Morgunblaðið - 29.04.2015, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
Stoð í áli Ársfundur Samáls var í Hörpu í gær og við það tækifæri tók Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sporið í gervifótum frá Össuri, en fyrirtækið notar meðal annars ál í framleiðsluvörur. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, dansaði við Rannveigu.
Kristinn
Á grundvelli stjórn-
arskrár okkar og laga
um kosningar til Al-
þingis kjósa lands-
menn fulltrúa sína til
að sitja á Alþingi,
sem ræður því síðan
hverjir veljast í stöð-
ur ráðherra og fara
með framkvæmda-
valdið. Hingað til hef-
ur þetta verið kallað
lýðræði og þótt harla
gott en ekki gallalaust. Nú tala ýmsir
skrumarar mikið um opið lýðræði.
Mér skilst, að slíkt lýðræði sé þannig,
að kjósendur geti í tíma og ótíma tek-
ið fram fyrir hendur þeirra, sem hafa
verið kosnir til setu á Alþingi. Ég hef
hvergi séð útskýrt opið lýðræði af viti,
og skil því ekki hvað felst í því. Er það
götulýðræði með grjót- og saurkasti á
lögreglumenn og Alþingi? Sú rík-
isstjórn, sem nú situr við völd á
grundvelli þeirra laga, sem gilda í
landinu, hefur reynt að gera ýmislegt
til að laga og leiðrétta óhæfuverk
vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurð-
ardóttur og Steingríms J. Sigfússonar.
Það er mikið verk og hefur gengið illa
vegna óheilinda þingmanna í
stjórnarandstöðu. Nú rísa þeir
gegn þeim málum, sem þeir
áður studdu. Sérstaka furðu
vekur framkoma núverandi
formanns Vinstri grænna, sem
leggst gegn því, að rík-
isstjórnin bindi enda á þá
þvælu og lygar, sem Samfylk-
ingin kallaði yfir þjóðina með
umsókn um inngöngu í ESB í
trássi við kosningaloforð
Vinstri grænna og vilja meiri
hluta kjósenda. Opið lýðræði?
Þegar fjármálaráðherra
kynnti Alþingi tillögur rík-
isstjórnarinnar um breytingar á virð-
isaukaskatti, vörugjaldi o.fl., brást
miðstjórn ASÍ með samfylkingarmann
í fararbroddi og sagði ríkisstjórn og
Alþingi stríð á hendur með hótun um
grófari verkfallsaðgerðir en þekkst
höfðu í fjóra áratugi. Opið lýðræði?
Þær stéttir samfélagsins, sem best
eru settar í launum, t.d. flugstjórar,
og svo það fólk, sem hefur góð laun
vegna menntunar sinnar á kostnað
skattborgara, t.d. læknar og sumt
starfsfólk í heilbrigðisgeiranum, ríður
nú á vaðið með kröfur um launahækk-
anir og hótar ella brottför úr landi til
sæluríkja í Skandinavíu og víðar. Eitt-
hvað var djúpt á siðferði lækna (og
eiðnum hans Hippokratesar gamla),
þegar þeim hótunum var beitt. Af ótta
við þessar hótanir og vegna þess, að
grimmar verkfallsaðgerðir þeirra bitn-
uðu á sjúku fólki og gömlu, voru þeim
boðnir meiri peningar. Ekkert vit var í
þessu peningatilboði, enda lá fyrir, að
annað starfsfólk á sjúkrahúsum myndi
feta í slóð læknanna. Var ekki rétt að
segja þeim læknum að fara, sem vildu
heldur sænska peninga fyrir störf sín,
og treysta á siðferði hinna? Verkföll
lækna reyndust sjúku fólki og heil-
brigðiskerfinu erfiðari, því nú eru haf-
in verkföll annars starfsfólks á sjúkra-
húsum, og yfirmenn þar segja, að þau
verkföll muni valda meiri erfiðleikum
en verkföll lækna.
Þá eru skemmdarverk BHM, sem
framin eru í skjóli verkfallsréttar, eitt
sýnishorn enn um siðleysi þeirra, sem
fengið hafa sína menntun að verulegu
leyti á kostnað hins almenna skatt-
borgara, sem bandalagið níðist nú á.
