Fréttablaðið - 15.09.2015, Side 16

Fréttablaðið - 15.09.2015, Side 16
Fótbolti Nú þegar strákarnir okkar eru búnir að bóka farseðilinn á Evr- ópumótið í fyrsta sinn, er komið að stelpunum að hefja sína undan- keppni fyrir EM 2017 í Hollandi. Þær eru betur kunnugar lokamóti en strákarnir enda hafa þær tvisvar sinnum farið í lokakeppni Evrópu- mótsins. Fyrsti leikurinn verður á þriðjudag- inn eftir viku gegn Hvíta-Rússlandi en liðið fær mikilvægan vináttuleik til að stilla strengina á fimmtudaginn gegn Slóvakíu. Í bæðin skiptin sem stelpurnar komust á EM fóru þær í gegnum umspil. Nú er búið að fjölga í loka- keppninni og verða þar 16 lið í stað tólf. Stelpurnar okkar voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var til undankeppninnar og sluppu þær því við stórlið. Efsta liðið í öllum riðlunum átta fer beint til Hollands og sex bestu liðin í öðru sæti. Ísland á að komast á EM, svo ein- falt er það. Stelpurnar okkar, sem eru númer 18 á heimslistanum, eru með Skotlandi (20), Hvíta-Rússlandi (49), Slóveníu (64) og Makedóníu (117) í riðli. Stefnan er skýr og einföld. „Freyr er búinn að gefa það út að við ætlum að vinna riðilinn,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, marka- hæsti leikmaður íslenska liðsins frá upphafi, við íþróttadeild 365.  „Við höfum aldrei gert það áður og því er það nýtt og krefjandi verkefni.“ Þrátt fyrir að markmiðið sé að enda í efsta sæti bendir Margrét á öra þróun í kvennaboltanum og því verður að vera á tánum gegn liði eins og Hvíta-Rússlandi sem minna er vitað um. Ég er enn þá ung „Það er erfitt að segja mikið um Hvít-Rússana. Það er mikil framför í kvennaboltanum og þessi minni lið eru alltaf að taka stórstígum framför- um. Við þurfum að hafa varann á fyrir þann leik. Vonandi náum við bara að nýta æfingaleikinn vel,“ segir Margrét. Þessi magnaða markadrottning segist í góðu formi og er búin að spila alla 18 leiki Kristianstad í Svíþjóð. Komi hún við sögu í næstu tveimur leikjum kemst hún í 100 landsleikja klúbbinn hjá landsliðinu. „Ég er enn þá ung,“ segir hin 29 ára gamla Margrét Lára. „Vonandi get ég spilað fleiri leiki. Það verður gaman að ná 100 leikjum en vonandi er bara nóg eftir.“ Aðeins hefur hægst á markaskorun Margrétar með landsliðinu, en hún á að baki 71 mark í 98 leikjum. Hún hefur þó „aðeins“ skorað tvö mörk í síðustu tíu landsleikjum sem er óvanalegt á þeim bænum. „Ég er í fínu formi og hef náð að spila flesta leiki með félagsliði mínu. Vonandi get ég fært minn leik inn í landsliðið og hjálpað því að vinna leiki og ná okkar markmiði,“ segir Margrét Lára. Gætu toppað á næstu árum Kynslóðaskipti hafa verið hjá íslenska liðinu undanfarin misseri, eða síðan Freyr Alexandersson tók við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Yngri leikmenn hafa fengið að spreyta sig og spilað mikið af góðum leikjum. „Freyr og Ási [Ásmundur Haralds- son aðstoðarþjálfari] eru að koma vel inn í þetta. Það er komið gott jafnvægi í hópinn. Yngri leikmenn sem hafa komið inn í þetta á síðustu tveimur árum hafa fengið góða og dýrmæta reynslu. Ég sé fram