Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2015 5 Vegna aukinna umsvifa á Íslandi og í Noregi óskar EFLA verkfræðistofa eftir að ráða í eftirtalin framtíðarstörf. RAFORKUHAGFRÆÐINGUR Með menntun og reynslu á sviði raforkuhagfræði til að starfa á Orkusviði fyrirtækisins. Á Orkusviði EFLU er unnið að ýmis konar hagrænum athugunum svo sem varðandi uppbyggingu orkukerfa, gjaldsskrár fyrir orkunotkun og orkumarkaðinn. Hæfniskröfur: • Meistaragráða í raforkuhagfræði er nauðsynleg. • Að lágmarki 2 ára starfsreynsla á sviði raforkuhagfræði. • Góð tölvuþekking og reynsla af notkun gagnagrunna er nauðsynleg. • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar. • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Frekari upplýsingar veitir Jón Vilhjálmsson, sviðsstjóri Orkusviðs. Netfang: jon.vilhjalmsson@efla.is. RAFMAGNSVERKFRÆÐINGUR - STARFSSTÖÐ EFLA AS Í NOREGI Helstu verkefni eru rafmagnstæknileg ráðgjöf og hönnun háspennulína, m.a. leiðara, einangra og tilheyrandi búnaðar. Einnig ráðgjöf á útboðs- og framkvæmdatíma svo sem gerð útboðsgagna, mat á tilboðum, eftirlit með prófunum á búnaði sem og eftirfylgni á framkvæmdatíma. Hæfniskröfur: • Meistaragráða í rafmagnsverkfræði á sterkstraumssviði er æskileg. • Góð tölvuþekking er nauðsynleg. • Kunnáttu í einhverju skandinavisku tungumáli. • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar. • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Frekari upplýsingar veitir Ragnar Jónsson, framkvæmdastjóri EFLU AS. Netfang: ragnar.jonsson@efla.no. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal berast inn í gegnum heimasíðu EFLU, www.efla.is/umsokn-um-starf, fyrir 30. mars nk. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Vilt þú EFLAst með okkur? EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir vandaða þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni. Við lítum á öll verkefni sem tækifæri til þess að stuðla að framförum og efla samfélagið. EFLA býður upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og sterka liðsheild yfir 260 samhentra starfsmanna. EFLA starfrækir dótturfélagið EFLU AS í Noregi. Félagið í Noregi hefur einkum veitt sérhæfða þjónustu við háspennulínur og önnur verkefni sem lúta að flutningi raforku en um leið þróað þjónustu við aðrar greinar verkfræði. EFLA á sér langa sögu við verkfræðiráðgjöf á norska markaðinum, í orkumálum, iðnaði og nú síðustu ár í samgöngum. HÖFÐABAKKI 9 • 110 REYKJAVÍK • 412 6000 • www.efla.is • ÍSLAND • DUBAI • FRAKKLAND • NOREGUR • SVÍÞJÓÐ • PÓLLAND • TYRKLAND Vegna aukinna umsvifa vantar okkur sölumann fyrir Komatsu, Sandvik, Miller ofl. tengt vinnuvélum. Um er að ræða krefjandi starf sem felur í sér sölu, samninga- og tilboðsgerð, ásamt heimsóknum til viðskiptavina um land allt og samskiptum við erlenda birgja. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á vinnuvélum og vinnuvélamarkaðinum. Umsækjandi þarf að vera framsækinn, áreiðanlegur, ósérhlífinn og geta skipulagt starf sitt og unnið sjálfstætt. Hann þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli. Umsóknir skulu sendar á heida@kraftvelar.is fyrir 30. mars n.k. Öllum umsóknum verður svarað. Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is Sölumaður vinnuvéla óskast! Vélstjóri / Vélavörður                                              !   " ##         $    ! %     $     $       $   $    &!   $  &     www.lodur.is ' $  &   $         ()))! %    *+ $     $  ,     -      *(    $ !             $      "       pall@lodur.is   *+! # ()*+ www.lodur.is | 568 0000 Rektorar Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans í Reykjavík (HR), þau Krist- ín Ingólfsdóttir og Ari Kristinn Jónsson, undirrit- uðu í vikunni samning milli tækni- og verkfræðideildar HR og lífvísindaseturs HÍ um aukið rannsókna- samstarf í lífvísindum þar sem sebrafiskar eru notaðir sem tilraunadýr. Í tilkynningu segir að HR hafi, í tengslum við rannsóknir í taugavísindum, byggt upp góða aðstöðu til rannsókna á sebrafiskum. Þar hafi verið þróuð tækni til atferlismælinga sem nýta megi með ýmsu móti, svo sem til lyfjaskimana. Lífvís- indasetur HÍ sé síðan sam- starfsvettvangur rann- sóknahópa sem stunda sameindalíffræðilegar rann- sóknir í því augnamiði að stuðla að samnýtingu á að- stöðu. Einnig til að byggja upp öfluga kjarnastarfsemi í lífvísindum. Starfsemi set- ursins nýtist því fólki frá fjölda stofnana. Setrið hafi nýlega komið upp svo- nefndri CRISPR-tækni til erfðabreytinga og muni leggja til sérþekkingu um erfðabreytingar á sebra- fiskum til rannsókna. Saman munu vís- indamenn beggja háskóla nýta aðstöðu HÍ til að herma sjúkdóma í mönnum í sebrafiskum, framkvæma rannsóknir á virkni þeirra gena sem skipta máli í því tilliti og leggjast í skipulega leit að lyfjum sem gætu gagnast gegn sjúkdóm- unum. Tæknin mun nýtast til rannsókna í sameinda- líffræði, taugavísindum, þróunarfræði og á atferli og mun efla skilning á því hvernig gen og umhverfi hafa áhrif á svipfar lífvera. Sköpum betri umgjörð „Sameiginlega munu há- skólarnir stuðla að frekari fjármögnun starfseminnar með rannsóknastyrkjum og styrkjum til tækjakaupa. Að auki mun samstarfið leiða til fjölda nemenda- verkefna á öllum náms- stigum og greiða fyrir sam- starfi við fleiri rannsóknarhópa,“ segir í tilkynningu „Samstarf háskólanna í rannsóknum hefur almennt verið mjög gott, en með þessum samningi styðjum við betur við aðgengi vís- indamanna að aðstöðu fyrir rannsóknir, eflum samstarf um verkefni og síðast en ekki síst sköpum enn betri umgjörð fyrir nemendur í rannsóknartengdu námi á þessu sviði,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. sbs@mbl.is Ljósm/ Gigja Einarsdottir Rannsóknasamstarf Frá vinstri Eiríkur Steingrímsson, pró- fessor við HÍ, rektorarnir Kristín Ingólfsdóttir, og Ari Krist- inn Jónsson og Karl Ægir Karlsson prófessor við HR. Háskólar semja um sebrafiska  Lífvísindi  Tæknin í mörg- um verkum  Skapar aðgengi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.