Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2015 Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Árvakurs, í síma 569-1332. Umsóknarfrestur er til 18. mars 2015 Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal velja almenn umsókn og tiltaka mötuneyti þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2. Viltu starfa í lifandi umhverfi? Árvakur óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti í tímabundið starf til sex mánaða. Í mötuneytinu er eldaður og framreiddur matur fyrir starfsfólk Árvakurs hf., sem gefur út Morgunblaðið. Starfið felst í undirbúningi fyrir hádegismat, þrifum í eldhúsi, uppvaski, þjónustu vegna funda og þess háttar. Eins er mikilvægt að viðkomandi geti leyst matráð af og þá eldað hádegismat fyrir allt að 100 manns Um er að ræða 50% starf, frá 10:00-14:00 en viðkomandi þarf að vera tilbúinn í 100% starf þegar leysa þarf matráð af. Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur og samstarfsfús. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Húsvörður – 103 Reykjavík Húsfélag í 103 Reykjavík óskar eftir að ráða húsvörð til starfa. Starfinu fylgir 85 m2 3ja herbergja íbúð og er búseta þar skilyrði. Starfið gæti hentað vel samhentum hjónum. Leitað er að einstaklingi sem er handlaginn, lipur í samskiptum, reglusamur, samvisku- samur, þjónustulundaður og reyklaus. Helstu verkefni: Þrif, umsjón og eftirlit með húseigninni, umhirða lóðar, minniháttar viðhald og umsjón með verktökum, aðstoð við íbúa hússins og önnur tilfallandi störf. Íbúar hússins eru 60 ára og eldri. Húsvörður heyrir undir hússtjórn. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk. Æskilegt er að mynd, ferilskrá og meðmæli fylgi. Vinsamlegast sendið umsóknir á box@mbl.is merktar: ,,Húsvörður - 25855”. Embætti listdansstjóra laust til umsóknar Embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins er laust til umsóknar. Auglýsing fyrir stöðuna með lýsingum á menntunar- og hæfnikröfum hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu, á Starfatorgi og á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Umsóknarfrestur er til 30. mars 2015. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Um safnið: Listasafn Reykjavíkur hýsir þrjú megin söfn í þremur sýningarhúsum; safn Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni, safn Jóhannesar Kjarvals á Kjarvalsstöðum og safn verka Erró í Hafnarhúsi. Safnið skal einnig safna, skrá, varðveita og sýna svo fullkomið safn íslenskrar myndlistar sem unnt er; rannsaka og sinna fræðslu um myndlist m.a. með fjölbreyttu sýningarhaldi, fyrirlestrum, leiðsögn, útgáfustarfsemi og útlánum verka og stuðla þannig að því að borgarbúum og öðrum gestum safnsins sé gert kleift að fylgjast með helstu straumum og stefnum í myndlist innanlands og á alþjóðavettvangi. Listasafn Reykjavíkur hefur jafnframt umsjón með myndverkum á almannafæri í eigu borgarinnar. Listasafn Reykjavíkur starfar samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 og lögum um skil menningarverðmæta til annarra landa nr. 57/2011, siðareglur ICOM - Alþjóðaráðs safna, menningarstefnu, ferðamálastefnu og samþykktir Reykjavíkurborgar. Sjá nánar um hlutverk og starfsemi á safnsins http://www.listasafnreykjavikur.is. Umsókn skal gera grein fyrir hvernig umsækjandi mætir öllum ofangreindum kröfum. Jafnframt er óskað eftir greinargerð að hámarki 2 A4 bls. þar sem umsækjandi lýsir framtíðarsýn sinni fyrir Listasafn Reykjavíkur. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs sem fer með framkvæmd menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg. Sviðsstjóri ræður safnstjórann til fimm ára að höfðu samráði við menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar og getur ákveðið að framlengja ráðningu safnstjóra einu sinni til næstu fimm ára. Launakjör heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar og um ráðningarréttindi gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Nánari upplýsingar veita: Sviðsstjóri svanhildur.konradsdottir@reykjavik.is og skrifstofustjóri rekstrar og mannauðsmála berglind.olafsdottir@reykjavik.is Vakin er sérstök athygli á markmiðum starfsmanna- og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem er að finna á www.reykjavik.is. Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl nk. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 15. ágúst nk. Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Ábyrgðarsvið safnstjóra: • Listrænn stjórnandi með ábyrgð á sýningadagskrá og annarri faglegri starfsemi safnsins í samræmi við alþjóðlegar siðareglur, lög og samþykktir. • Ábyrgð á stjórnun, rekstri og stjórnsýslu safnsins. Undir verksvið heyra fjármál, starfsmannamál og framkvæmd ákvarðana menningar- og ferðamálaráðs og borgaryfirvalda sem að safninu snúa. • Safnstjóri skipuleggur þjónustu safnsins gagnvart borgarbúum og gestum. Kröfur til umsækjenda: • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi. • Víðtæk þekking á innlendri og alþjóðlegri myndlist. • Góð þekking á starfsemi og rekstri listasafna. • A.m.k. 5 ára stjórnunarreynsla. • Reynsla af alþjóðlegri samvinnu á vettvangi myndlistar. • Sannfærandi leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfni. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Góð tungumálakunnátta og mikil hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. • Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er kostur. Laus er til umsóknar staða safnstjóra Listasafns Reykjavíkur Protocol Assistant Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Protocol Assistant lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 28. mars 2015. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: http://iceland.usembassy.gov/ vacancies.html Vinsamlega sendið umsókn og starfsferil- skrá á: reykjavikvacancy@state.gov The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Protocol Assistant.The closing date for this position is March 28, 2015. Application forms and further information can be found on the Embassy’s home page: http://iceland.usembassy.gov/vacancies. html Please send your application and resumé to reykjavikvacancy@state.gov Rafvirkjar SI raflagnir ehf. óska eftir að ráða rafvirkja til starfa. Um er að ræða vinnu á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar veitir Ólafur Róbertsson í síma 898 8061. SI raflagnir ehf, Iðngörðum 21, 250 Garði. S. 422 7103, siraf@siraf.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.