Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2015 7
Reykjavíkurborg
Innkaupadeild
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Sími 411 1042 / 411 1043
Bréfsími 411 1048
Netfang: utbod@reykjavik.is
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Ráðhús Reykjavíkur, háþrýstiþvottur
og sílanböðun 2015
útboð nr. 13404.
• Ingunnarskóli, utanhússmúrviðgerðir 2015
útboð nr. 13439.
• Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík 2015-2017
útboð I
útboð nr. 13435.
• Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík 2015-2017
útboð II
útboð nr. 13436.
• Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík 2015-2017
útboð III
útboð nr. 13437.
• Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík 2015-2017
útboð IV
útboð nr. 13438.
ÚTBOÐ
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
ÚTBOÐ
AKSTURSÞJÓNUSTA
Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum
í skólaakstur og rammasamning um
hópferðaþjónustu fyrir Kópavogsbæ 2015–2019.
Í verkinu felst skólaakstur fyrir grunnskóla
Kópavogsbæjar og akstur í vettvangsferðir nemenda
í grunn- og leikskólum Kópavogsbæjar, ásamt öðrum
akstri fyrir Kópavogsbæ.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn á geisladiski verða seld á kr. 10.000
frá þriðjudeginum 17. mars 2015 í þjónustuveri
Kópavogsbæjar, Fannborg 2 (1. hæð).
Tilboðum skal skila fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 22. apríl
2015 í þjónustuver Kópavogsbæjar, Fannborg 2 (1. hæð)
og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem
þar mæta.
kopavogur.is
Útboð STA-31
STAKKUR
Tengivirki Helguvík
Háspennubúnaður og uppsetning
Landsnet óskar eftir tilboðum í útvegun, uppsetningu og gangsetningu háspennubúnaðar og
hjálparkerfa fyrir Stakk - tengivirki Helguvík í samræmi við útboðsgögn STA-31.
Verkið felur í sér hönnun, útvegun búnaðar og uppsetningu, gangsetningu og handbókar-gerð
fyrir allan búnað fyrir tengivirkið með þremur 145 kV rofareitum, auk tengingar á aflspenni.
Verkinu skal að fullu lokið 29. desember 2015.
Útboðsgögn verða afhent á geisladiski í móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík frá
hádegi þriðjudaginn 17. mars 2015.
Tilboðum skal skila til móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík fyrir kl. 14:00
fimmtudaginn 9. apríl 2015.
Helstu verkliðir eru:
• Fullnaðarhönnun fyrirkomulags búnaðar í
tengivirkinu.
• Uppsetning og tenging DCB-aflrofa sem
verkkaupi leggur til, þrír rofareitir.
• Útvegun, uppsetning og tenging:
- Mælispenna, eldingavara og gegnum-
taka.
- Teinrofa með jarðrofum.
- Einangrara og skinna fyrir skinnukerfi
í lofti.
• Virkniprófanir.
• Hönnun, smíði, uppsetning og tenging:
- Stjórn- og varnarbúnaðarskápa, verk-
kaupi leggur til megin búnaðinn í skápana.
- Jafnspennukerfa, með rafgeymum og
hleðslutækjum.
• Tenging á HV, afl- og stýrirásum 50 MVA,
ONAF spennis m/OLTC.
• Hönnun, smíði og uppsetning undirstaða
fyrir mælispenna, eldingavara, strengenda-
búnað, skinna og teinrofa í rofasal og fyrir
skápa í stjórnbúnaðarrými.
• Hönnun, útvegun og uppsetning lagnagólfs
í stjórnbúnaðarrými.
Útboðsgögn nr. 20188
Stækkun Búrfellsvirkjunar
Ráðgjafarþjónusta
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í
ráðgjafarþjónustu vegna framkvæmda við
fyrirhugaða stækkun Búrfellsvirkjunar
samkvæmt útboðsgögnum nr. 20188.
Landsvirkjun áformar að stækka
Búrfellsvirkjun um 100 MW í einni
vélarsamstæðu.
Fyrirhugað er að framkvæmdir geti hafist
fyrri hluta árs 2016 og ljúki í desember 2018.
Verkefnið felst í megindráttum í
útboðshönnun, gerð útboðsgagna fyrir
framkvæmdir, aðstoð á útboðstíma, loka-
hönnun allra mannvirkja ásamt hönnunar-
rýni, aðstoð á byggingartíma og gerð tíma-
og kostnaðaráætlana.
