Morgunblaðið - 29.04.2015, Side 8

Morgunblaðið - 29.04.2015, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 8 FRÉTTIR einhver atriði sem þar koma fram.“ Þetta eru sérkennilegar athugasemdir svo ekki sé meira sagt, því í þeim felst að dómendur í hinum fjölskipaða dómi eigi að gera eitthvað annað en sannfæring þeirra segir þeim að sé rétt,“ segir Jón Steinar í bréfi sínu. Ráðast ber í breytingar Í niðurlagi bréfs Jóns Steinars til inn- anríkisráðherra segir orðrétt: „Ég tel að umsögn réttarfarsnefndar breyti engu um að ráðast beri í meginatriðum í þær breytingar á dómstólaskipan og réttar- farslögum sem felast í frumvörpum þriggja manna nefndarinnar sem fyrir liggja.“ Bréfi hæstaréttardómarans fyrrver- andi fylgja athugasemdir sem hann gerði við frumvörpin í marsmánuði og sendi innanríkisráðherra. Heimaríkir gamlingjar Þar segist Jón Steinar m.a. telja að Hæstiréttur, landsréttur og dómstólaráð eigi ekki að tilnefna menn í nefndina, sem eigi að fjalla um hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og segir að hann hafi lagt til að núverandi dóm- arar við Hæstarétt verði að dómurum við Landsrétt, þegar breytingin taki gildi. „Heimaríkir gamlingjarnir, sem nú sitja í réttinum, og hafa að auki lýst sig and- víga hluta þeirra breytinga sem verið er að gera, eru ekki bestu kandídatarnir til að hrinda þeim í framkvæmd,“ segir orð- rétt í athugasemdum Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir í bréfi til Ólafar Nordal, innanrík- isráðherra, að það veki strax athygli hans við lestur á umsögn réttarfars- nefndar um frumvörp til breytinga á lög- um um dómstólaskipan og réttarfar hversu neikvæða afstöðu nefndin tekur til frumvarpanna. Í bréfi Jóns Stein- ars, sem Morg- unblaðið hefur undir höndum segir orðrétt: „Liggur raunar fyrir að nefndinni virtist hafa verið misboðið, þegar fyrrverandi ráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir – innskot blm.) hafði leitað til þriggja lög- fræðinga, sem ekki tengdust réttarfarsnefnd, um að semja frumvörpin. Létu fyrirsvarsmenn réttar- farsnefndar þá afdráttarlaust í ljós bæði við ráðherrann og þremenningana hversu mjög nefndinni væri misboðið. Þó að nefndin segi í upphafi umsagnar sinn- ar að hún styðji meginefni frumvarpanna um stofnun nýs dómstóls á millidómstigi, reynir hún samt að finna frumvörpunum allt til foráttu og sér alls konar ann- marka á að leiða þau í lög. Er meðal ann- ars gripið til gamalkunnugs ráðs að telja framkvæmd málsins of kostnaðarsama. Þá sé hún flókin og að ekki hafi verið vik- ið að öllum framkvæmdaratriðum í frum- vörpunum. Er þó augljóst að frumvörpin hafa að geyma alla sömu efnisþætti og núgildandi lög. Þessar úrtölur réttar- farsnefndar eru ekkert annað en frekar gagnsær málflutningur gegn lögleiðingu frumvarpanna.“ Tekur undir ákveðnar ábendingar Jón Steinar segir í bréfi sínu að í áliti nefndarinnar komi fram ábendingar sem eigi að hans dómi rétt á sér. Þannig taki hann undir að unnt þurfi að vera að láta Hæstarétt eftir breytingar fjalla um sak- arefni, þó að um kærumál ræði til dæmis af sviði fullnusturéttarfars. Það sé rétt að sum þýðingarmestu mál sem fyrir dómstólana hafi komið hafi verið í því formi. Unnt sé að ná þessu markmiði með einfaldri breytingu á frumvörp- unum. Þá gerir Jón Steinar að umtalsefni í bréfi sínu umsögn réttarfarsnefndar um ákvæði í frumvarpinu til dómstólalaga, þar sem lagt er til að nýjar reglur verði teknar upp við skipan nýrra dómara og þá kannski einkum hæstaréttardómara. Leggst nefndin gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu. Alræðisvald til dómarahóps „Þessi afstaða kemur ekki á óvart, þar sem núverandi kerfi, sem komið var á með lögum nr. 45/2010, fól í sér