Morgunblaðið - 29.04.2015, Side 18

Morgunblaðið - 29.04.2015, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 18 MINNINGAR ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fæddist á Akranesi 26. ágúst 1950. Hún lést á Borgarspít- alanum 21. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Laufey Sig- urðardóttir, f. 10. maí 1914, d. 7. febr- úar 2001, og Guð- mundur Sigurður Sigurðsson, f. 24. september 1926, d. 3. maí 2003. Guðrún ólst upp hjá móður sinni. Eldri systkini Guð- rúnar, sammæðra, eru Skarphéð- inn, f. 1934, Sigurður, f. 1939, og Laufey Sigurrós, f. 1940, d. 2014. Yngri systkini Guðrúnar, sam- feðra, eru Ósk Dagbjört, f. 1951, d. 2007, Þorleifur Frímann, f. 1951, Börn þeirra eru Hallur Freyr, f. 1995, Börkur Hrafn, f. 1997, Sjöfn Sólveig, f. 2001, og Hringur Logi, f. 2007. 3) Ingþór, f. 17. febrúar 1978, kona hans er Louise Breg- endahl, f. 11. apríl 1984. Börn þeirra eru Katla Rachel, f. 2006, Esja Johanna, f. 2009, og Loki Gabriel, f. 2009. 4) Laufey Rós, f. 1. júlí 1986, maður hennar er Betúel Ingólfsson, f. 12. október 1988. Synir Laufeyjar eru Gunnar Þór, f. 2007, og Arnar Snær, f. 2009. Saman eiga Laufey og Betú- el Aþenu Mjöll, f. 2013. Guðrún ólst upp á Völlum á Akranesi. Hún lærði hárgreiðslu í Iðnskólanum á Akranesi og var nemi á hárgreiðslustofu Fjólu á Akranesi. Guðrún starfaði sem hárgreiðslukona í rúm 10 ár. Síðar vann hún í Mjólkursamlagi Borg- firðinga, allt þar til hún þurfti að láta af störfum sökum veikinda. Lengst af bjó Guðrún í Borgar- nesi, en síðustu árin í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Guð- ríðarkirkju í dag, 29. apríl 2015, kl. 13. Fanney Rut, f. 1953, Sigurður Ragnar, f. 1954, Sigurjón, f. 1957, Ingunn, f. 1958, og Lárus Skúli, f. 1960. Guðrún giftist 4. desember 1970 Halli Björnssyni, f. 17. sept- ember 1949. Saman eignuðust þau fjögur börn, þau eru: 1) Haf- þór, f. 19. nóvember 1970, kona hans er Ágústa Kristín Bjarnadóttir, f. 16. maí 1975. Börn Hafþórs eru Birg- itta, f. 1997, Ísak, f. 2001, og Hekla, f. 2006. Börn Ágústu eru Bjarni Jarl, f. 1996, Dagur Krist- inn, f. 1997, og Ágúst Bergmann, f. 2002. 2) Sigurbjörn, f. 19. apríl 1974, kona hans er Mjöll Barkar Barkardóttir, f. 1. febrúar 1975. Elsku Gunna mín, ég sé stað, þar er friður og hugarró, þyngd- arleysi og sársaukalaus líkami. Þar er þakklæti og sátt, rósa- runnar og náttúra með næringu fyrir líkama og sál. Þar er ekki til þrá, engar væntingar og engar kröfur. Þar ert þú. Elsku tengdamamma mín, amma barnanna minna og vin- kona, ég þakka. Vertu sátt. Ég elska þig alltaf. Þín Mjöll. Í dag kveð ég æskuvinkonu mína, Guðrúnu Guðmundsdóttur, en við ólumst upp í nágrenni hvor við aðra á Akranesi, hún árinu eldri. Gunna var alltaf kennd við heimili sitt, Velli á Suðurgötunni, en það hús er nú horfið og um- hverfið töluvert breytt frá því sem var á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Ég var snemma heima- gangur á heimili Gunnu, þar sem hún bjó með Laufeyju móður sinni og þremur eldri systkinum. Húsið er ljóslifandi í huga mínum. Þar lékum við okkur löngum stundum. Á hæðinni var eldhúsið og inn af því kames, óupphitað og því alltaf kallað kuldakames, góð geymsla fyrir matinn, lítil og nota- leg borðstofa og stofan. Úr eld- húsinu lá stigi upp á loftið, þar sem svefnherbergin voru og niðri var kjallarinn, þvottahús og kart- öflugeymslur, ævintýrastaður fyr- ir feluleiki. Laufey var mikil myndarhúsmóðir og við húsið þeirra var garður, þar voru rækt- aðar kartöflur og gulrætur, og að sjálfsögðu stórt svæði fyrir leiki okkar krakkanna. Tvö hús sem þarna stóðu rétt hjá eru sömuleið- is horfin og malbikað