Gert er ráð fyrir að vinna við ráðgjafar-
þjónustuna geti hafist í júní 2015 og ljúki í
desember 2018.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef
Landsvirkjunar, http://utbod.lv.is frá og með
þriðjudeginum 17. mars 2015.
Útboðið er svokallað tveggja umslaga útboð
þar sem bjóðandi skilar inn tveimur
umslögum. Annað umslagið skal innihalda
upplýsingar um nafn og hæfi bjóðanda og
hitt umslagið skal innihalda nafn og
verðtilboð bjóðanda.
Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík eigi síðar en
kl. 12.00 þriðjudaginn 28. apríl 2015 þar sem
þau verða opnuð sama dag kl. 14.00 og
verða nöfn bjóðenda lesin upp að
viðstöddum þeim sem þess óska.
Að loknu mati á hæfi bjóðenda verða
verðtilboð opnuð að viðstöddum þeim
bjóðendum sem uppfylla kröfur útboðs-
gagna um hæfi.
Sameinuðu þjóðirnar sam-
þykktu nýlega ályktun um
mikilvægi landmælinga og
alþjóðlegra landmæl-
ingakerfa. Ályktunin var
lögð fram af 52 ríkjum og
var Ísland þar á meðal.
Í ályktun þessari er undir-
strikað mikilvægi alþjóða-
samvinnu á sviði landmæl-
inga og fjarkönnunar við
vöktun á loftslagsbreytingum
og hamfarastjórnun. Segir
að auk þessa hafi mæling-
arnar víðtækt notagildi í
samgöngum, landbúnaði og
verklegum framkvæmdum.
Lögð er áhersla á opið
óhindrað aðgengi að land-
mælingagögnum um allan
heim.
Landmælingar Íslands
bera, að því er fram kemur í
tilkynningu, ábyrgð á al-
þjóðlegu samstarfi á sviði
landmælinga hér á landi.
Stofnunin haldi úti lands-
hnitakerfi og sameiginlegu
hæðarkerfi fyrir allt Ísland.
Þessi kerfi leggi samfélaginu
til áreiðanlegan grunn fyrir
nákvæmar mælingar svo
sem vegna framkvæmda og
vöktunar náttúrunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landmælingar Hvert örstutt spor, segir í ljóði nóbelsskáldsins.
Mælingarnar hafa
víðtækt notagildi
Ekki eru uppi neinar áætl-
anir um aðgerðir í þá veru
að auka hlut karla í hópi
kennara
við
grunn-
skóla í
Reykja-
vík. Þetta
kemur
fram í
svari við
fyrir-
spurn
Svein-
bjargar
Birnu Sveinbjörnsdóttur,
fulltrúa Framsóknarflokks í
borgarráði. Hún óskaði eftir
svörum um þetta og hvert
kynjahlutfallið væri meðal
stjórnenda skóla svo og
kennara.
Fram kemur í svari
Ragnars Þorsteinssonar,
sviðsstjóra skóla- og frí-
stundasviðs Reykjavík-
urborgar, til borgarráðs að
á líðandi vetri væru stöðu-
gildi kennara við grunn-
skólana 1.131. Konurnar
væru 933 eða 82% og karl-
arnir 198 eða 18%. Meðal
stjórnenda, það er skóla-
stjórar og aðstoðarskóla-
stjórar, væru konurnar 52
eða 69% og karlarnir 23 eða
31%.
Mikilvægar fyrirmyndir
„Það segir sig kannski
sjálft að þessi hlutföll
kynjanna í starfsmannahópi
skólanna þurfa að vera jafn-
ari. Kennarar eru börn-
unum mikilvægar fyr-
irmyndir og því verða bæði
kynin að vera áberandi á
uppvaxtarárum barnanna.
Aðeins þannig næst að auka
jafnréttisvitund barnanna,“
sagði Sveinbjörg Birna í
samtali við Morgunblaðið.
Sveinbjörg Birna segist
vilja kanna þetta mál frek-
ar, meðal annars í krafti
ýmissa rannsókna sem
gerðar hafa verið og sýna
fram á mikilvægi þess að
bæði kynin komi að starfi
skólanna. Segist hún jafn-
framt vilja fylgja þessu máli
betur eftir á vettvangi borg-
arstjórnar svo og annars
staðar á næstunni.
sbs@mbl.is
Skólastarf Konur eru ráðandi í kennarastétt og hjá borginni
eru ekki áætlanir sem stuðlað gætu að breytingu á því.
Hlutföll kynja í skól-
unumum séu jafnari
Konur 82% grunnskólakenn-
ara í Reykjavík Fyrirmyndir
Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir