Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2015 Félags- og skólaþjónusta A-Hún bs. auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns á sambýlinu Skúlabraut 22 á Blönduósi. Í starfi forstöðumanns/forstöðuþroskaþjálfa felst meðal annars: • Fagleg ábyrgð á þjónustu við íbúa • Samskipti við aðstandendur og við samstarfsaðila • Starfsmannahald og rekstrarábyrgð • Gerð rekstrar- og þjónustuáætlana • Þáttaka í sífelldri mótun og uppbyggingu á innra skipulagi Menntunar- og hæfniskröfur: • Próf í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða sambærileg menntun á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda. • Reynsla, þekking og yfirsýn varðandi málefni fatlaðra • Hæfni í samskiptum, samstarfi og skipulagi • Jákvæð viðhorf og drifkraftur til góðra verka • Þekking og reynsla á stjórnun/starfsmannahaldi er kostur • Hreint sakavottorð Í boði er spennandi framtíðarstarf, öruggt starfsumhverfi, faglegur stuðningur og samstarf við aðra stjórn- endur í málefnum fatlaðra á Norðurlandi Vestra. Nánari upplýsingar veitir Auður Herdís Sigurðardóttir, félagsmálastjóri, audurh@felahun.is, S:4554170. Launakjör eru samkvæmt samningum sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá berist fyrir 7. apríl til Félags- og skólaþjónustu A- Hún, Flúðabakka 2, 540 Blönduósi. Forstöðumaður á sambýli Help us to improve the service of the Icelandic Post Ipsos, one of the world’s leading market research institutes currently searches for people to partici- pate in an Europe-wide study on the quality of postal traffic. We are especially looking for business customers of Icelandic Post, but also private households are welcome. All expenses will get compensated and your participation will be rewarded with attractive gifts and gift cards. Please visit www.ipsos-UNEX.de for more information or send us an e-mail to UNEX@ipsos.com Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Árvakurs, í síma 569-1332. Umsóknarfrestur er til 22. mars 2015 Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal velja almenn umsókn mötuneyti þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2. Viltu starfa í lifandi umhverfi? Árvakur óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti í tímabundið starf til sex mánaða. Í mötuneytinu er eldaður og framreiddur matur fyrir starfsfólk Árvakurs hf., sem gefur út Morgunbl Starfið felst í undirbúningi fyrir hádegismat, þrifum í eldhúsi, uppvaski, þjónustu vegna funda og þe háttar. Eins er mikilvægt að viðkomandi geti leyst matráð af og þá eldað hádegismat fyrir allt að 100 manns Um er að ræða 50% starf, frá 10:00-14:00 en viðkomandi þarf að vera tilbúinn í 100% starf þegar leysa þarf matráð af. Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur og samsta fús. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Consular Assistant (Summer time/Temporary part-time) Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Consular Assistant í tímabundið hlutastarf. Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2015. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: http://iceland.usembassy.gov/ vacancies.html Vinsamlega sendið umsókn og starfsferil- skrá á: reykjavikvacancy@state.gov The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for a temporary part time position of Consular Assistant.The closing date for this position is April 3, 2015. Application forms and further information can be found on the Embassy’s home page: http://iceland.usembassy.gov/vacancies. html Please send your application and resumé to reykjavikvacancy@state.gov Fulltrúar Mjólkursamsöl- unnar og Íþrótta- og heilsu- fræðifélag Íslands (ÍHFÍ) undirrituðu á dögunum samn- ing um áframhaldandi sam- starf til næstu þriggja ára. Samstarf þetta, sem þótt hef- ur vera farsælt, hefur staðið frá 1994 og hefur verið unnið að ýmsum málum í krafti þess. Samkvæmt því sam- komulagi sem gert var nú í vikunni útvegar Mjólkur- samsalan um 500 starfandi íþróttakennurum víðs vegar um landið peysur merktar Íþrótta- og heilsufræðifélagi Íslands. Það voru Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, og Guðrún Valgerður Ás- geirsdóttir, fyrir hönd stjórn- ar ÍHFÍ, sem undirrituðu samstarfssamninginn að við- stöddum hópi af íþróttakenn- urum landsins. „Markmið þessara tveggja aðila fara mjög vel saman, m.a. það að minna grunnskólabörn og foreldra þeirra á mikilvægi holls mataræðis. Næringar- ríkt mataræði er grundvöll- urinn að góðri heilsu og trygg- ir þeim fjölbreytt vítamín og steinefni en að sama skapi er regluleg hreyfing, upp- byggilegar æfingar og hvers kyns íþróttir nauðsynlegar öll- um,“ segir í tilkynningu, haft eftir Guðýju Steinsdóttur. Starfsemin er stéttinni mikilvæg Samkvæmt félagatali ÍHFÍ eru 500 íþróttakennarar skráðir í félagið í dag en fjöldi þeirra sveiflast nokkuð milli ára og á ári hverju útskrifast um 50 nýir kennarar. Starf- semi félagsins er sögð stétt- inni mikilvæg og snýr hún meðal annars að endur- menntun og ýmsum sameigin- legum hagsmunum félags- manna. „Það er óhætt að segja að íþróttakennarar landsins, sem margir hverjir eru afreksfólk í íþróttum, gegni afar mikil- vægu starfi og séu fyrir- myndir grunnskólabarna um allt land. Okkur er því ánægju- lefni að leggja þessu starfi lið,“ segir Guðný Steinsdóttir. sbs@mbl.is Ljósm/Arnaldur Halldórsson Handsal Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir frá ÍHFÍ og Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri MS ganga formlega frá samningi. Starfa áfram með MS  Næringarríkt mataræði grundvöllur að góðri heilsu Fulltrúar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands undirrituðu í vikunni í samstarfssamning við Bláa lónið, sem verður einn gullsamstarfsaðilum Smáþjóðaleikanna 2015. Frá ÍSÍ undir- rituðu forsetinn Lárus Blöndal og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, samninginn ásamt Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins. „Ljóst er að ekki væri mögulegt að halda Smáþjóðaleika hér á landi án stuðnings samstarfsaðila,“ segir í tilkynningu ÍSÍ. sbs@mbl.is Bláa lónið bakhjarl Smáþjóðaleika

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.