Fréttablaðið - 15.09.2015, Page 12
Halldór
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Frá degi til dags
SKOÐUN
Fjölbreytt
framboð hús-
næðis verður
að vera tryggt
og verðlag í
samræmi við
meðallaun.
Í velferðarþjóðfélagi eins og Íslandi eiga allir að eiga kost
á húsnæði við hæfi. Fjölbreytt framboð húsnæðis verður
að vera tryggt og verðlag í samræmi við meðallaun. Því
miður er húsnæðiskerfið á Íslandi ennþá vanþroskað og
því er mikilvægt að við lítum til nágrannalanda okkar og
lærum af því sem þau gera vel á þessu sviði.
Samvinnan
Aðgerðir til úrbóta í húsnæðismálum landsmanna eru for-
gangsverkefni. Í fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir að 2,64
milljörðum króna verði samtals varið til uppbyggingar á
félagslegu húsnæði og í nýtt húsnæðisbótakerfi.
Þann 28. maí sl. sendi ríkisstjórnin út yfirlýsingu í
tengslum við kjarasamninga á almennum markaði. Í
henni kemur fram að ríkið skuldbindi sig, ásamt ASÍ,
BSRB, BHM og fleiri samtökum, til að skapa bætt skilyrði
fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Stefnt verður að
því að fjölga hagkvæmum og ódýrari íbúðum til að tryggja
tekjulágum fjölskyldum leiguhúsnæði til lengri tíma.
fleiri íbúðir-lægra verð
Samkvæmt yfirlýsingunni verður félagslega leigukerfið
fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga
sem nema um 30% af stofnkostnaði. Framlag ríkis og
sveitarfélaga, auk annarra þátta ættu að jafnaði að leiða
til þess að leiga einstaklings með lágar tekjur nemi ekki
hærra hlutfalli en um 25 % af tekjum viðkomandi. Dæmi:
Manneskja með 300 þús. kr. í laun greiðir þá að hámarki
65 þús.kr. í húsaleigu.
Gert er ráð fyrir að byggðar verði 2.300 íbúðir á næstu
fjórum árum, max. 600 á ári. Sumum þykir sú upphæð sem
ætluð er í þetta verkefni á árinu 2016 lág en þegar rýnt er
í forsendur þá kemur í ljós að útreikningar gera m.a. ráð
fyrir breytingum á byggingarreglugerð og lækkun lóða og
gatnagerðargjalda. Það mun skila sér í lægri byggingar-
kostnaði. Með þessum hætti verður mögulegt að veita
tekjulágum fjölskyldum, sem hingað til hafa ekki átt kost
á íbúðum í félagslegu kerfi sveitarfélaganna, aðgang að
ódýru og öruggu leiguhúsnæði.
Nú þurfum við að taka höndum saman, leggja pólitík-
ina til hliðar og byggja upp fjölbreytt húsnæðiskerfi.
Íbúðir fyrir alla
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
þingmaður Fram-
sóknarflokksins
Auglýsing
frá Samtökum eigenda sjávarjarða
Samtök eigenda sjávarjarða, sem eru samtök hlutaðeigenda í
sjávarauðlindinni, óska hér með eftir lögfræðingi eða lögfróðum
manni (endurskoðanda, fasteignasala) til að vinna að innheimtu gjalds
fyrir afnot af lögbundnum og sjórnarskrárvörðum eignarréttindum
sjávarjarða eða ráðstöfun þeirra réttinda. Mannréttindadómstóll
Evrópu hefur gefið út það álit sitt, að réttur þessi sé lögformleg
eign eigenda sjávarjarða í samræmi við 1. gr. 1. viðauka
mannréttindasáttmála Evrópuráðsins.
Kostnaður vegna vinnu yrði til að byrja með greiddur í samræmi við
árangur í starfi en útlagður kostnaður greiddur að fullu.
Áhugasamir aðilar vinsamlegast hafið samband við undirritaðan.
Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða,
Horni, Höfn í Hornafirði,
s. 478 2577 eða 892 0944.
Netfang: omarantons@gmail.com
eða: ses.netlog@gmail.com
Heimasíða samtakanna er: www.ses.is
Enn kvartar ríkissaksóknari yfir skertu fjár-magni frá ríkissjóði. Embættið fær 32 milljón-um minna framlag en í fyrra. Alls verður það lækkað um 50 milljónir króna vegna verkefna sem færast til embættis héraðssaksóknara með breyttri skipan ákæruvalds. Á móti koma
20 milljónir til þess að ráða í tvö ný stöðugildi. Sigríður
Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir reyndar að þessi tvö
stöðugildi kosti sex milljónum meira – en vonast til að
um reiknivillu sé að ræða. Gert er ráð fyrir að með því
verði embættið eflt og lögð áhersla á eftirlit með rann-
sóknum og meðferð ákæruvalds, eftirlit með hlustunum
og sérstökum rannsóknaraðferðum og fleira.