bílastæði komið í staðinn. Annað húsið, Steinnes, var ákjósanlegt fyrir boltaleikinn yfir, því að auðvelt var að hlaupa í kringum það. Er ekki að efa að oft höfum við krakk- arnir reynt á þolrifin í íbúunum, sem tóku öllu með jafnaðargeði. Þetta var frábært athafnasvæði fjörugra krakka og í næsta ná- grenni fjaran með öllu sínu að- dráttarafli. Unglingsárin tóku við með nýj- um áhugamálum og ferðalögum, en alltaf var vináttan söm. Þegar við nokkrar fermingarsystur ákváðum að nota fermingarpen- ingana okkar til að kaupa ferð með Esjunni í kringum landið slóst Gunna í hópinn. Þetta var í byrjun júní, næturnar bjartar og við- komustaðir margir, svo að lítið var sofið. Ferð sem ekki gleymist. Gunna ákvað snemma hvað hún vildi gera. Hárgreiðsla og snyrt- ing heillaði hana og ég naut góðs af því þegar hún þurfti að æfa sig. Hún fór í Iðnskólann til að afla sér réttinda og starfaði síðan við grein sína meðan heilsa hennar leyfði. Hún var dugnaðarforkur í eðli sínu, en alla tíð bakveik, svo að ef til vill hefði annað starf farið betur með hana. Gunna festi ráð sitt fljótt eftir að hún kynntist Halli sínum og flutti í Borgarnes til hans. Börnin komu eitt af öðru, hús var byggt og síðan sumarhús upp með Langá, þar sem undu sér vel. Laufey fluttist seinna í Borgarnes til að vera nær dóttur sinni og fjölskyldu hennar, enda var sam- band þeirra mæðgna ætíð náið. Gunna var glaðsinna og alltaf hláturmild. Hún var í æsku með krullað hár og freknur og alltaf til í að gera spennandi hluti. Hún tók miklu ástfóstri við foreldra mína og var þeim ætíð mjög kær. Sam- verustundir okkar urðu stopulli eftir því sem fullorðinsárin færð- ust yfir og ólík verkefni urðu á vegi okkar. Árin hafa liðið fljótt, en æskuvináttan breyttist ekki. Í okkar síðustu samtölum fyrir stuttu þökkuðum við það. Halli og börnunum þeirra sem voru Gunnu svo kær sendum við Geir okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Vinkonu minni óska ég fararheilla og bið Guð að blessa minningu hennar. Inga Jóna Þórðardóttir. Guðrún Guðmundsdóttir ✝ GuðmundurGíslason fædd- ist í Reykjavík 2. júlí 1929. Hann lést á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 24. apríl 2015. Foreldrar hans voru Kristín María Pétursdóttir, f. 11.3. 1885, d. 8.4. 1967 og Gísli Gíslason, f. 21.11. 1865, d. 28.5. 1945. Al- systkini Guðmundar eru: Mar- grét, f. 1918, d. 2005, Ágúst Júl- íus, f. 1920, d. 2010. Hálfsystkini Guðmundar eru: Ingibjörg, f. 1891, d. 1993, Brynjólfur, f. 1896, d. 1896, Sigurbjörg Steinunn, f. 1899, d. 1993, Geirþrúður Anna, f. 1906, d. 1954, og Sigurdrífa, f. 1911, d. 2010. Guðmundur kvæntist Lilju Þorfinnsdóttur, f. 11.12. 1925, d. 4.5. 2004, árið 1952. Þeirra börn eru: 1) Gísli Guðmundsson, f. 24.5. 1947. Maki Oddrún Sverr- isdóttir, börn þeirra eru: Sigríður og Soffía Rut. Fyrir á Gísli Val- dísi, Steingerði Ágústu og Guð- mund Pál. 2) Davíð Ágúst Guð- mundsson, f. 20.6. 1953. Sambýliskona er Luba Sommer. Dóttir hans er Marie Lundgaard Davíðsdóttir. 3) Lilja Guðmunds- dóttir, f. 18.9. 1954, sambýlis- maður Teitur Gunnarsson. Börn hennar og Gunnars Olsen eru: Gerhard og Andrea. Börn Teits eru Björn, Ást- hildur og Baldur. 4) Kristinn Guðmunds- son, f. 15.12. 1959. Maki Hulda Lilja Ív- arsdóttir, f. 6.1. 1973, d. 14.1. 2009. Börn þeirra eru Brynja Rut og Ívar Orri. Fyrir á Kristinn Steineyju Ósk og Jakob Guðjón. 5) Þorfinnur Guðmundsson, f. 22.8. 1961. Maki Liv Anita Brekke. Börn þeirra eru Lilja, Markus og Bendik. Seinna eign- aðist Guðmundur soninn Inga Örn Guðmundsson, f. 26.2. 1976. Barn hans er Guðmundur Örn Ingason. Guðmundur kvæntist Jónínu Sigurjónsdóttur, f. 16.3. 1930, d. 25.12. 