Morgunblaðið - 29.04.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.04.2015, Qupperneq 24
Norski leikhópurinn Jo Strömgren Kompani sýnir tvö verk úr smiðju dans- og leikskáldsins Jo Strömgren 18.-23. maí nk. í Tjarnarbíói og leikur leikarinn Ívar Sverr- isson í þeim báðum en hann hefur búið og starfað í Nor- egi sl. fimm ár. Annars vegar verður sýnd barnasýningin Eldhúsið og hins vegar The Border. Strömgren hefur komið reglulega til Íslands sem danshöfundur hjá Íslenska dansflokknum og leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu. Leiksýningin Eld- húsið er fyrsta sýning Jo Strømgren sem er sér- staklega ætluð börnum. Hún segir frá tveimur ólíkum persónum sem finna autt hús og vilja báðar eiga heima þar en það er óljóst hvor varð fyrri til að finna það. The Border fjallar um tvær persónur, Harald og Jelenu, sem deila skrifstofu á ónefndum landa- mærum milli vesturs og austurs. Þau tala ekki sama tungumál og eru mjög ólík í alla staði en það kemur sú stund að þau þurfa að leita lengra og út fyrir eigin þægindaramma til að kynnast betur. Sýningin er í grunninn leikverk sem bland- að hefur verið með dansi þegar persónurnar þrýt- ur orð til að tjá tilfinningar sínar og ástand, eins og segir í tilkynningu. Ívar í tveimur verkum eftir Strömgren í Tjarnarbíói Ívar Sverrisson 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 4 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Stytti Arnar sér leið? 2. Telur að loka þurfi göngunum 3. Vilborg Arna er þakklát 4. Ingvar ósáttur við yfirlýsingu ÍR Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunaut- ur Þjóðleikhússins, stýrir léttu spjalli um leik- ritið Fjalla-Eyvind og Höllu sem sýnt er í Þjóð- leikhúsinu, í Leikhúskaffi í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Nína Dögg Filipp- usdóttir og Steinn Ármann Magnússon, sem leika Höllu og Björn hrepp- stjóra, munu segja frá sýning- unni og hlutverkum sínum. Í Leikhúskaffi Gerðubergs og Þjóðleikhússins gefst áhorfendum kostur á að taka þátt í umræðum um leiksýningar, hitta aðstand- endur þeirra og fræðast um leikverkin. Nína og Steinn segja frá Fjalla-Eyvindi og Höllu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 3-10 m/s. Þurrt um landið V-vert, annars dálítil él, en slydda syðst síðdegis. Hiti um og yfir frostmarki, en allt að 10 stiga hiti með S-ströndinni. Á fimmtudag Austlæg átt 3-8 m/s. Snjókoma eða slydda af og til S-lands, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Frost 0 til 4 stig, en hiti 0 til 4 stig á S- og V-landi yfir daginn. Á föstudag Hæg austlæg eða breytileg átt. Él um landið A-vert, en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. Það var sannkölluð háspenna lífshætta þegar Fjölnir og Víkingur áttust við í fjórða leiknum í umspilinu um sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik í Dalhúsum í Grafarvogi í gærkvöld. Í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust í framlengingu höfðu Fjölnismenn betur, 24:23. Kristján Örn Kristjánsson reyndist hetja Fjöln- ismanna en hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu framleng- ingarinnar og ætlaði allt um koll að keyra á heimavelli Fjöln- ismanna þegar úrslitin réðust. Með sigrinum tryggði Fjölnir sér oddaleik en eftir að Víkingar höfðu unnið fyrstu tvo leikina í um- spilinu hafa strákarnir úr Grafarvogi unnið tvo leiki í röð. Odda- leikurinn fer fram í Víkinni annað kvöld og þar ræðst það hvort liðið fylgir liði Gróttu upp í Olís-deildina. »16 Fjölnismenn náðu að knýja fram oddaleik Það ríkir sannkölluð sigurhátíð hjá blakfólki HK-inga í Kópavogi. Í gærkvöld varð kvennalið félagsins Íslandsmeistari en á dögunum hampaði karlalið HK Íslandsmeistaratitlinum. HK tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Aftureldingu að velli í oddaleik að Varmá í miklum spennuleik. HK hafði betur 3:2. HK vann fyrstu hrinuna 25:23 en Afturelding jafnaði metin í 1:1 með sigri í annarri hrinu, 25:22. HK tók forystuna á nýjan leik með því að vinna þriðju hrinuna 25:22 en Afturelding hafði betur í fjórðu hrinunni, 26:24, og nældi í oddahrinu. Þar reyndist HK miklu sterkari aðilinn og vann hana, 15:5. HK-ingar komu þar með í veg fyrir að Mosfellingar ynnu þrefalt á leiktíð- inni en Afturelding varð deildarmeistari í vetur og vann einnig bikarmeist- aratitilinn. »16 HK varð Íslandsmeistari í blaki kvenna MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2015 Æfingin skapar