Fréttablaðið - 15.09.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.09.2015, Blaðsíða 6
GRJÓNAGRAUTUR alveg mátulegur Nú einnig í litlum umbúðum– fullkominn skammtur fyrir einn TILBÚINN TIL NEYSLU H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -1 3 9 7 Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is • www.sorg. is • sorg@sorg. is Dr. Óttar Guðmundsson geðlæknir flytur erindi um sjálfsvíg hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð 16. september n.k. í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30. Í kjölfarið fer af stað stuðningshópur fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi. Kaffiveitingar og allir velkomnir. Fyrirlestur um sjálfsvíg Félagasamtök Ísbrjótur Greenpeace, Arctic Sunrise, er væntanlegur til Reykjavíkur í kvöld. Skipið  kom siglandi til Íslands frá  Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. „Við vorum aðeins fyrr á ferðinni en við ætluðum,“ segir Sune Scheller, leiðangursstjóri í heimsskautavernd Grænfriðunga, en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir komu til Reykjavíkur á morgun, 16. september. Slæmt veður við Norðaustur-Grænland segir hann að hafi orðið til þess að haldið var fyrr af stað til Íslands en ráð hafði verið fyrir gert. „Við bíðum nú eftir því að fá stæði í höfninni, en köstuðum í milli- tíðinni akkerum hér, hinum megin við flóann frá Reykjavík.“ Við Grænland segir Sune að skip- verjar hafi skráð og flett ofan af fram- ferði olíuleitarfyrirtækis sem notist við hljóðbylgjur sem framkallaðar eru með gríðaröflugum loftbyssum til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávar- botninum. Aðferðin, sem kölluð er „seismic blasting“, er sögð skaðleg öllum lífverum í hafinu, enda hávað- inn af hverri sprengingu gífurlegur. Skotið er á tíu sekúndna fresti, stans- laust sólarhringum saman og jafnvel mánuði í senn. Hávaðinn neðansjávar er sagður um 259 desibel, en það jafn- gildi 197,5 desibelum ofansjávar, eða viðlíka  látum og áttföldum hávaða þotuhreyfils í flugtaki. Sársaukamörk mannfólks liggja við 125 desibel og hljóðhimnur geta rofnað við 140 til 150 desibel. Ofansjávar heyrist hins vegar lítið sem ekkert.  Greenpeace segir mikilvægt að fletta ofan af þessum rannsóknar- háttum olíuleitarfyrirtækja sem við- hafðir séu í óbyggðum þar sem fáir veiti þessu athygli. Ljóst sé hins vegar að aðferðin geti stórskaðað og jafnvel drepið stór sjávardýr á borð við hvali, fyrir utan öll önnur áhrif. Sune segir að skipið verði í höfn í Reykjavík fram á sunnudag en þá verði haldið aftur heim til megin- lands Evrópu í heimahöfn í Amster- dam í  Hollandi. „Við ætlum hins vegar að bjóða fólki að skoða sig um í skipinu áður en við förum, líkast til á föstudaginn átjánda milli eitt og fimm síðdegis,“ segir hann og vonast eftir fjölmenni. Þar fyrir utan noti skipverjar stoppið í Reykjavík til hvíldar og til að sækja vistir áður en haldið verði heim.  olikr@frettabladid.is Vilja banna hljóð- sprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkur- höfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknar- leiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. Leiðtogafundur David Cameron, forsætisráðherra Breta, hitti í gær Abdullah II., konung Jórdaníu, í höfuðborginni Amman. Cameron heimsótti flótta- mannabúðir í Líbanon og Jórdaníu og lofaði að veita aukinn stuðning til að berjast gegn flóttamannavandanum. NordicPhotos/AFP Hér er Arctic Sunrise í höfn á S-Spáni í júní síðastliðnum þegar Grænfriðungar tóku þátt í átakinu Umhverfið skiptir máli (The Environment Matters) í Sevilla. Í þessum mánuði hefur skipið skráð framferði olíufyrirtækja við hljóðsprengjuleit að olíu við norðurskautið. Fréttablaðið/EPA Fundað um flóttamannamál í Amman sjávarútvegur Hagnaður Ísfélags Vestmanneyja árið 2014 nam tæpum 3,2 milljörðum íslenskra króna. Eign- ir samstæðunnar í lok árs námu 36,8 milljörðum íslenskra króna. Bókfært eigið fé í árslok var tæpir 17 milljarð- ar króna og eiginfjárhlutfall félagsins var 48,1%. Laun og launatengd gjöld samstæðunnar námu rúmum 3,3 milljörðum íslenskra króna. Ársverk samstæðu voru samtals 283, ársverk móðurfélags voru 270 og fækkaði um 20 milli ára. Hluthöfum fækkaði um tvo á árinu og voru 137 í lok árs. ÍV fjárfestingarfélag ehf. á um 88% útistandandi hlutafjár. Samstæðan á fjögur dótturfélög, Dala Rafn ehf., Fiskmarkað Þórshafnar ehf., Jupiter Shipping ehf. og IVM 2 ehf. – sg Ísfélag Vest- mannaeyja malar gull Rekstur Ísfélagsins hefur gengið vel undanfarið. fréttablaðið/óskar kjaramál Launþegar, sem ekki eru með fasta starfsstöð, eiga að fá laun um leið og þeir ganga út um dyrnar heima hjá sér og þar til þeir eru komnir aftur heim að loknum vinnu- degi samkvæmt nýjum dómi Evr- ópudómstólsins. Á fréttavef norska miðils- ins Dagens Næringsliv segir að dómurinn hafi í för með sér miklar breytingar fyrir til dæmis iðnaðarmenn, sölumenn, tölvuráðgjafa, ræstitækna og heilbrigðis- starfsmenn í heimahjúkrun sem ekki hafa fasta starfsstöð. Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Íslands, segir dóminn túlkun á ákvæðum vinnutímatilskipunar Evrópusambandsins sem inn- leidd hefur verið hér. Tilskip- unin fjalli ekki um launamál heldur hvíldartímareglur. Halldór bendir á að málið fyrir Evrópudómstóln- um hafi fjallað um virkan vinnutíma starfsmanna á Spáni sem setja upp öryggisbúnað en eru ekki með fasta starfsstöð. „Það kann að vera að þetta geti haft áhrif hér. Við getum tekið sem dæmi iðnaðarmann í bygginga- vinnu sem fer einn daginn í Grafarvog og næsta dag í Kópavog en er ekki með fasta starfsstöð. Ef menn eru með fasta starfsstöð hefur þetta engin áhrif." Að sögn Halldórs kann úrskurður dómstólsins að hafa önnur og víð- tækari áhrif þar sem kjarasamningar eru með öðrum hætti en hér. – ibs Á launum á leið í vinnuna Halldór Grönvold 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð j u D a g u r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 3 2 -5 8 C 0 1 7 3 2 -5 7 8 4 1 7 3 2 -5 6 4 8 1 7 3 2 -5 5 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 4 9 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.