Í Fréttablaðinu í gær segir Sigríður að mörg ný verkefni
bætist við hjá embættinu með héraðssaksóknurum. Hún
býst við mörg hundruð kærumálum vegna kynferðis-
brotamála, en því var nýlega breytt að ákvörðun um sak-
sókn í kynferðisbrotamálum verður ekki lengur á forræði
ríkissaksóknara. Því verður hægt að kæra ákvarðanir um
niðurfellingu slíkra mála til embættisins, eins og í öðrum
málaflokkum.
Í viðtali við Fréttablaðið í október í fyrra sagði Sigríður
embættið ekki geta sinnt sínum lögbundnu skyldum
eins og best yrði á kosið með því fjármagni sem því er
úthlutað. „Maður hefur náttúrulega verið með í mag-
anum yfir því að málsmeðferðartíminn er að lengjast. Er
andvaka yfir því,“ sagði hún.
Það var tími til kominn að endurskipuleggja réttar-
vörslukerfið og því rétt að hrósa því sem vel er gert. Það
fyrirkomulag að enginn kostur væri á málskoti í málum
sem ríkissaksóknari fer með ákæruvald í var óásættanlegt
og í raun og veru óskiljanlegt.
Í skýrslu ríkisendurskoðanda frá því fyrr á árinu um
embætti ríkissaksóknara kemur fram að frá 2008 hafi
innanríkisráðuneytið ekki óskað eftir fjárlagatillögum frá
embættinu sem byggi á raunverulegri fjárþörf þess til að
geta sinnt hlutverki sínu. Engin breyting hefur orðið þar
á og fátt er um svör frá ráðuneytinu samkvæmt skýrsl-
unni. Varað var við frekari niðurskurði hjá embættinu.
Vert er að spyrja hvernig sú fjárhæð er fengin út sem
ákveðið er að úthluta eins mikilvægri stofnun og æðsta
handhafa ákæruvalds landsins. Ekki virðist vera sem
embættinu sjálfu sé gert að leggja fram neinar upp-
lýsingar. Þar að auki virðist slumpað á þær fjárhæðir sem
gert er ráð fyrir að aukastarfskraftur kosti.
Með breyttri löggjöf er vissulega ákveðnu fargi af
embætti ríkissaksóknara létt. En samtímis eru verkefnin
aukin og nýjum bætt við. Þeim tveimur starfsmönnum
sem embættið hefur kríað út eftir dúk og disk fylgir ekki
nægilegt fjármagn. Og í ofanálag er skorið niður.
Álag getur verið ágætt. En þegar fólk er hætt að sofa
þarf að staldra við og endurhugsa málin. Undir sífelldu
álagi er hættara við að fólk geri mistök. Starfsmenn emb-
ættis ríkissaksóknara eru bara fólk eins og við hin. En
mistökin þeirra eru með þeim allra dýrustu – bæði fyrir
sakborninga og fórnarlömb afbrota.
Slumpað
á þörfina
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Vert er
að spyrja
hvernig sú
fjárhæð er
fengin út sem
ákveðið er að
úthluta eins
mikilvægri
stofnun og
æðsta hand-
hafa ákæru-
valds lands-
ins.
forræðishyggjan algjör
Ekki er búið að leysa þá flækju
hjá Þjóðskrá og innanríkisráðu-
neytinu að lesbískar mæður
þurfi að staðfesta hvernig barn
þeirra kom undir. Sú lausn sem
er í sjónmáli miðar einungis við
það að barn sé getið með tækni-
frjóvgun og erlendu gjafasæði
en tekur ekki með í reikninginn
þau börn sem koma undir með
náttúrulegum hætti. Þetta er
auðvitað fáránleg forræðishyggja
og hnýsni. Það er með ólík-
indum að ríkið fari fram á að vita
hvernig barn kemur undir þegar
mæðurnar eru tvær en ekki þegar
foreldrarnir eru af gagnstæðu
kyni. Samt er mun líklegra að
barn gagnkynhneigðra sé rang-
feðrað eða það hafi komið undir
við aðstæður sem henta ekki
rúðustrikuðum hugmyndum
ríkisins um fjölskyldur.
lappirnar dregnar
Enn er beðið eftir því að stjórn-
völd taki ákvörðun um fjölda
flóttamanna sem fái að koma
hingað til lands. Á meðan eykst
krísan fyrir botni Miðjarðar-
hafs hratt. Það er beinlínis ljótt
að embættismenn rýni í Excel-
skjöl um úrræði í íslensku vel-
ferðarkerfi, og stimpli sig svo út
klukkan fimm á daginn, á meðan
börn sofa undir brennandi heitri
sólinni á strönd, heppin að hafa
komist lífs af, og eiga eftir að
leggja undir fót hundruð kíló-
metra í átt til betra lífs.
snaeros@frettabladid.is
1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
3
1
-1
7
D
0
1
7
3
1
-1
6
9
4
1
7
3
1
-1
5
5
8
1
7
3
1
-1
4
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
9
2
0
1
5
C
M
Y
K