Morgunblaðið - 29.04.2015, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
10 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
Erlent
OMX 18 1.366 0,1% OMXN40 1.653 -2,5% OMXC 982 -2,1% OMXS 1.680 -2,3% OMXH 3.472 -2,5% OSEBX 645 -1,1% Dow Jones 18.110 0,4% Nasdaq 5.055 -0,1% FTSE 7.031 -1,0% DAX 11.812 -1,9%
Í dag hefst dagskrá
viðskiptasendi-
nefndar á vegum
Amerísk-íslenska
viðskiptaráðsins
(AMIS) í New York
þar sem sjónum
verður beint að efna-
hagsumhverfi í
Bandaríkjunum í ná-
inni framtíð. Alls eru
35 fulltrúar 20 ís-
lenskra fyrirtækja í hópnum. Sendi-
nefndin mun í dag heimsækja Nasdaq-
kauphöllina, auk þess að fara í kynn-
isferðir til Jet Blue og Alcoa. Á
morgun fer fram ráðstefna í Norræna
húsinu í New York um viðskipti á
norðurslóðum þar sem Bjarni Bene-
diktsson, fjármála- og efnahags-
ráðherra, verður á meðal þátttakenda.
Síðar um daginn mun sendinefndin
kynna sér stöðu og horfur í bandarísk-
um efnahagsmálum hjá Citi-bank-
anum, auk þess sem fjallað verður um
þróun í fjölmiðlun hjá Time Warner.
Dagskránni lýkur á föstudaginn með
kynningu á mögulegum viðskiptatæki-
færum við Sameinuðu þjóðirnar. Ferð-
in er skipulögð af AMIS og IACC í
samvinnu við Íslandsstofu.
Sendinefnd Amerísk-
íslenska viðskipta-
ráðsins til New York
AMIS Sendinefnd
er nú í New York.
Orkuiðnaðurinn á Íslandi hefur á nokkr-
um áratugum orðið jafnverðmætur sjáv-
arútveginum og vöxturinn því verið gríð-
arlegur. Þetta benti Ragnar
Guðmundsson, formaður Samáls og for-
stjóri Norðuráls, á í ræðu á aðalfundi
samtakanna í gær. „Sjávarútvegur hefur
verið stundaður á Íslandi í hundruð ára.
Og markaðsverðmætið er 600 millj-
arðar,“ sagði hann og vísaði þar til út-
reikninga þar sem hann skoðaði mark-
aðsvirði eina sjávarútvegsfyrirtækisins
sem skráð er á markað, HB Granda, og
hlutdeildar fyrirtækisins í heildarafla-
heimildum.
Ragnar spurði fundargesti út í hvað
þeir teldu þá markaðsvirði atvinnugrein-
ar sem vaxið hefði upp á sextíu árum
vera og vísaði þar til orkuiðnaðarins.
Hann svaraði spurningunni sjálfur og
sagði: „Raunveruleikinn er sá að íslensku
orkufyrirtækin eru líklega 500 til 800
milljarða virði. Myndi eitthvert ykkar til
dæmis selja Landsvirkjun fyrir minna en
500 milljarða?“
Benti hann á að Landsvirkjun gæti
greitt skuldir sínar niður á 9,4 árum ef
vilji stæði til þess, jafnvel þótt skammt sé
frá því að fyrirtækið réðst í gríðarlegar
fjárfestingar með uppbyggingu Kára-
hnjúkavirkjunar. Sú staðreynd þýddi að
innan fárra ára gæti fyrirtækið greitt 30-
40 milljarða í arð til eigenda sinna á
hverju einasta ári, án þess að orkuverð
hækki svo nokkru nemi. Benti hann á í
samhengi við það að veiðigjöld á sjávar-
útveg nema um 10-15 milljörðum árlega.