Opið lýðræði?
Réttur til að gera verkföll var í ár-
daga veittur þeim, sem lökust kjör
höfðu, til að bæta lífskjör verkamanna
og kvenna, sjómanna o.fl. Skammsýnir
lýðskrumarar á vinstri væng á at-
kvæðaveiðum hafa á undanförnum
áratugum beitt sér fyrir verkfallsrétti
um allt samfélagið, með þeim afleið-
ingum, sem að ofan greinir. Þeir best
settu hafa nú riðið á vaðið og þeir
verst settu bíða. Skattborgarar fá ekki
að vita, hvaða kröfur eru gerðar, og
þeir fá ekki heldur að vita, hverjar eru
raunverulegar launatekjur þeirra, sem
nú keppast við að heimta meira. Allir
vita, að verði þær kröfur samþykktar,
vekja þær upp verðbólgudraug, sem
étur launahækkanir upp á fáum mán-
uðum. Það bitnar á öllum, og þjónar
þeim einum tilgangi að eyðileggja
þann árangur, sem ríkisstjórnin hefur
náð, knésetja hana og kalla yfir þjóð-
ina eina vinstri stjórn enn. Opið lýð-
ræði?
Gleymd eru þau orð, sem höfundur
Njálu lagði Njáli í munn: „Eigi er það
sættarrof … að hver hafi lög við ann-
an því að með lögum skal land vort
byggja en með ólögum eyða.“
Eftir Axel
Kristjánsson »Eitthvað var djúpt á
siðferði lækna (og
eiðnum hans Hippokrat-
esar gamla), þegar þeim
hótunum var beitt.
Axel
Kristjánsson
Höfundur er lögmaður.
Opið lýðræði – Taka launþegar völdin?
Við Íslendingar eigum
ótrúleg tækifæri til að
sækja fram, bæta lífskjörin
og auka lífsgæði allra á
komandi árum. Það er nán-
ast sama hvert horft er.
Tækifærin bíða eftir að þau
verði gripin og nýtt. Því
miður er margt sem bendir
til þess að við ætlum að láta
tækifærin renna úr greip-
um okkar.
Tekist hefur að koma
böndum á ríkissjóð sem er
hættur að gefa út víxla sem skattgreið-
endum framtíðarinnar er ætlað að
greiða. Líkur eru á því að með afnámi
fjármagnshafta og uppgjöri á þrotabúum
föllnu bankanna verði hægt að lækka
skuldir ríkissjóðs verulega á komandi ár-
um og þar með draga úr vaxtakostnaði
sem er þriðji stærsti útgjaldaliður rík-
isins. Með því eykst svigrúm til frekari
skattalækkana. Staða sveitarfélaga er að
styrkjast þótt enn glími mörg þeirra við
drauga fortíðar.
Vinnumarkaðurinn hefur verið að efl-
ast. Frá mars 2014 til sama mánaðar á
þessu ári fjölgaði starfandi fólki um
10.400 og atvinnulausum fækkaði um
3.500. Samkvæmt mælingum Hagstof-
unnar jókst kaupmáttur launa um 4% á
sama 12 mánaða tímabili. Allt frá febrúar
á síðasta ári hefur 12 mánaða verðbólga
verið undir verðbólgumarkmiðum Seðla-
bankans. Þannig hefur tekist að koma
böndum á gamlan fjanda íslenskra launa-
manna.
Staða sjávarútvegs er í flestu sterk og
ferðaþjónusta heldur áfram að vaxa og
styrkjast með ótrúlegum hraða. Við-
skiptakjör sem rýrnuðu um 20% frá 2006
til 2013 bötnuðu um 3% á liðnu ári og
horfur fyrir yfirstandandi ár eru hag-
stæðar. Stoðir efnahagslífsins hafa hægt
og bítandi verið að styrkjast.
Flestar hagtölur gefa tilefni til bjart-
sýni um bætt lífskjör almennings á
næstu misserum og árum. Verkföll og
átök á vinnumarkaði stefna væntan-
legum lífskjarabata hins vegar í hættu.
