jú, það er leiðinlegt að ná ekki að skora en við sköpuðum okkur fín færi. Í þessu móti var þetta frekar stöngin út en stöngin inn, okkur vantaði herslumuninn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Við lögðum líka að- aláherslu á að útfæra varnarleikinn og tókst það mjög vel. Gegn Bandaríkj- unum héldum við út í 90 mínútur og höfum sennilega aldrei spilað varn- arleikinn jafn vel. Við gerðum margt gott í leikjunum við Noreg og Sviss þótt þeir hefðu tapast. Við tökum margt jákvætt með okkur úr mótinu. En næsta skref verður að skerpa á sóknarleiknum, nú eigum við fyrir höndum áhugaverðan leik við Hol- lendinga í byrjun apríl, og svo snýst þetta allt um að við séum með allt í standi þegar undankeppni EM byrjar síðar á árinu,“ sagði Sara. Íslenska liðið leikur við Holland í Kórnum í Kópavogi 4. apríl en níu dögum síðar verður dregið í riðla fyrir EM 2017 sem fer einmitt fram í Hol- landi eftir tvö ár. Margrét er fyrirliðinn Hún var fyrirliði liðsins á síðasta ári, þegar Margrét Lára Viðarsdóttir var í barneignarfríi, en þær báru fyr- irliðabandið í tveimur leikjum hvor á mótinu í Portúgal. „Margrét er fyrirliði þegar hún byrjar leikina en ég er varafyrirliði, þannig að þessi hlutverk eru alveg á hreinu,“ sagði Sara um þá skiptingu. Ljósmynd/KSÍ Ísland Byrjunarliðið gegn Japan í gær. Aftari röð frá vinstri: Guðrún Arnardóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Guðmunda B. Óladóttir, Rakel Hönnudóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Hallbera Guðný Gísladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður S. Baldursdóttir.  Sara Björk segir að markaleysið í Algarve-bikarnum sé ekki stórmál  Stöngin út að þessu sinni  Ánægð með vel útfærðan varnarleik liðsins á mótinu Ekki miklar áhyggjur Faro, Portúgal, Algarve-bikarinn, leik- ur um 9. sæti, miðvikudag 11. mars. Lið Japan: Miho Fukumoto – Azusa Iwashimizu, Aya Sameshima, Meg- umi Kamionobe, Saori Ariyoshi – Mi- zuho Sakaguchi, Kozue Ando, Asuna Tanaka, Yumi Uetsuji, Asano Naga- sato – Megumi Takase, Lið Íslands: (4-5-1): Mark: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Elísa Viðars- dóttir (Glódís Perla Viggósdóttir 64.), Guðrún Arnardóttir, Arna Sif Ás- grímsdóttir, Hallbera Guðný Gísla- dóttir. Miðja: Fanndís Friðriksdóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 78.), Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Sara Björk Gunn- arsdóttir 46.), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 64.), Rakel Hönnudóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 64.). Sókn: Guðmunda Brynja Óladóttir (Harpa Þorsteins- dóttir 46.). Gult spjald: Elísa 30. Japan – Ísland 2:0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.