2014, þann 17.12. 1988. Guðmundur ólst upp á Þórs- götu 16a í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskólann. Hann fór ungur að vinna og vann ýmsa verkamannavinnu, vann m.a. við virkjanir við Sogið, Írafoss og Búrfell. Lengi vann hann í Áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi. Lauk hann starfsferli sínum hjá Náms- gagnastofnun. Útför Guðmundar fer fram frá Seljakirkju í Reykjavík í dag, 29. apríl 2015, kl. 15. Elsku afi. Nú er komið að lokum hjá þér, elsku afi okkar, og vitum við að þú ert manna fegnastur að vera kom- inn til hennar ömmu Ninnu og vit- um við að hún er glöð að fá þig til sín. Við eigum eftir að sakna þín mikið, en erum glöð að þú ert kominn á góðan stað og alveg verkjalaus, það var nákvæmlega það sem þú vildir og talaðir um fyrir ekki svo löngu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku afi. Sigríður, Soffía Rut, Alexandra Rún, Gísli Örn og Aníta Sól. Guðmundur GíslasonÁstkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR BREIÐFJÖRÐ ÓLAFSSON, lést föstudaginn 17. apríl á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalarheimilis og sjúkrahúss Stykkishólms fyrir góða umönnun og hlýju. . Birgir Eyjólfsson, Anna Ragnheiður Guðnadóttir, Ólafur Eyjólfsson, Anna Margrét Eiríksdóttir, Níels Eyjólfsson, Ragnheiður Hafstein Reynisdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Systir okkar, HULDA W. SPROAT, andaðist í Bandaríkjunum 16. apríl. Útförin hefur farið fram. . Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir, Elín Skarphéðinsdóttir, Hilmar Skarphéðinsson, Bjarni Skarphéðinsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR frá Frostastöðum, lést á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki laugardaginn 25. apríl. Útför hennar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 7. maí kl. 14. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki njóta þess. . Sigurður Frostason, Ragnheiður Guttormsdóttir, Gísli Frostason, Erna Geirsdóttir, Frosti Frostason, Sigríður Ragnarsdóttir, Magnús Halldór Frostason, Edda Þorsteinsdóttir, Hafdís Huld Þórólfsdóttir, Markús Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg frænka okkar, ÓSK JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Snorrabraut 32, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 19. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 30. apríl kl. 15. . Systrabörn. Elskuleg eiginkona mín, SIGURRÓS KRISTÍN ÁRNADÓTTIR, Sólvöllum 4a, Stokkseyri, lést á Kumbaravogi mánudaginn 27. apríl. . Guðmundur Þórðarson og aðrir aðstandendur. ✝ Markús FriðjónMarkússon fæddist í Haukadal í Dýrafirði 11. jan- úar 1922, hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni þann 19. apríl 2015. Foreldrar hans voru Sigríður Ólafsdóttir kenn- ari, f. 15.1. 1891, d. 17.2. 1933, og Ele- seus Markús Jónsson sjómaður, f. 23.10. 1895, d. maí 1921. Markús átti eina systur Guðrúnu, f. 1.10. 1920, hún lést 5.3. 2014. Eiginkona Markúsar var María Sigríður Hákonardóttir frá Flat- ey á Breiðafirði, f. 22.6. 1924, hún lést 17.4. 2014. Foreldrar hennar voru Karitas Elísabet Bjarnadótt- ir, f. 20.11. 1897, d. 15.11. 1958, og Hákon Einarsson, f. 12.8. 1892, d. 2.1. 1955. Markús og María gengu í hjónaband þann 12.5. 1944 og eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Sigríður Elsa, f. 29.8. 1947, maki Jón Elvar Kjart- ansson, f. 11.11. 1946, börn: a) Guðmundur Örn, f. 12.8. 1969, maki Anna Valdimarsdóttir, f. 30.4. 1969, þau eiga þrjú börn. b) María Kristín, f. 19.2. 1976, hún á einn son. 2) Bjarndís, f. 10.8. 1948, maki Pétur Maack Pét- ursson, f. 6.11. 1944, börn: a) Þór- hildur Þöll, f. 19.10. 