Launabarátta á villigötum
Ég hef áður haldið því fram að barátta
launamanna fyrir bættum kjörum sé á
villigötum. Miðstýrðir kjarasamningar
hafa ekki skilað þeim árangri sem þeir
geta sætt sig við. Engu að síður er stað-
inn vörður um kerfið í stað þess að brjóta
það upp.
Miðstýrðir kjarasamningar hafa
myndað gjá milli launamanna og at-
vinnurekanda sem þó eiga sameiginlegra
hagsmuna að gæta; að viðkomandi fyr-
irtæki vegni sem best og hafi burði til að
greiða góð laun. Stjórnendur og eig-
endur fyrirtækja hafa varpað ábyrgðinni
á kjörum starfsmanna sinna yfir til sam-
eiginlegra samtaka atvinnurekenda. Með
því hafa þeir fengið skjól frá því að semja
með beinum hætti við
starfsmenn með hliðsjón af
stöðu fyrirtækisins. Mið-
stýring kjarasamninga hef-
ur einnig leitt til þess að
starfsmenn eru ónæmari
en ella fyrir afkomu og
rekstri vinnuveitandans –
líkt og það skipti þá litlu.
Ein birtingarmynd mið-
stýringarinnar er verkföll
sem lama heilu atvinnu-
greinarnar og þar með talið
starfsemi fyrirtækja sem
greiða starfsmönnum sín-
um hærri laun en krafist er
í kjaradeilu sem komin er í hnút. Þannig
er hinum „góða“ atvinurekanda refsað
fyrir launastefnu annarra fyrirtækja eða
getuleysi þeirra til að greiða ásættanleg
laun. Þannig er dregið út hvata fyrir-
tækja til að gera betur við sína starfs-
menn en kveðið er á um í miðstýrðum
ákvörðunum sem teknar eru við samn-
ingaborð verkalýðshreyfingarinnar og
atvinnurekenda. Afleiðingin er lakari
laun og minni samkeppni milli atvinnu-
rekenda um krafta dugmikilla starfs-
manna.
Þversögn í launabaráttunni
Miðstýrðir kjarasamningar hafa leitt í
ljós ákveðna þversögn. Kjör þeirra sem
lægst hafa launin eru vart boðleg en þó
hafa þau hækkað meira en annarra á
undanförnum árum. Þeir sem njóta
hærri launa eru hins vegar sannfærðir
um að þeir hafi ekki notið réttlætis og að
menntun sé ekki lengur metin að verð-
leikum til launa. Þetta viðhorf kemur
skýrt fram í kröfugerð háskólamennt-
aðra starfsmanna ríkisins. Þeir virðast
sannfærðir um að of langt hafi verið
gengið í launajöfnun á síðustu árum.
Þannig hafa kjarabætur þeirra sem
lægst hafa launin orðið vopn í höndum
þeirra sem hærra eru launaðir. Þetta er
því miður enn ein birtingarmynd mið-
stýrðrar kjarabaráttu – það virðist úti-
lokað að bæta kjör þeirra sem verst
standa án þess að hinir betur settu geri
sameiginlega kröfur um svipaðar og jafn-
vel meiri kjarabætur.
Allt hefur þetta leitt til þess að við höf-
um misst sjónar á því sem er mikilvæg-
ast:
Að kaupmáttur launa hækki. Að ráð-
stöfunartekjur hækki.
Krónutöluhækkun skiptir launamann-
inn engu ef hækkunin er étin upp í verð-
bólgu og opinberum álögum. Raunar er
líklegt að hann standi verr að vígi þar
sem kaupmáttur launanna gæti minnkað
og möguleikar til bættra kjara í náinni
framtíð verða að engu gerðir.
Skattur á láglaunafólk
Því miður eru litlar líkur á að hægt
verði á komandi mánuðum að brjótast út
úr þeim vítahring miðstýringar sem ís-
lenskur vinnumarkaður er fastur í. Sá
vítahringur verður ekki brotinn í erfiðum
kjaradeilum, þar sem himinn og haf er á
milli samningsaðila.
Við þessar aðstæður getur hið opin-
bera – ríki og sveitarfélög – leikið lyk-
ilhlutverk með því annars vegar að lækka
álögur á atvinnulífið og hins vegar á
launafólk. Ef markmiðið er að auka
kaupmátt almennra launamanna skiptir
hins vegar miklu hvernig að verki er
staðið.