Þá benti Ragnar einnig á að álfyrir-
tækin kaupa um 75% af þeirri orku sem
Landsvirkjun framleiðir og bætti við:
„Þeir samningar sem gerðir hafa verið
við álverin eru þjóðinni hagstæðir, skila
gríðarlega góðri afkomu og þúsundum
traustra og vel launaðra starfa.“
Morgunblaðið/Ómar
Orka Búrfellsstöð hóf að framleiða rafmagn úr Þjórsá árið 1969 og var aflmesta
virkjun landsins allt þar til Fljótsdalsstöð var tekin í notkun 38 árum síðar.
Orkan og fiskurinn
Formaður Samáls segir orkuiðnaðinn
jafnverðmætan sjávarútveginum hérlendis
BAKSVIÐ
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Bæði Írar og Íslendingar þurfa að
finna tækifæri til að eiga viðskipti á hin-
um alþjóðlega markaði til að skapa
áhugavert umhverfi fyrir kynslóðir
framtíðarinnar í báðum löndunum og þá
þýðir ekki að hugsa smátt. Þetta kom
fram í máli Colm Ó Floinn, fram-
kvæmdastjóra viðskipta- og kynningar-
sviðs utanríkis- og viðskiptaráðuneytis-
ins á Írlandi, á ársfundi Íslandsstofu í
gær.
Colm sagði frá því hvernig brugðist
var með skipulögðum hætti við til að
auka útflutningstekjur Írlands í kjölfar
fjármála- og efnahagshrunsins en Írland
varð illa úti í hruninu og glímir enn við
miklar skuldir. Til að ná aftur bata í
efnahagslífinu settu yfirvöld alla áherslu
á að skapa atvinnutækifæri með auknum
útflutningi. Í samráði írsku ríkisstjórn-
arinnar og hagsmunaaðila á markaðnum
voru settar saman ítarlegar áætlanir til
að auka viðskipti, fjárfestingar og ferða-
þjónustu á Írlandi með það að markmiði
að ná fram sem mestum slagkrafti. Hann
sagði að Írland hefði náð sér vel á strik
og Írar væru komnir aftur á skrið,
reynslunni ríkari.
Margt fram að færa
Colm sagði að Írland og Ísland ættu
ýmislegt sameiginlegt. „Bæði löndin eru
eyjar í Norðvestur-Evrópu, bæði eru
þau tiltölulega lítil hagkerfi með ekki svo
marga íbúa og hlutfallslega lítil á alþjóð-
legum mörkuðum. Hins vegar hafa bæði
löndin margt fram að færa í alþjóðlega
viðskiptaumhverfinu.“
Hann sagði að báðar þjóðir ættu skilið
klapp á bakið vegna þess árangurs sem
hefur náðst. „Við lifðum af erfiðleikana
sem fylgdu hruninu og komum sterkari
út úr því.“ Hann sagði að tekist hefði að
laða erlenda fjárfesta til Írlands og út-
flutningur væri meiri nú en hann var fyr-
ir hrun. „Við höfum meðal annars náð að
búa til leiðandi upplýsingatækni- og net-
fyrirtæki. Við vissum að við þyrftum að
vera samstiga til að ná árangri í að
byggja aftur upp orðspor Írlands á er-
lendum mörkuðum. Því var búið til sam-
stillt átak til að kynna viðskiptamögu-
leika margvíslegra atvinnugreina, meðal
annars í upplýsingatækni, landbúnaði,
vísindum, menntun og ferðaþjónustu.“
Markmið 9 milljónir ferðamanna
Colm sagði að stofnað hefði verið eins-
konar viðskiptaútflutningsráð sem hitt-
ist tvisvar á ári í tveggja og hálfs tíma
umræðu þar sem samankomnir eru
ábyrgðaraðilar frá hinu opinbera og
einkageiranum. Markmið eru sett fram
og nefndi hann sem dæmi að núna koma
7,5 milljónir ferðamanna til Írlands ár-
lega en markmiðið væri að innan tveggja
ára yrðu þeir orðnir 9 milljónir. Annað
dæmi um markmið nefndi hann að nú
kæmu 75% fjárfestinga frá Bandaríkj-
unum en markmiðið er að fjárfestingar
frá nýmörkuðum nái 20% innan skamms
tíma. Meðal hlutverka viðskiptaútflutn-
ingsráðsins er að fylgjast með hvernig
gengur að ná markmiðunum sem sett
eru. Þá er innan írska utanríkisráðu-
neytisins skipulagt samstillt átak í að
kynna viðskiptamöguleika þar sem
sendiráð þeirra um allan heim eru nýtt.