1970, maki Birgir Bragason, f. 24.5. 1969, þau eiga þrjú börn. b) Reynir Freyr, f. 29.3. 1977. 3) Hákon Karl, f. 25.4. 1951, maki Guðrún Bjartmarz, f. 26.7. 1951, börn: a) Hildur, f. 7.9. 1983, b) Brynjar Þorsteinsson, f. 19.8. 1980, d. 10.10. 2001. 4) Þorbjörg Guðrún, f. 12.12. 1960, maki Sig- urður Einarsson, f. 31.5. 1961, börn: a) Markús Már Efraim, f. 12.1. 1982, unnusta Oddný Heimisdóttir, f. 23.7. 1987, þau eiga tvo syni, b) Linda Björk, f. 19.2. 1986, unnusti Steinþór Rafn Matthíasson, f. 13.7. 1982, þau eiga tvö börn, c) Andri Már, f. 6.9. 1995. 5) Hrafnhildur, f. 19.10. 1962, maki Þór Þórsson, f. 22.9. 1962. Börn: a) Þór, f. 15.1. 1983, í sambúð með Hörpu Guðlaugs- dóttur, f. 29.11. 1985, þau eiga eina dóttur og á hún einn son, b) Trausti Páll, f. 26.4. 1988, c) Kristófer Fannar, f. 28.3. 1992. 6) Karitas, f. 5.3. 1965, börn: a) Mel- korka Guðmundsdóttir, f. 22.3. 1992, b) Guðbjörg María Guð- mundsdóttir, f. 8.4. 1998. 7) Guð- björg, f. 22.5. 1966, maki Jón Ingi Hákonarson, f. 7.9. 1960. Börn: a) Anton Örn Janusson, f. 27.10. 1986, b) Óli Kristján Janusson, f. 29.1. 1992, c) dóttir Jóns, Birna Ósk, f. 26.4. 1990, unnusti Daníel Þór Hjaltason, f. 14.2. 1985, þau eiga einn son. Markús og María bjuggu lengst af í Kópavogi, þau byggðu sér hús í Hófgerði 24 árið 1955 og bjuggu þar, uns þau fluttu í Gull- smára 10 árið 2000, síðustu ár bjuggu þau á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Kópavogs- kirkju í dag, 29. apríl 2015 kl. 13. Elsku pabbi. Hjartað þitt hefur þagnað, hljóð tár varlega niður renna. Eftir langan og erfiðan heilsu- brest hefurðu nú fengið hvíld og frið. Elsku hjartans pabbi minn, hve sárt ég sakna þín. Ég sit hér og hugsa til þín við kertaljós og læt hugann reika til baka, til ykkar mömmu og alls þess sem þessi stóra fjölskylda átti saman. Ég ólst upp í Hófgerðinu í stórum systkinahópi, margt var brallað á því heimili og mikið var um gestagang. Það leið varla sá dagur að einhver kom ekki í eld- húsið í Hófgerðinu og fékk sér kaffisopa. Alla sunnudaga var barnaskar- inn klæddur í spariföt og síðan var haldið í sunnudagaskóla og þegar heim var komið beið steikin á borðinu með ís og ávöxtum í de- sert. Það eru svo ótal margar ljúfar minningar sem ég á, þær geymi ég vel í hjarta mínu. Þú varst svo ljúfur og góður og þið mamma vilduð allt fyrir alla gera, máttuð ekkert aumt sjá. Seinustu æviárin dvölduð þið í Sóltúni í góðu yfirlæti starfsfólks og vil ég þakka því fyrir að hugsa vel um ykkur. Mamma kvaddi þennan heim fyrir ári en nú ert þú kominn til hennar enda var sterk taug milli ykkar eftir 70 ára búskap. Með þakklæti og söknuði kveð ég þig, elsku pabbi. Ógleymanlegar minningar um þig eiga án efa eftir að ylja mörg- um um ókomna tíð. Um þig minning á ég bjarta sem yljar eins og geisli er skín. Þú áttir gott og gjöfult hjarta og gleði veitti návist þín. (Höf. ók.) Takk fyrir allt sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Þín dóttir, Hrafnhildur. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir.) Elsku pabbi minn, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Minn- inguna um þig mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Ástar- og saknaðarkveðjur. Þín dóttir, Þorbjörg (Bogga). Markús F. Markússon ✝ Magnus Olaf-son fæddist í foreldrahúsum í Gardar, Norður- Dakóta 23. október 1920, sonur hjónanna Jóns Kristinsonar Olaf- son og Kristínar Hermannsdóttur Hermann. Afi Magnusar í föðurætt var Krist- inn Ólafsson, f. 1843 á Merkigili í Eyjafirði. Amma Magnusar í föð- urætt var Katrín Guðríður Ólafs- dóttir, f. 1833 á Sveinsstöðum í Neshreppi utan Ennis á Snæfells- nesi. Katrín og Kristinn