Fréttablaðið - 15.09.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.09.2015, Blaðsíða 2
Veður Norðaustanáttin verður allsráðandi í dag og má búast við vindi á bilinu 8-15 m/s, einna hvassast allra austast og undir Vatnajökli. Súld eða dálítil rigning norðan- og austanlands, en bjart að mestu suðvestan til á landinu. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst á landinu. Sjá Síðu 24 Samfélag Rekstraraðilum til tuga ára verður vísað burt af Hlemmi nú fyrir áramót en til stendur að efla þar mannlíf með fjölbreyttari starf- semi. Hlemmi verður lokað í vetur og farþegar og gestir munu ekki eiga þar skjól í vondum veðrum. Sigvaldi Karlsson hefur rekið sjoppuna á Hlemmi í rúmlega tutt- ugu og eitt ár. Hann hefur sagt upp starfsfólki sínu og segist ekki fá svör frá borginni um það hvort hann fái að selja veitingar á nýju Hlemm- torgi. „Það er búið að segja upp leigunni og ég er búinn að segja upp öllu mínu starfsfólki, það kemur ekki til vinnu eftir 1. nóvember. Ég vil vita hvort ég má leigja hér áfram eftir breytingarnar. Ég hef beðið um svör en engin fengið. Þá er ég ósáttur við að veitingaleyfið mitt sé boðið út án þess að það sé talað við mig.“ Hann segist hafa fengið nýjar upp- lýsingar í gær. Tafir á framkvæmdum valda því að hann fær að vera lengur. Mánuð í senn þar til framkvæmdir hefjast. „Ef ég fengi frest í þrjá mán- uði, þá gæti ég kannski unnið með það en eins og staðan er í dag, þarf ég að vera með allar hillur hálftómar vegna óvissunnar.“ Ágústa Sigurðardóttir er ein þeirra sem hefur verið sagt upp störfum þann 1. nóvember. „Ég á eftir að sakna Hlemms, yfirmaðurinn er náttúrulega frábær. Það væri mikill missir að þessari sjoppu, sumu má bara ekki breyta, þetta er hluti af menningu okkar.“ Gunnlaugur Jósefsson stendur vaktina við Passamyndir sem hafa starfað á Hlemmi í þrjátíu og fimm ár. Hann segir margt hafa breyst á Hlemmi og úrbóta sé þörf. „Það er oft löng röð af fólki að bíða eftir upplýsingum. Þetta fólk fær enga þjónustu og endar í einhverjum blindgötum. Það er mikið af ferða- mönnum sem biðja um að fá að fara á klósettið. Klósettin úti eru alltaf að bila og fólk er að gera í buxurnar. Ég held að almenningur sé ekki alveg búinn að átta sig á því að hann verður rekinn út á gangstéttarbrún eftir sex vikur. Þá verður lokað hér. Fólk þarf bara að bíða undir þakkantinum sem míglekur.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Vísað burt af Hlemmi eftir áratuga starfsemi Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur og hefur því sagt upp starfsfólki sínu. Ágústa Sigurðardóttir er ein þeirra sem missa starf sitt. Hún vinnur í sjoppunni og segir hana hluta af menningu borgarinnar. Fréttablaðið/Stefán Hlemmi verður lokað í vetur á meðan framkvæmdir standa yfir. Fréttablaðið/Stefán Fylgdust með þeim bestu á fótboltaæfingu Klósettin úti eru alltaf að bila og fólk er að gera í buxurnar. Gunnlaugur Jósefsson StjórnSýSla Þjóðskrá hefur óskað eftir fundi með tæknisæðingastof- unni Art Medica til að bera undir hana hugmyndir Þjóðskrár og innan- ríkisráðuneytisins um lausn á deilum við lesbískar mæður. Fréttablaðið hefur greint frá því á síðustu vikum að ekki gildi það sama um samkynhneigðar mæður og gagnkynhneigð pör. Móðirin sem ekki gengur með barnið þarf að skila inn staðfestingu frá Art Medica, sem er eina læknastofan á landinu sem sér um tæknifrjóvgun, um að hún hafi verið samþykk frjóvguninni og sé móðir barnsins. Hugmyndir Þjóðskrár snúast um að spara mæðrunum pappírsvinnu svo fljótlega eftir fæðingu barns með því að Art Medica veiti upplýsing- arnar sjálfkrafa við fæðingu. Þessu til stuðnings vísar Þjóðskrá í úrskurð Persónuverndar frá 2013 þar sem segir: „Er það mat Persónuverndar að upplýsingar um samþykki kvartanda, um að eiginkona hennar hafi undir- gengist tæknifrjóvgunarmeðferð, teljist ekki viðkvæmar persónuupp- lýsingar um kvartanda þrátt fyrir að umræddar upplýsingar geti borið með sér viðkvæmar persónuupp- lýsingar um þriðja aðila, þ.e. maka hennar.“ „Ég get ekki sagt að þetta sé alveg í höfn þótt við séum búin að finna þarna leið sem okkur og ráðuneytinu líst vel á fyrr en við erum búin að fá samþykki fyrir þessu hjá Art Medica. Það er velvilji hjá ráðuneytinu að taka við þessum ábendingum og sjá hvað okkur er fært samkvæmt laga- umhverfinu,“ segir Margrét Hauks- dóttir, forstjóri Þjóðskrár. – snæ Leita lausnar fyrir lesbíur Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóð- skrár. Hressar á æfingu Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu æfðu á Laugardalsvelli fyrir undankeppni EM 2017 í gær, en fyrsti leikurinn fer fram í næstu viku. Þessar hressu stelpur sátu í stúkunni og fylgdust með bestu leikmönnum íslenskrar kvennaknattspyrnu á opinni æfingu. Fréttablaðið/Pjetur lögreglumál Efnin sem fundust um borð í Norrænu 8. september reynd- ust vera um 80 kílógrömm af MDMA. Fundust efnin í niðursuðudósum, vara- dekki bifreiðarinnar sem þau grunuðu voru á og tveimur gaskútum. Sá sem er grunaður um innflutning á efnunum hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hefur hann játað vitneskju um tilvist efnanna en segir að eiginkona sín hafi ekki vitað um þau. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem varðhaldsdómur yfir hinum grunaða er staðfestur kemur fram að efnin hafi fundist í 14 niðursuðu- dósum, varadekki bifreiðar hjónanna og í tveimur gaskútum. Efnin fundust í kjölfar áhættugrein- ingar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. – tpt Áttatíu kíló af MDMA 1 5 . S e p t e m b e r 2 0 1 5 Þ r I ð j u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 3 0 -E 6 7 0 1 7 3 0 -E 5 3 4 1 7 3 0 -E 3 F 8 1 7 3 0 -E 2 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 4 9 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.