meistarann Á myndinni má sjá tónlistarmenn á æfingu en þeir munu leika tónlist Jóns Múla Árnasonar í Hörpunni á morgun. Spila djass frá morgni til kvölds Tónlistarmenn spila í Hörpu fram eftir kvöldi 190 þjóðir halda djass-daginn hátíðlegan Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem brynjadogg@mbl.is Tónlistarmenn eru nú byrjaðir að búa sig undir alþjóðlegan dag djassins. Dagurinn verð- ur haldinn hátíðlegur á morgun, fimmtudaginn 30. apríl. UNESCO, stofnun á vegum Samein- uðu þjóðanna, útnefndi daginn árið 2011 til að tileinka djasstónlist. Í dag halda 190 þjóðir hann hátíðlegan, víðs vegar um heiminn, en þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Á Íslandi verður hátíðinni fagnað í Hörpunni. „Þessu var komið á fót til að vekja athygli á djasstónlist og samvinnu og bræðralagi milli þjóða í gegnum tónlist. Vakin var athygli á já- kvæðum hliðum á þessu fyrirbæri sem djass- tónlist er, þó að hún eigi sér margvíslegan upp- runa en tónlistin er orðin að alþjóðlegu tungumáli,“ segir Sigurður Flosason, tónlistar- maður. Sigurður lék á saxófón á djasshátíðinni í fyrra. Á Íslandi verður fjölbreytt tónlistar- dagskrá í Hörpu. Ólafur Jónsson saxófónleikari undirbýr sig ásamt hljómsveit sinni, Tríói Ólafs Jónssonar, fyrir tónleika morgundagsins. Hann kveðst ekki vera orðinn stressaður vegna tón- leikanna heldur einfaldlega einbeita sér að því að hafa gaman af þessu og hafa þetta skemmti- legt. Leikið fram eftir kvöldi Dagskráin í Hörpu hefst klukkan tólf og mun standa með hléum fram á kvöld. Fjöl- margir tónlistarmenn stíga á stokk en þar fara fremstir Jazzklúbburinn Múlinn, Jazzhátíð Reykjavíkur og Jazzdeild FÍH. Hljómsveitin Reykjavík Swing Syndicate ríður á vaðið með „auðmeltanlega og létta“ djasstónlist en leikin verður sveiflutónlist millistríðsáranna. Hljóm- sveitin er skipuð Hauki Gröndal, Gunnari Hilm- arssyni og Leifi Gunnarssyni. Næst tekur við Tríó Ólafs Jónssonar sem leikur milli klukkan tvö og þrjú. Þá hljómsveit skipar Ólafur sjálfur auk Richard Anderson og Eirik Qvick. Klukkan fjögur verður leikin djasstónlist í anda tromp- etleikarans Chet Baker. Snorri Sigurðsson trompetleikari kemur þar fram ásamt Ásgeiri J. Ásgeirssyni og Gunnari Hrafnssyni. Síðar um daginn verður sagt frá Jóni Múla Árnasyni og um kvöldið verður leikin tónlist eftir hann. Sameiningartákn „Tónlistin í sínum fjölbreyttu myndum er talin geta verið tákn sameiningar fyrir fólk af ólíkum uppruna og frá öllum heimshornum,“ segir Ólafur. Hann segir þó hápunkt djassdags- ins vera tónleika kvöldsins. Tónleikarnir verði tileinkaðir Jóni Múla Árnasyni en Jazzklúbb- urinn Múlinn hafi verið nefndur í höfuðið á hon- um. Ókeypis er á tónleikana og er dagskráin talin henta bæði yngri og eldri tónlistarunn- endum. Árlega velur UNESCO eina þjóð og gerir netútsendingu frá djasstónleikum staðarins. Á síðasta ári varð Osaka í Japan fyrir valinu en að þessu sinni verður sjónvarpað frá París. Þess má geta að oft er talað um Frakkland sem síðari fæðingarstað djasstónlistar á eftir Bandaríkjunum en frá seinni heimsstyrjöld hef- ur París verið mjög áberandi fyrir sköpun djasstónlistar. Á vefsíðu Jazz-dagsins kemur fram að þar í landi sé ekki einungis mikið hlust- að á djasstónlist heldur tónlistinni einnig gert hátt undir höfði og mikið lagt í að greina og varðveita listrænt gildi hennar. Á vefsíðunni www.jazzday.com má horfa á galatónleikana í París. Á síðunni eru líka ít- arlegar upplýsingar um sögu dagsins, hvaða þjóðir halda upp á hann og hvar þjóðirnar halda tónleika, svo og almenn fræðsla um djasstónlist. Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á ÓSKASTJARNAN Þann 17. júlí hittir einn af áskrifendum Morgunblaðsins á óskastund þegar við drögum út glæsilegan, fjórhjóladrifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* í áskriftarleik Morgunblaðsins. Víkkaðu hringinn með Morgunblaðinu í sumar. *Innifalinn í verðinu er ríkulegur aukabúnaður: bakkmyndavél, rafstillanleg framsæti með minni, regnskynjari o.fl. Barcelona bauð upp á sannkallaða flug- eldasýningu þegar liðið tók á móti Getafe í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Börsung- ar fóru á kost- um og unnu stórsigur, 6:0, eftir að staðan hafði verið 5:0 í hálfleik. Messi, Neymar og Suárez skor- uðu allir og samanlagt hafa þeir nú skorað 100 mörk á leik- tíðinni. »16 Sóknartríó Barcelona komið með 100 mörk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.