kynntust í Húnavatnssýslu, giftu sig árið 1867 og fluttu svo á bernsku- slóðir Kristins í Eyjafirði. Þau tóku þá ákvörðun 1873 að flytjast til Vesturheims og áttu þá þegar fjögur börn, Aðalbjörgu, Ólaf, Pétur og Kristgerði. Katrín var þunguð og ól Jón, föður Magn- usar, 26. ágúst 1873, í járnbraut- arlestinni á leið frá Quebec til áfangastaðar þeirra í Milwaukee. höfðu þá tekið upp ættarnafnið Hermann. Foreldrar Magnusar, Jón Kristinsson Olafson og Kristín Hermann, giftust í Winnipeg 1914. Hann var þá 41 árs og hún 37 ára. JK, eins og hann var kall- aður, tók þá við búskapnum á Olafson farm við Gardar og eign- uðust þau Kristín þrjá syni, Jón Hermann, f. 1916, Brand Theo- dor, f. 1918, og yngstur var Magnus, f. 1920. Í bók sinni „A Knight in Da- kota“, sem kom út fyrir tæpum tveimur árum, lýsir Magnus góðu atlæti í æsku. Árið 1943 kynntist hann Lois Flanagan og gengu þau í hjónaband 1945. Þau eign- uðust þrjú börn, Larry Rae, f. 1946, Robert Magnus, f. 1949, og Jean Patriciu, f. 1952. Lois and- aðist árið 1984, aðeins 57 ára að aldri, og yngsta barn þeirra hjóna, Jean, lést 2013. Magnus var sæmdur riddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1999 fyrir framlag sitt til varð- veislu íslenskrar menningar og sögu í Norður-Dakóta. Hann var útnefndur heiðursfélagi Þjóð- ræknisfélags Íslendinga 2005. Útför hans verður í Edinburg, N-Dakóta í dag, 29. apríl 2015. Síðar bættust tvö börn í hópinn, þau Stefanía, f. 1875 í Milwaukee, og Krist- inn, f. í Gardar 1880. Afi Magnusar í móðurætt var Her- mann Hjálmarsson, f. 1847 á Reykjum í Mjóafirði. Amma Magnusar í móðurætt var Magnea Péturs- dóttir Gudjohnsen, f. 1846 í Reykjavík. Þau Hermann og Magnea giftust og settust að á Raufarhöfn þar sem frumburð- urinn Kristín, móðir Magnusar, fæddist 5. febrúar 1877. Her- mann og Magnea eignuðust sex börn að auki, Hjálmar og Pétur (tvíburar), Maríu, Theódóru, Þór- hall og Halldóru. Þau fluttust til Vesturheims 1890 og fóru beint til Gardar þar sem þau hófu bú- skap. Árið 1899 flutti fjölskyldan til Edinburg þar sem Hermann hóf viðskipti með vélar og tól fyrir landbúnað. Árið 1910 flutt- ust Hermann og Magnea til Ar- borg í Manitoba, Kanada. Þau Magnus Olafson var mjög stoltur af uppruna sínum og minnti gjarnan á að hann væri al- íslenskur. Hann ræktaði tengslin við Ísland og íslenska tungu af al- úð. Afar hans og ömmur fluttu vestur um haf á síðari hluta 19. aldar. Jón faðir hans fæddist árið 1873 í járnbrautarlest sem var á leið með foreldra hans og eldri systkini frá Quebec til Milwaukee í Wisconsin þar sem þau settust að fyrst. Magnus minntist oft á þetta at- vik og einnig hve dramatísk fæð- ing hans sjálfs var 23. október 1920. Kalla þurfti lækni alla leið frá Winnipeg og leit út sem að- eins væri hægt að bjarga móð- urinni. Læknirinn lagði barnið í fötu og hugaði að móður en þá heyrðist hávært org úr fötunni og hugað var að nýfæddu barninu. Magnus hafði yndi af að segja þessa sögu á sinn kankvíslega hátt. Magnus var fæddur til forystu í starfi að auknum tengslum milli Íslands og afkomenda íslenskra landnema í Vesturheimi og átti góðar fyrirmyndir í foreldrum, öf- um og ömmum. Jón faðir hans sat m.a. í 12 ár á ríkisþingi Norð- ur-Dakóta. Magnus stundaði ýmis störf í samfélagi sínu og var virk- ur í félagsstarfi. Hann var kall- aður til, þegar hópar íslendinga fóru að heimsækja íslensku byggðirnar í Norður-Dakóta. Var það ekki síst vegna þess að hann talaði íslensku óaðfinnanlega. Magnusi rann blóðið til skyld- unnar við að halda á lofti merki íslensku landnemanna í Norður- Dakóta sem honum fannst af- skiptir þrátt fyrir nálægðina við íslensku byggðirnar skammt norðan við landamærin. Hann náði frábærum árangri með dugnaði sínum og útgeislun og hefur hann heillað þúsundir Ís- lendinga sem heimsótt hafa byggðirnar í Norður-Dakóta. Árið 1999 var merkisár í sögu íslenskra landnema í Norður-Da- kóta. Þá voru liðin 100 ár frá því fyrst var haldin hin árlega hátíð „August the Deuce“ í Mountain. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var þá heiðursgestur hátíðarinnar og fyrstur íslenskra forseta til að heimsækja þessa merku byggð. Síðar sama ár sæmdi forseti Íslands Magnus riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og eftir það nefna sveit- ungar hans hann ætíð Sir Magn- us í virðingarskyni. Magnus minntist einnig gjarn- an heimsóknar Einars Benedikts- sonar þáv. sendiherra Íslands í Bandaríkjunum ásamt Neil Bar- dal aðalræðismanni í Winnipeg árið 1998. Hann taldi þá heim- sókn og komu forseta Íslands ári síðar vera upphaf að blómaskeiði í samskiptum Íslands og afkom- enda íslenskra landnema í Norð- ur-Dakóta. Magnus lék þar lyk- ilhlutverk meðan hans naut við en fyrir nokkrum árum fór heilsu hans að hraka. Magnus var gerður að heið- ursfélaga í Þjóðræknisfélagi Ís- lendinga (ÞFÍ) árið 2005. Hans síðasta heimsókn til Íslands var 2008 er hann sat þjóðræknisþing á Akureyri í heimabyggð afa síns Kristins Ólafssonar sem fæddur var í Eyjafjarðarsveit. Magnusar er sárt saknað með- al fjölmargra ættingja og vina á Íslandi en minningin um mætan mann lifir. Almar Grímsson. Magnus Olafson ✝ Nanna SigríðurOttósdóttir fæddist 16. október 1935 í Ólafsvík. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Ottó Albert Árnason, f. 4. nóv- ember 1908, d. 6. september 1977 og Kristín Vigfúsína Gunna Þorgríms- dóttir, f. 2. ágúst 1908, d. 29. júní 1987. Systkini Nönnu eru: 1) Örn Al- bert, f. 26. nóvember 1932, d. 12. maí 1993. 2) Hallgrímur Albert, f. 26. nóvember 1932. 3) Þuríður Lára, f. 22. desember 1938. 4) Vign- ir Albert, f. 1. júlí 1944, d. 20. maí 1950. 5) Gunnar Albert, f. 20. júlí 1945. Nanna giftist 25. desember 1956 Bjarnari Ingimarssyni, f. 9. apríl 1935. Foreldrar hans eru Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir, f. 12. sept- ember 1915, og Ingimar Sölvason, f. 20. desember 1910, d. 30. október 1940. Stúpfaðir Bjarnars var Jó- hannes Ásbjörnsson, f. 26. október mundsdóttur, f. 8. nóvember 1975, eru Heikir Örn, Sölvi Mar og Nanna Sóley. Nanna ólst upp í Ólafsvík. Hún fór 16 ára gömul í kaupavinnu að Blikastöðum og sumarið þar á eftir að Þúfu í Ölfusi. Síðan fór Nanna í vist til Reykjavíkur. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum. Nanna vann við ýmis störf, m.a. í Vinnufatagerðinni þar til hún fór í Húsmæðraskólann að Löngumýri veturinn 1955-1956. Eftir þann vet- ur stofnuðu Nanna og Bjarnar heimili í Reykjavík og var hún fyrst heimavinnandi en varð síðan póstfreyja í nokkur ár. Eftir að Nanna flutti til Hafnarfjarðar vann hún heima við ásamt því að starfa sem dagmamma um tíma. Síðar vann hún hlutastörf við aðhlynn- ingu og áttu þau störf einstaklega vel við Nönnu og eftir að börnin komust á legg hóf hún sjúkralið- anám við Sjúkraliðaskóla Íslands. Nanna útskrifaðist sem sjúkraliði árið 1985. Nanna starfaði sem sjúkraliði í rúm 20 ár, fyrst á gjör- gæsludeild Borgarspítalans á ár- unum 1985-1989, síðan á ýmsum deildum, lengst af á hjartadeildinni og lauk hún starfsferlinum á sam- einaðri hjarta- og nýrnadeild 14EG á Landspítalanum, en þar starfaði Nanna fram að starfslokum árið 2005. Útför Nönnu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. apr- íl 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 1911, d. 30. ágúst 2005. Börn Nönnu og Bjarnars eru: 1. Jóhann Guðni Bjarnarsson, f. 5. október 1957, eig- inkona hans er Þórunn Huld Ægisdóttir, f. 22. apríl 1960. Börn þeirra eru Sædís Huld og Árný Guðrún. Börn Jó- hanns og Elnu Christel- ar Johansen eru Nanna Kristín og Sveinn Rún- ar. Barn Jóhanns og Eydísar Unnu Daníelsdóttur er Dana Þuríður. Jó- hann á 12 barnabörn. 