Hann sagði að lykilatriðið væri að hið op-
inbera og einkageirinn ynnu saman í að
ná markmiðunum.
1.581 grein um Ísland erlendis
Íslandsstofu er ætlað að vera sam-
starfsvettvangur atvinnulífsins og
stjórnvalda með þann megintilgang að
auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar.
Á ársfundinum fór framkvæmdastjóri
Íslandsstofu, Jón Ásbergsson, yfir rekst-
ur síðasta árs. Rekstrartekjur Íslands-
stofu voru 985 milljónir króna, þar af
voru ríkisframlög 219 milljónir króna.
Rekstrargjöldin námu 941 milljón króna
og meira en helmingur fer í kynningar-
og markaðsstarf. Hjá Íslandsstofu starfa
30 starfsmenn á fjórum sviðum sem eru
ferðaþjónusta og skapandi greinar, fjár-
festingasvið, iðnaður og þjónusta og
sjávarútvegur og matvæli.
Á fundinum voru nokkrar tölulegar
staðreyndir kynntar í myndbandi sem
sýnt var. Þar kom meðal annars fram að
72 íslensk fyrirtæki taki þátt í markaðs-
verkefnunum Ísland – allt árið og Ice-
land Naturally. 750 erlendir aðilar sóttu
30 vinnustofur sem Íslandsstofa skipu-
lagði fyrir ferðaþjónustuna í jafnmörg-
um borgum. 11 þúsund erlendum og 400
innlendum fyrirspurnum var svarað á
síðasta ári. Íslandsstofa skipulagði 59
sýningar, vinnustofur, viðskiptasendi-
nefndir og aðra kynningarviðburði er-
lendis. Sóttar voru 26 sýningar og ráð-
stefnur erlendis. 142 fyrirtæki tóku þátt
í markaðsverkefnunum Iceland Respon-
sible Fisheries og verkefni í Suður-Evr-
ópu með íslenskar saltaðar afurðir.
627.000 fylgjendur tengjast samfélags-
miðlaverkefnum Íslandsstofu.
230 íslenskir aðilar sóttu vinnustofur á
vegum Íslandsstofu. 1.581 grein birtist í
erlendum fjölmiðlum um Ísland og það
sem íslenskt er. 130 fjölmiðlum var boðið
í skipulagðar ferðir til Íslands.
Íslandsstofa aðstoðaði 742 erlenda
blaðamenn á árinu. 435 viðskiptatengd
verkefni voru unnin í tíu löndum af við-
skiptafulltrúum við sendiráð Íslands er-
lendis. 1.600 manns sóttu markaðs-,
vinnu- og upplýsingafundi sem haldnir
voru víðsvegar um landið. 2 erlendar
kvikmyndir og 5 sjónvarpsþættir voru
teknir upp á Íslandi. 26 fjárfestingaverk-
efni fóru í virka skoðun. 35 heimsóknir
erlendra fjárfesta og 90 fundir voru
haldnir með mögulegum fjárfestum er-
lendis. 14 íslensk fyrirtæki aðstoðuðu við
tengslamyndun við erlenda fjárfesta.
Að lokum var tiltekið að vefir Íslands-
stofu hefðu fengið um 2,5 milljónir heim-
sókna á árinu.
Þýðir ekki að hugsa smátt
Samstarf hins opinbera og einkageirans skilar Írum meiri útflutningi nú en fyrir hrun
Morgunblaðið/Ómar
Ferðaþjónusta Írar hafa sett sér það markmið að fá 9 milljónir ferðamanna innan
tveggja ára en Íslendingar eru með spá um 1,5 milljónir ferðamanna á sama tíma.