Ég hef áður lagt áherslu á að ríkis-
sjóður lækki tryggingagjaldið sem er lít-
ið annað en skattur á laun og störf –
skattur sem starfsmenn greiða í formi
lægri launa. Með lækkun trygginga-
gjaldsins eykst svigrúm fyrirtækja til að
greiða hærri laun án þess að valda kostn-
aðarhækkun. En fleira þarf að gera.
Virðisaukaskattur á fatnað er fyrst og
fremst skattur á þá sem lægst hafa laun-
in og hafa ekki efni á því að ferðast til út-
landa. Kannanir hafa ítrekað sýnt að þeir
efnameiri kaupa fatnað í útlöndum á
meðan láglaunafólk þarf að sætta sig við
24% virðisaukaskatt í verslunum hér á
landi. Lækkun virðisaukaskatts á föt í
neðra þrep (11%) og afnám tolla er því
bein kjarabót sem kemur efnaminni fjöl-
skyldum best. Í kaupbæti mun innlend
verslun eflast og möguleikar hennar til
að greiða hærri laun þar með. Þegar upp
er staðið verður ríkissjóður fyrir tak-
mörkuðum tekjumissi.
Því miður kemur innbyggð kerfisvilla í
veg fyrir að stór hluti láglaunafólks fái að
njóta hugsanlegrar hækkunar á persónu-
afslætti. Ástæðan er sú að hækkunin er
étin upp í útsvari til sveitarfélaga. Aðeins
með lækkun útsvarsprósentunnar er
hægt að tryggja að hækkun persónu-
afsláttar renni í launaumslögin. Það væri
því eðlileg krafa, ef ákveðið verður að
hækka persónuafslátt, að sveitarfélög
lækki útsvarið, a.m.k. þau sem innheimta
hámarksútsvar. Og í þessu sambandi er
vert að hafa í huga að skattgreiðendur í
Reykjavík og öðrum háskattasveitar-
félögum eru viku lengur að vinna fyrir
útsvarinu en þeir sem minnst greiða.
Tækifærin til að bæta hér lífskjör eru
fyrir hendi og augljóst er að mörg fyrir-
tæki hafa góða burði til að standa undir
hærri launum. Hættan er hins vegar sú
að við náum ekki að nýta tækifærin
vegna verkfalla og kjaradeilna og að lok-
um með því að henda tækifærunum á
verðbólgubál samkvæmt gömlum sið.
Vítahringur á vinnumarkaði
Eftir Óla Björn Kárason » Þannig hafa kjara-
bætur þeirra sem
lægst hafa launin orðið
vopn í höndum þeirra sem
hærra eru launaðir. Þetta
er birtingarmynd mið-
stýrðrar kjarabaráttu
Óli Björn
Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks.
Í ljósi mikillar umfjöllunar í íslenskum
fjölmiðlum um tengsl menntamálaráð-
herra og félagsins ORKA Energy þá vil
ég koma eftirfarandi upplýsingum á
framfæri um starfsemi félagsins.
ORKA Energy sérhæfir sig í uppbygg-
ingu og rekstri á hitaveitum og jarð-
hitavirkjunum. Félagið er með aðsetur í
Singapúr og er eignarhaldið að hluta ís-
lenskt og að hluta erlent. Verkefni félags-
ins eru aðallega í Kína þar sem unnið er
að áframhaldandi uppbyggingu á rekstri
hitaveitna og einnig á Filippseyjum þar
sem unnið er að uppbyggingu á þremur
litlum jarðhitavirkjunum. Auk þess er fé-
lagið að skoða frekari verkefni á þessu
sviði víðar í Asíu.
Félagið rekur skrifstofur í Singapúr,
Manila og Beijing auk þess að reka litla
skrifstofu í Reykjavík sem sér aðallega
um kaup á íslenskri verkfræðiþjónustu. Í
heild starfa hjá félaginu og félögum því
tengdum um 500 starfsmenn auk verk-
taka og ráðgjafa.