2. Guðný Bjarnarsdóttir, f. 2. mars 1960, eig- inmaður Karl Óskar Magnússon, f. 29. nóvember 1968. Börn þeirra eru Þóra Margrét og Magnús Gunnar. 3. Ingibjörg Bjarn- arsdóttir, f. 23. júní 1967, eig- inmaður Sigurður Pétur Sigurðs- son, f. 17. febrúar 1958. Barn þeirra er Lárus Ottó. Börn Ingi- bjargar og Jóns Gunnars Svan- laugssonar eru Kristín Bára, Freyja Dís og Bjarnar Þór. Sonur Sigurðar er Ferdinand Söebeck. Ingibjörg á eitt barnabarn. 4. Ottó Albert Bjarnarsson, f. 10. maí 1973. Börn hans og Guðlaugar Sig- Móðir mín, Nanna Sigríður, er fallin frá eftir erfið veikindi. Hún fæddist í Ólafsvík og sleit barns- skónum þar. Mamma fór ung að heiman, suður að vinna, eins og tíðk- aðist á þeim árum. Mamma kynntist pabba á menntaskólaárum hans og byrjuðu þau sinn búskap eftir að hún hafði lokið námi við Húsmæðra- skólann á Löngumýri. Allt heimilis- hald hennar bar þess merki alla tíð að hún hafði lært vel til verka. Þá var mamma einstaklega lagin, gat prjónað og saumað hvað sem var. Þá hafði hún gaman af ýmiss konar dægrastyttingu og lestri góðra bóka, allt til enda. Ég man fyrst eftir mér á æsku- heimili mínu á Sogavegi 218, en hús- ið byggði föðurafi minn og við flutn- ing ömmu og afa til Stöðvarfjarðar keyptu foreldrar mínir jarðhæðina. Oft var gestkvæmt á heimilinu þeg- ar ættingjar að vestan og austan komu í bæinn, en Ottó afi minn þurfti oft að sinna erindrekstri í bænum. Mamma var alla tíð mjög gestrisin og leið fólki vel í návist hennar. Í minningunni er einhver ævintýraljómi yfir heimilinu á Soga- veginum. Mamma varð ein af fyrstu kvenbréfberum landsins og var ég þá oft í för með henni. Eftir að við fluttum í Hafnarfjörð starfaði mamma heima við, m.a. sem dag- móðir um tíma, en síðar alltaf eitt- hvað utan heimilisins við umönnun- arstörf. Það var dásamlegt að hafa mömmu heima við á grunnskólaár- unum og minnist ég hennar takandi á móti okkur með rjúkandi súkku- laði og smurt brauð þegar við systk- inin komum heim eftir skóla á köld- um vetrardögum. Það blundaði alltaf í móður minni að afla sér menntunar á sviði umönnunar því þar fann hún sína köllun. Hún hóf undirbúning að sjúkraliðanámi við Námsflokka Reykjavíkur og útskrifaðist sem sjúkraliði 49 ára. Mamma var af- bragðs nemandi og lærði hún oft heilu blaðsíðurnar utan að. Mamma var farsæl í starfi, henni leið vel í sjúkraliðastarfinu og það átti hug hennar allan og sagðist hún alls ekki hefðu viljað vinna við annað. Eftir starfslok tók við hjá mömmu að hjúkra pabba um tíma þar sem hann hafði þá greinst með sjúkdóm sem kallaði á erfiða læknismeðferð. Það gerði hún vel og má segja að faðir minn hafi fengið þá bestu umönnun í veikindum sínum sem völ var á. Mamma var ótrúlega sátt við hlutskipti sitt í lokin, ánægð með það líf sem hún hafði átt og sagðist fegin að hafa ekki þurft að sjá á eftir föður mínum, en þau höfðu notið sín vel saman síðustu árin. Það var dýr- mætt í lokin fyrir okkur í fjölskyld- unni að geta eytt tíma með mömmu eftir að hún veiktist um síðustu ára- mót og aðstoðað hana eftir megni og endurgoldið eitthvað af því sem hún hafði gert fyrir okkur í gegnum tíð- ina. Ég kveð elsku móður mína með söknuði og trega en þakka fyrir allt. Minningu um einstaklega góða móð- ur og vin geymi ég í hjarta mínu. Guðný Bjarnarsdóttir. Nanna Sigríður Ottósdóttir✝ Axel Wolframfæddist á Kirkju- bæjarklaustri hinn 1. júní 1947. Hann lést á líknardeild Land- spítalans hinn 18. apríl 2015. Foreldrar hans eru Johan Jacob Wolfram frá Kirke Stillinge í Dan- mörku, f. 30. júní 1922, og Ragna Ólöf Wolfram frá Mörtungu á Síðu, f. 25. febrúar 1925. Systur Axels eru Anna Stef- anía Wolfram og Jenny Wolfram. Axel ólst upp í Reykjavík en var hjá afa sínum og ömmu í Mör- tungu á sumrin. 