raun- verulegt alræðisvald dómarahópsins um skipan nýrra dómara að réttinum. Er þetta sami hópurinn sem ræður skipan mála bæði í Hæstarétti og réttar- farsnefnd,“ segir orðrétt í bréfi Jóns Steinars. Réttarfarsnefnd gerir athugasemdir við ákvæði frumvarpanna um breytingar á lögum um meðferð einkamála og um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um nýbreytni við samningu dóma Hæstaréttar. Sérkennilegar athugasemdir „Er í frumvarpinu lagt til að fram komi hver hafi skrifað forsendur dóms og síðan geri hver og einn dómari grein fyrir atkvæði sínu í eigin nafni, eftir því sem efni standa til. Í umsögn nefnd- arinnar er sagt að löng hefð sé fyrir „að réttinum sjálfum skuli skipað í öndvegi þannig að dregið sé úr vægi þeirra ein- staklinga sem fara með dómsvaldið.“!! Síðan er meðal annars sagt að þetta nýja fyrirkomulag gæti dregið úr fordæm- isgildi hæstaréttardóma ef „þeir dóm- endur sem greiða atkvæði með nið- urstöðu frummælanda gera fyrirvara um Neikvæð afstaða nefnd- arinnar vekur athygli Fyrrverandi hæstaréttardómari gagnrýnir réttarfarsnefnd Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur Fyrrverandi dómari við Hæstarétt leggur til að dómarar við réttinn verði að dómurum við Landsrétt þegar breytingar á lögum verða framkvæmdar.Jón Steinar Gunnlaugsson Malín Brand malin@mbl.is Það hefur verið með kaldara móti víða um land að undanförnu og náttúran ei- lítið seinni að taka við sér en oft áður um þetta leyti. Þó eru sauðfjárbændur enn nokkuð rólegir vegna sauðburðar enda flestum þeirra það vel kunnugt að lögmálum náttúrunnar verður ekki hnikað sama hvað hverjum kann að finnast um veðráttuna. Þórarinn Ingi Pétursson er formaður Landssambands sauðfjárbænda. Hann segir að sauðburðurinn virðist fara með hægara móti af stað á Norðurlandi. „Þetta er aðeins að byrja að skríða af stað annars staðar. Þó fer sauðburð- urinn ekki á fullt fyrr en fyrstu vikuna í maí,“ segir hann. Kuldinn „yfir strikið“ Þórarinn segir kuldann fyrir norðan að undanförnu fara „yfir strikið“. „Það er samt mun skárra að fá þetta núna heldur en um tuttugasta maí.“ Hann segir að fullsnemmt sé að hafa áhyggj- ur af þessari hægu sumarbyrjun. „Það þýðir ekkert enda er þetta hluti af því að búa á Íslandi. En vissulega setur þetta svolítið strik í reikninginn hjá mönnum. Það er bara þannig en menn finna bara leiðir út úr því verkefni. Þeg- ar það fer að fjölga í húsunum þá fara menn að koma þessu út og þetta setur strik í reikninginn hvað það varðar og það er náttúrlega útilokað að setja út nokkra skepnu á Norðurlandi núna en það er í lagi ef það er þurrt,“ segir Þór- arinn. Kuldinn einn og sér er ekki endi- lega verstur heldur er það þegar úr- koma fylgir kuldanum. Á meðan veðrið er með þessu móti gildir samstarfið við náttúruna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lömb Bændur eru enn rólegir þó sauð- burður fari hægt af stað í ár. Sauðburður fer hægt af stað í ár Kuldinn setur strik í reikninginn fyrir norðan Aase Eskeland, fyrsta hús- freyjan í Norræna húsinu í Reykjavík, lést á St. Hans- haugen hjúkrunarheimilinu í Ósló 24. apríl síðastliðinn, 83 ára að aldri. Hún fæddist í Bergen í Noregi 13. apríl árið 1932. Aase var gift Ívari Eskeland, fyrsta forstöðumanni Nor- ræna hússins. Hann lést árið 2005, 78 ára að aldri. Aase átti sinn þátt í að móta Norræna húsið sem menningarmiðstöð, ásamt eiginmanni sínum, sem var forstöðumaður hússins frá 1968 til 1972. Þau hjón voru vinsæl og vinmörg hér á landi. Þess má geta að Ívar var afkastamikill þýðandi og rithöf- undur og kom jafnframt að stofnun Listahátíðarinnar í Reykjavík árið 1970, ásamt Vladimir Ashke- nazy. Þau hjón voru mjög dugleg við að koma íslenskri menningu á framfæri í Noregi. Eftir að Aase og Ívar fluttu aftur til Noregs gegndi hún ýmsum störf- um. Í 20 ár veitti hún Opplysningsfilm A/S for- stöðu, sem lánaði út fræðsluefni um norskt atvinnulíf til mennta- stofnana. Hún var mjög virk í félagslífi og hafði mikinn áhuga á stjórn- málum, bókmenntum og matargerðarlist. Eftirlifandi sonur Aase er Bård Eske- land, sem fæddist í Reykjavík á þeim ár- um sem foreldrar hans gegndu störfum sínum í Norræna húsinu. Andlát Aase Eskeland, fv. hús- freyja í Norræna húsinu BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Milljarðar króna eru í verkfallssjóðum þeirra stéttarfélaga sem hafa verið í verkfalli eða eru í startholunum með slíkar aðgerðir. Staða sjóðanna er hins vegar misjöfn og þeir þola ekki lang- varandi verkföll sumir hverjir. Sjóðirnir hafa engu að síður fengið góðan tíma til að dafna því nokkuð er um liðið síðan félög eins og VR, BHM og SGS hafa staðið í verkfallsaðgerðum. Þó að VR hafi t.d. samþykkt á fundi sínum í vikunni að færa tvo milljarða króna úr félagssjóði í vinnudeilusjóð, sem stendur þá í um þremur millj- örðum króna, þá eru félagsmenn það margir að ekki verður stór upphæð til skiptanna fyrir hvern og einn, ef til allsherjarverkfalls kemur. VR er eitt stærsta stéttarfélag lands- ins, með yfir 30 þúsund félagsmenn og miðað við stöðu vinnudeilusjóðs í dag upp á þrjá milljarða króna þá jafngildir það um 100 þúsund krónum á hvern fé- lagsmann. Slíkar fjárhæðir duga skammt ef allir fara í verkfall. Ekki efnt til verkfalla af léttúð Að sögn Ólafíu B. Rafnsdóttur, for- manns VR, þá hafa engar ákvarðanir verið teknar um hvernig greiðslum úr vinnudeilusjóði verður háttað nákvæm- lega eða hvernig möguleg verkföll fara fram. Fyrst sé að fara í atkvæða- greiðslu um boðun verkfalls og ákveða síðan næstu skref. Samkvæmt reglu- gerð VR um vinnudeilusjóðinn ber hon- um að veita félagsmanni í verkfalli fjár- hagsaðstoð, „eftir því sem hagur sjóðsins leyfir hverju sinni“. Tekjurnar ráðast af framlagi úr félagssjóði, sem ákveðið er á aðalfundi, vaxtatekjum og opnum framlögum og styrkjum. Full- gildur félagsmaður og skuldlaus við VR á rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóði. Þeir sem halda launum í vinnudeilu eiga ekki rétt á greiðslum, eða ef fé- lagsmenn hefja störf annars staðar meðan á verkfalli stendur. Ólafía segir grafalvarlega stöðu uppi á vinnumarkaðanum og það sé ekki af neinni léttúð sem teknar séu ákvarð- anir um að efna til verkfalls. „Þetta er ekki sú staða sem við vildum vera í, en þegar við náum ekki samtali um okkar kröfugerð þá þurfum við að fara inn í þetta ferli. Komi til verkfalls þá mun- um við haga aðgerðum þannig að okkar félagsmenn verði fyrir sem minnstri röskun fjárhagslega,“ segir Ólafía en langt er síðan VR-félagar fóru í verk- fall, eða 27 ár. Á þeim tíma hefur sjóð- urinn ávaxtast en litlar hreyfingar verið á honum að öðru leyti. Á sama tíma hafa nýjar kynslóðir bæst við á vinnu- markaði sem vita varla hvað verkföll eru. 100 milljónir hjá BHM í apríl Ólafía segir fjölda fyrirspurna berast til VR um hvort til verkfalls komi og hvernig beri hreinlega að aðhafast við slíkar aðstæður. Hún telur vinnudeilu- sjóð hafa borð fyrir báru ef verkföll standa lengi yfir, eiginfjárstaða VR sé sterk eða ríflega 9 milljarðar króna. Hátt í 700 félagsmenn í 17 aðild- arfélögum BHM eru sem kunnugt er í verkfalli og þar er staða verkfallssjóða almennt sögð góð. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir hvert aðild- arfélag hafa sínar reglur og staða sjóð- anna sé mismunandi. Félögin geri sínar áætlanir og greiði í vinnudeilusjóði eftir þörfum. Páll reiknar með að í aprílmán- uði verði greiddar út um 100 milljónir króna til félagsmanna í verkfalli, sem gerir um 150 þúsund krónur á mann. Búast má við svipaðri upphæð í maí ef sami fjöldi verður enn í verkfalli. Ef ekkert gengur í kjaraviðræðunum við ríkið þá útilokar Páll ekki að fleiri að- ildarfélög grípi til vinnustöðvana. Að jafnaði miðast veittur styrkur hjá BHM við meðaltal útgreiddra launa síð- ustu þriggja launatímabila. Af veittum styrkjum verður dregið frá staðgreiðslu opinberra gjalda en ekki verður tekið tillit til persónuafsláttar. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir vinnudeilusjóði aðildarfélaganna víðast hvar standa vel að vígi. Það sem upp á vanti verði sótt í félagssjóðina, og heimilda leitað til þess innan hvers fé- lags. „Fæst þessi félög hafa staðið í vinnudeilum síðustu ár eða áratugi, þannig að það hefur verið að safnast fyrir. Heilt yfir er staða okkar góð,“ segir Drífa, en áréttar að reglur um greiðslur úr sjóðunum séu ekki sam- ræmdar. T.d. sé ekki greitt sums stað- ar fyrir fyrstu daga í verkfalli, en önn- ur félög greiði fyrir alla daga í verkfalli. Efling stendur vel að vígi Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar-stéttarfélags, stærsta banda- manns Flóans svonefnda, segir verk- fallsjóð félagsins standa vel, með 2,2 milljarða króna eigið fé. Samþykkt var á aðalfundi Eflingar í gærkvöldi að fá aðgang að 800 milljónum króna í fé- lagssjóði til viðbótar, ef til langvarandi verkfallsaðgerða kæmi. „Stefna okkar hefur verið sú að hafa vinnudeilusjóð til staðar ef til átaka kemur. Ákveðinn hluti félagsgjalda hef- ur runnið í þennan sjóð,“ segir Sig- urður en nokkuð er um liðið síðan Efl- ing stóð að verkfalli, eða í marsmánuði árið 1997 undir merkjum Dagsbrúnar og Framsóknar. „Við höfum ekkert ákveðið hvernig að greiðslum verður staðið, en meiri líkur en minni eru á að greitt verði út eftir hverja verkfallshrinu, ef til þeirra kemur. En við höfum töluverðan tíma ennþá til að leysa þessa kjaradeilu. Það er okkar verkefni fyrst og fremst,“ seg- ir Sigurður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir vinnu- deilusjóð félagsins sömuleiðis standa vel. „Við ættum að geta verið með okkar félagsmenn í verkfalli í mánuð,“ segir Vilhjálmur en hans félagsmenn fara í sínar fyrstu aðgerðir á morgun, með hálfsdags vinnustöðvun. Hann segir að strax að þeim aðgerðum loknum verði greitt úr verkfallssjóði. Vænir vinnudeilusjóðir stéttar- félaganna fyrir komandi verkföll Verkfallssjóðir hafa safnast upp á löngum tíma Um 100 þúsund kr. til skiptanna á hvern félagsmann VR Morgunblaðið/Þórður Vinnumarkaður Takist ekki samningar milli launþega og atvinnurekenda á næstu dögum og vikum þá stefnir allt í harðar verk- fallsaðferðir. Á þeim tíma geta félagsmenn stéttarfélaga fengið greitt úr verkfallssjóðum, mismikið eftir stöðu þeirra og styrk. Drífa Snædal Sigurður Bessason Páll Halldórsson Ólafía B. Rafnsdóttir Starfsmenn í gjaldskýli Hvalfjarðar- ganga munu leggja niður störf, komi til vinnustöðvunar SGS á morgun, frá 12 á hádegi til miðnættis. Göngin verða ekki lokuð og engin veggjöld innheimt á með- an. „Verkfallið er einn dagur á morgun og tveir dagar í maí. Í meginatriðum verður þetta svona hjá okkur þessa þrjá daga,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarfor- maður Spalar. Í göngunum verða sett upp áberandi skilti beggja vegna gjaldskýlis og allri umferð beint á ytri akreinar. Innri ak- reinar verða lokaðar, enda enginn til að taka við gjaldinu. Ekkert verður slegið af öryggiskröfum því sjálfvirkt öryggis- og eftirlitskerfi ganganna verður á vaktinni eins og ávallt. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það grafalvarlegt að forsvarsmenn Spalar hafi ákveðið að hafa gjaldskýlið mann- laust. Telur hann að loka þurfi göngunum meðan á verkfalli stendur. „Okkar niðurstaða er að viðbragðs- og neyðaráætlun Hvalfjarðarganga byggist á því að starfsmenn séu ávallt til staðar í gjaldskýli. Því er þessi opnun hugsanlega að stefna vegfarendum í hættu. Sagan sýnir, svo ekki verður um villst, hversu mikilvægt það er að hafa góð viðbrögð starfsmanna Spalar í gjaldskýlinu,“ segir Vilhjálmur en hann þekkir vel til sög- unnar, hann vann í sex ár hjá fyrirtækinu og slökkti eitt sinn í logandi bíl við göngin árið 2001. „Ég veit nákvæmlega hvað það er mik- ilvægt að það séu skjót viðbrögð í upphafi slyss – til að forða frekari hættu.“ Hjá Vegagerðinni fengust þau svör að svo framarlega sem öryggiskröfum yrði fullnægt, þá yrði ekkert aðhafst. benedikt@mbl.is Lokað í gjaldskýli en göngin opin Frítt í Hvalfjarðargöng á meðan verkfall SGS stendur yfir Öryggi verður framfylgt Morgunblaðið/Ernir Göngin Ekki verður rukkað í Hvalfjarð- argöngin meðan verkfall SBS stendur yfir. Kjaradeilu starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík við SA hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður í dag. Af um 400 starfsmönnum álversins eru um 200 félagar í Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Kolbeinn Gunnarsson, for- maður Hlífar, segir viðræðurnar hafa litlum árangri skilað til þessa. Þó sé verið að horfa til skemmri samnings frekar en lengri, og nefnir Kolbeinn svonefndan fleytisamning sem næði til næstu ára- móta. „Við viljum taka umræðu um nokk- ur mál sem við erum ekki að klára á einum eða tveimur mánuðum. Þess vegna viljum við gera stuttan samning til að vinna í þessum málum áfram, og gera þá í fram- haldinu lengri samning,“ segir Kolbeinn. Spurður hvort þá sé að komast á ein- hver samningur við forsvarsmenn álvers- ins segir Kolbeinn að menn séu alltaf til- búnir í samning, þetta sé aðeins spurning um tölurnar. Reiknar hann með að staðan skýrist á allra næstu dögum. „Það skýrist þá hvort við séum að fara að gera svona fleytisamning eða að fara inn í allt annað ferli,“ segir Kolbeinn, og telur litlar líkur á að Hlíf sé reiðubúin í fimm ára samning, líkt og gerður var á Akranesi við Norðurál á Grundartanga. Fleytisamningur til umræðu í Straumsvík Kjaradeila starfsmanna til sáttasemjara Framsýn gekk frá þremur kjarasamn- ingum í gær við atvinnurekendur á fé- lagssvæði félagsins og voru þeir undirrit- aðir og kynntir starfsmönnum samdægurs. „Auk þeirra þriggja samn- inga sem gengið var frá í dag eru þrír aðr- ir samningar til skoðunar hjá eigendum þeirra fyrirtækja sem við höfum samið við og ég býst fastlega við því að þeir verði einnig samþykktir,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar. Kjarasamningarnir voru bornir upp í gær og samþykktir samhljóða meðal starfsmanna að sögn Aðalsteins og hafa starfsmenn lýst yfir ánægju sinni með niðurstöðuna sem tryggir þeim 35.000 króna hækkun á mánuði auk þess sem tryggt er að lágmarkslaun verði kr. 300.000 á mánuði árið 2017. „Við gerðum okkar samningsaðilum ljóst frá upphafi að við myndum ekki draga úr okkar kröfum. Það er því mikil ánægja að tekist hafi að semja með þessum hætti og tryggja okkar félagsmönnum 300 þúsund króna lág- markslaun árið 2017. Síðan erum við með 5 til 6 aðra samninga á lokametr- unum.“vilhjalmur@mbl.is Samið um 300 þúsund króna lágmarkslaun VÍKKAÐU HRINGINN Við gefum þriðja bílinn á þessu ári í glæsilegum áskriftarleik fyrir trausta lesendur Morgunblaðsins. Allir áskrifendur eru með í leiknum. Fylgstu með þann 17. júlí þegar við drögum út fjórhjóla- drifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* *Inni í verðinu er ríkulegur aukabúnaður. Grunnverð á Mercedes-Benz B-Class CDI 4MATIC er 5.790.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.