Reksturinn í Kína
Rekstur hitaveitna í Kína byrjaði árið
2006 þegar Orkuveita Reykjavíkur tók að
sér að þróa hitaveitur með jarðhita í sam-
starfi við kínverska orkufyrirtækið Sino-
pec, sem er í eigu kínverska
ríkisins. ORKA Energy fer
nú með 49% eignarhlut í
hitaveitunum í Kína á móti
Sinopec sem er með 51%. Í
stuttu máli hefur þessi
rekstur vaxið samfellt og nú
eru 115 hitaveitur í blómleg-
um rekstri með 380 starfs-
menn. Unnið er að frekari
stækkunaráformum og sam-
nýtingu hitaveitu við raf-
orkuframleiðslu. Jákvæð
umhverfisáhrif af þessari
starfsemi félagsins eru gríð-
arleg. Fyrir hverja hitaveitu
sem sett er á legg hefur að öllu jöfnu ver-
ið hægt að loka einu kolaorkuveri eða
koma í veg fyrir byggingu nýrra meng-
andi orkuvera, svo sem kola-, olíu- eða ga-
sorkuvera. Þetta framlag íslenskra verk-
fræðinga og sérfræðinga á sviði jarðhita
er líklega eitt mesta framlag Íslendinga
til alþjóðlegra umhverfismála.
Reksturinn á Filippseyjum
Filippseyjar eru eitt af þeim hag-
kerfum í Asíu sem vaxa hvað hraðast, en
þar er íbúafjöldi um 100 milljónir. Þess-
um mikla vexti fylgir mikil eftispurn eftir
raforku sem endurspeglast í háu raf-
orkuverði en það er um fjórum sinnum
hærra en á Íslandi. Filipps-
eyjar eru líka eitt samfellt
jarðhitasvæði og því kjör-
aðstæður fyrir félög sem
þróa jarðhitavirkjanir.
Orka Energy hefur unnið
að jarðhitaverkefni á Bil-
iran-eyju austarlega á Fil-
ippseyjum og eftir jarðbor-
anir síðustu ár er nú unnið
að undirbúningi þriggja lít-
illa jarðhitavirkjana á
svæðinu. Samhliða þessu
kannar félagið nú frekari
verkefni á þessu sviði á Fil-
ippseyjum.
Stuðningur stjórnmálamanna
Þar sem félagið þróar umhverfisvæna
orku, skapar mikil umsvif og skatttekjur í
samfélaginu, þá hefur því hvarvetna verið
vel tekið. Opinberir aðilar sýna félaginu
að öllu jöfnu mikinn áhuga og stuðning
enda hefur félagið fjárfest fyrir um 20
milljarða króna í ofantöldum verkefnum.
Nær öll verkfræðiþjónusta og sérfræði-
ráðgjöf á sviði jarðhita hefur verið keypt
af íslenskum aðilum auk þess sem íslensk-
ir verktakar og erlend dótturfélög þeirra
hafa séð um stóran hluta framkvæmd-
anna. Í því felast miklir hagsmunir fyrir
íslenskt samfélag. Íslenskir ráðamenn
hafa í gegnum tíðina stutt við þessa upp-
byggingu félagsins, ekki síst í því skyni
að viðhalda góðu orðspori íslenskrar
tækniþekkingar á sviði jarðhita svo
skapa megi aukin tækifæri fyrir útrás ís-
lenskrar sérfræðikunnáttu á sviði jarð-
hitaverkefna á alþjóðavísu. Þá hafa
sendiherrar Nýja-Sjálands og sendi-
fulltrúar Svíþjóðar einnig stutt við upp-
byggingu á verkefnum félagsins með
táknrænum hætti.
Það er stefna fyrirtækisins að vera
leiðandi á sviði jarðhitaverkefna í heim-
inum og auka veg Íslands á því sviði, hér
eftir sem hingað til. Táknrænn stuðn-
ingur íslenskra ráðamanna við starfsemi
félagsins á erlendum vettvangi hefur því
þýðingu fyrir víðtæka íslenska hags-
muni, langt út fyrir raðir félagsins.
ORKA Energy
Eftir Eirík Bragason » Þetta framlag íslenskra
verkfræðinga og sér-
fræðinga á sviði jarðhita er
líklega eitt mesta framlag
Íslendinga til alþjóðlegra
umhverfismála.
Eiríkur
Bragason
Höfundur er verkfræðingur og forstjóri
ORKA Energy Singapore.