Þjóðræknir Bretar bíða fyrir utan fæðingardeild sjúkrahúss í
London þar sem búist er við að Katrín Middleton hertogaynja
fæði annað barn sitt og Vilhjálms Bretaprins á næstunni.
Breskir veðbankar telja líklegast að barnið verði skírt Alice,
Charlotte, Elizabeth eða Victoria ef það er stúlka, en James,
Arthur, Alexander eða Philip ef það er sveinbarn.
AFP
Beðið eftir öðru barni Katrínar og Vilhjálms
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Sársoltnir og örvæntingarfullir Nepal-
ar þyrptust að þyrlum sem lentu á af-
skekktum hamfarasvæðum í Nepal í
gær, fjórum dögum eftir jarðskjálfta sem
kostaði þúsundir manna lífið.
Margir íbúanna voru óttaslegnir vegna
fjölmargra eftirskjálfta og grátbáðu
þyrluáhafnirnar um mat og drykkjar-
vatn. Örvænting þeirra varð að reiði í
garð yfirvalda sem þeir sögðu hafa
brugðist of seint við náttúruhamförunum
og ekki gert nóg til að koma hjálpargögn-
um til nauðstaddra. Mikill skortur er á
matvælum, drykkjarvatni og öðrum lífs-
nauðsynjum á hamfarasvæðunum og
margir hafa þurft að hafast við undir ber-
um himni í næturkuldanum.
Sushil Koirala, forsætisráðherra Nep-
al, sagði að stjórnin hefði gert allt sem á
valdi hennar stæði til að koma fólkinu til
hjálpar en viðurkenndi að ekki hefði ver-
ið hægt að bregðast nógu fljótt við
hjálparbeiðnum frá afskekktum þorpum
vegna skorts á tækjum og sérfræðingum
í björgunarstarfi. Hermt er að um 90% af
100.000 manna herafla Nepal taki þátt í
björgunar- og hjálparstarfinu.
Forsætisráðherrann sagði að talið
væri að allt að 10.000 Nepalar hefðu látið
lífið í náttúruhamförunum. Reynist
manntjónið svo mikið er þetta mann-
skæðasti jarðskjálfti í sögu Nepal. Um
8.500 Nepalar og 2.200 Indverjar fórust í
skæðasta skjálftanum til þessa árið 1934.
Aðstæður mjög erfiðar
Yfirvöld í höfuðborginni Katmandú
sögðu að vitað væri um 5.057 manns sem
hefðu látið lífið í Nepal. Yfir 100 manns til
viðbótar fórust í grannríkjunum Indlandi
og Kína.
Vitað er um 8.000 manns sem slösuðust
af völdum hamfaranna í Nepal. A.m.k. 18
létu lífið á Everest-fjalli, flestir þeirra
burðarmenn og leiðsögumenn erlendra
fjallgöngumanna. Auk þeirra fórust tveir
Bandaríkjamenn, Ástrali og Kínverji.
Herflugvélar frá Bandaríkjunum,
Kína, Ísrael og fleiri löndum taka nú þátt
í flutningum á hjálpargögnum. Talsmað-
ur hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna í
Nepal sagði að mjög erfitt væri að koma
hjálpargögnum til afskekktra fjallaþorpa
vegna slæmrar færðar, úrhellis, eftir-
skjálfta og skriðufalla.
Óttast að 10.000 hafi farist
Reiði og mikil örvænting meðal sársoltinna íbúa á afskekktum hamfarasvæðum í Nepal
Skortur á tækjum, eftirskjálftar, úrhelli og skriðuföll torvelda hjálparstarf í fjallaþorpum
AFP
Neyð Nepalar norpa í rigningu í fjallahéraði sem varð illa úti í jarðskjálfanum á
laugardag. Lýst var yfir þriggja daga þjóðarsorg í Nepal í gær vegna manntjónsins.
Milljónir urðu hart úti
» Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna sögðu í gær að um átta
milljónir Nepala hefðu orðið fyrir
skaða í náttúruhamförunum. Íbúar
landsins eru alls 28 milljónir.