2. apríl 1972 giftist hann Ásu Jónu Pálsdóttur. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu síðan til Hveragerðis og hafa búið þar síðan. Axel og Ása eignuðust þrjú börn: 1) Jóhann Rúnar, f. 9.1. 1972, í sambúð með Ásdísi Lindu Sverrisdóttur. Börn þeirra eru a) Kolbrún Marín (móðir Hulddís Guðbrandsdóttir), b) Guðrún Árný, c) Ása Lind, d) Axel Hrafn og e) Arnar Þór. 2) Páll Birkir, f. 1.8. 1973. 3) Sigríður Harpa, f. 16.2. 1978, gift Jóni Erni Guð- jónssyni. Börn þeirra: a) Askur Logi og b) Katrín Lilja. Axel lærði blikksmíði hjá Blikki og stáli í Reykjavík og vann þar í fyrstu en stofnaði seinna blikksmiðju í Hveragerði sem hann rak til dauðadags. Um tíma var hann leiðbeinandi í málmsmíðum við Iðnskólann í Hafnarfirði. Axel tók virkan þátt í félagsmálum í Hveragerði, fyrst í JC-hreyfingunni en síðan gekk hann til liðs við Lionshreyfinguna og starfaði þar meðan kraftar entust. Útför Axels fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 29. apríl 2015, kl. 14. Elsku Axel. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín systir, Jenny og fjölskylda. Æviskeið Axels Wolfram er runnið á enda en minningar um góðan mann lifa áfram. Ég kynntist Axel í gegnum son hans Pál, jafnaldra og bekkjarbróður minn. Ég bjó um árabil í sömu götu og Axel og var tíður gestur á heimili hans. Ósjaldan á mínum mótunar- og uppvaxtarárum sat ég með þeim feðgum og ræddi bæði lands- og heimsmálin, auk annarra mála sem brunnu á ung- um mönnum. Axel var fróður og gat miðlað af reynslubrunni sínum til okkar strákanna, en það gerði hann þó ætíð af hógværð og lít- illæti. Hann var einnig sigldur í orðsins fyllstu merkingu, því fátt fannst honum skemmtilegra en að sigla seglbátum bæði hérlendis og erlendis. Hann bæði keppti í sigl- ingum og sigldi sér til ánægju, auk þess sem hann smíðaði a.m.k. þrjá seglbáta. Axel var hógvær og yfirvegaður maður sem skemmtilegt var að ræða við og brjóta mál til mergjar. Auk ánægjulegra stunda minnist ég lærdómsríkra samræðna sem auðguðu líf mitt. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Axel og sendi fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningar um sómamann lifa áfram. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Oddgeir Ágúst Ottesen. Axel Wolfram Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BÖÐVAR ÞORVALDSSON, áður bóndi á Akurbrekku Hrútafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, að morgni 23. apríl. Útförin fer fram frá Staðarkirkju laugardaginn 2. maí kl. 13.30. . Kristín Jóhannsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDSSON skipstjóri, 4 Deneise Street, Lakeville, Massachussetts, USA, lést á St. Elizabeth Medical Center í Boston sunnudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Dahlborg-MacNevin, Lakeville, Massachussetts, fimmtudaginn 30. apríl. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Gerða Lúðvíksdóttir Guðmundsson. Sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGMAR JÓHANNESSON, lést laugardaginn 25. apríl á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 30. apríl kl. 15. . Áslaug Guðjónsdóttir, Sigþór Sigmarsson, Sólrún Smáradóttir, Ásta Sól og Anna Líf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.