» Um tvær milljónir manna búa á
svæðum sem urðu verst úti í
náttúruhamförunum.
» Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna segja að yfir 1,4 milljónir
manna þurfi matvælaaðstoð, þeirra
á meðal 750.000 manns í grennd
við upptök skjálftans.
» Tugir þúsunda manna misstu
heimili sitt í landskjálftanum á
laugardaginn var. Fregnir herma að
í sumum þorpum hafi um 90%
húsanna hrunið.
Flugsveit NATO sem annast loftrýmis-
gæslu yfir Eystrasaltsríkjunum hefur
fengið ránfugla til liðs við sig til að
tryggja öryggi flugmanna og orrustu-
þotna. Þrír fálkar og einn örn hafa verið
fengnir til að halda uppi eftirliti yfir flug-
braut nálægt fjórum stórum flugskýlum
á Zokniai-herflugvellinum í norðvestan-
verðu Litháen.
Ránfuglarnir komu þangað frá Pól-
landi ásamt fálkatemjara og fengu það
verkefni að fæla aðra fugla frá flugbraut-
inni til að koma í veg fyrir að þoturnar
fljúgi á þá í flugtaki eða lendingu. „Jafn-
vel minnstu fuglarnir geta gereyðilagt
flugvél ef þeir lenda í hreyfli hennar.
Þessir hreyflar eru rándýrir, svo ekki sé
minnst á hættuna sem flugmönnum staf-
ar af þessu,“ hefur fréttaveitan AFP eft-
ir pólska höfuðsmanninum Janusz
Szczypior sem tekur þátt í loftrýmis-
gæslunni á vegum Atlantshafs-
bandalagsins.
Pólski fálkatemjarinn Mariusz
Chroscinski segir að reynslan sýni að
þessi aðferð sé miklu árangursríkari en
tilbúnar fuglafælur við flugvelli, til að
mynda búnaður sem spilar viðvörunar-
hljóð fugla til að fæla þá. „Allar gervi-
fuglafælur virka aðeins í skamman tíma
vegna þess að fuglarnir venjast þeim, en
þeir hræðast alltaf ránfuglana,“ hefur
AFP eftir fálkatemjaranum.
Spenna við landamærin
NATO hefur annast loftrýmisgæslu
yfir Eistlandi, Lettlandi og Litháen frá
því að löndin gengu í bandalagið árið
2004. Eystrasaltsþjóðirnar hafa haft
áhyggjur af flugi rússneskra herflugvéla
í grennd við landamæri þeirra síðustu
mánuði. Þotur NATO hafa oft flogið frá
Zokniai-flugvelli til að fylgja rússneskum
herflugvélum sem hafa flogið í grennd
við landamærin og nokkrum sinnum rof-
ið lofthelgi Eystrasaltsríkjanna. Rúss-
nesku vélarnar hafa slökkt á ratsjár-
svörum sínum, þannig að farþegaþotur
sjá þær ekki á ratsjám og því getur skap-
ast hætta á árekstrum. bogi@mbl.is
AFP
Ver varnarvélar Pólski fálkatemjarinn Mariusz Chroscinski með fálka sem hefur
verið fenginn til að verja herþotur NATO á Zokniai-herflugvellinum í Litháen.
Fálkar fengnir til að
verja herþotur NATO
Skannaðu kóðann til
að sjá gengið eins og
það er núna á
VÍKKAÐU HRINGINN
- ÁSKRIFTARLEIKUR MORGUNBLAÐSINS -
Það er metnaðarfullum blaðamönnum okkar hvatning
að hafa góða áskrifendur og þess vegna gerum við okkur
far um að gleðja þá á sem flesta vegu.
Næst gefum við heppnum áskrifanda
fjórhjóladrifinn Mercedes-Benz B-Class
að verðmæti 6.970.000 kr.*
Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru með
í áskriftarleiknum. Fylgstu með þegar við drögum
út vinningshafann þann 17. júlí.
*Innifalinn í verðinu er ríkulegur aukabúnaður: bakkmyndavél,
rafstillanleg framsæti með minni, regnskynjari o.fl.