á að liðið geti toppað á næstu tveimur árum og það væri gaman ef svo yrði,“ segir Margrét Lára. Markadrottningin segist finna fyrir miklum samhug innan fótboltasam- félagsins á Íslandi eftir að strákarnir komust í fyrsta sinn á stórmót á dög- unum. „Það er ekki spurning. Við óskum þeim bara innilega til hamingju og auðvitað finnur maður fyrir sam- heldninni og stuðningnum. Það er bara vonandi að við fáum sama fólkið og sama stuðning og þeir,“ segir Mar- grét Lára Viðarsdóttir. tomas@365.is Ætlum að vinna riðilinn Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni EM 2017 í næstu viku. Æfingar hjá landsliðinu hófust í gær og spilar liðið vináttuleik gegn Slóvökum á fimmtudaginn. Margrét Lára Viðarsdóttir leiðir íslensku stelpurnar í hlaupadrillum á fyrstu æfingu liðsins á Laugardalsvellinum í gær. Fréttablaðið/Pjetur Leiðin á EM 2017 Ísland er í fimm liða riðli með Skot- landi, Hvíta-Rússlandi, Slóveníu og Makedóníu Ísland var í efsta styrkleikaflokki og kemst efsta liðið beint á EM sex bestu þjóðirnar sem enda í öðru sæti fara einnig beint á EM sjöunda og áttunda besta þjóðin mætast í umspili um síðasta sætið á EM Í dag Pepsi-deild karla stjarnan 1-0 Fylkir 1-0 Pablo Punyed (30.). Stjarnan er sama og sloppin við fall með þessum úrslitum, en liðið á níu stig á Leikni þegar níu stig eru eftir í pottinum. Efst FH 45 Breiðablik 37 KR 36 Valur 32 Fjölnir 30 Stjarnan 24 Neðst Víkingur 22 Fylkir 22 ÍA 20 ÍBV 18 Leiknir 15 Keflavík 7 1. deild karla 17.15 Þróttur - Haukar Valbjarnarvöllur 18.15 Meistaradeildarkvöld Sport 18.30 PSG - Malmö Bravó (Opinni) 18.30 PSV - Man. Utd Sport 3 18.30 Man. City - Juventus Sport 4 18.30 Real Madrid - Shakhtar Sport 5 Nýjast Kristján Hauksson hefur ekki sagt skilið við boltann. Mættur upp á topp. Aldrei of seint að meikaða sem striker Magnús Sigurbjörnsson @sigurbjornsson Þróttarar í pepsi-deildina? Þróttur Reykjavík getur komist á ný í Pepsi-deild karla í kvöld, en liðið spilar frestaðan leik gegn Haukum á Valbjarnarvelli klukkan 17.15. Með sigri tryggir Þróttur sæti sitt á meðal þeirra bestu. Þróttarar voru lengi vel efstir í deildinni en misstigu sig aftur og aftur í seinni umferðinni. KA var byrjað að stríða Þrótturunum alvarlega og hóta að hirða af þeim sætið, en Þróttarar eiga nú tvo leiki til að ná í tvö stig og komast þar með upp á ný. Þróttur var síðast í deild þeirra bestu árið 2009 en féll þá með 16 stig ásamt Fjölni. Ólafsvíkingar eru nú þegar búnir að tryggja sig upp. Enska úrvalsdeildin West Ham 2– 0 Newcastle Efst Man. City 15 Leicester 11 Man. Utd 10 Arsenal 10 Neðst Chelsea 4 Stoke 2 Sunderland 2 Newcastle 2 Í DAG KL. 17:15 365.is Sími 1817 ÞRÓTTUR Í PEPSI-DEILD? Þróttur og Haukar mætast í Laugardalnum í dag klukkan 17:15. Með sigri geta Þróttarar tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Ekki missa af þessum hörkuleik! olís-deild karla Grótta 33-26 FH Markahæstir: Finnur Ingi Stefánsson 9/3 - Einar Rafn Eiðsson 8/5 Nýliðarnir eru komnir á blað með þessum frábæra sigri á FH. ÍR 25-24 UMFA Markahæstir: Sturla Ásgeirsson 9/6 - Böðvar Páll Ásgeirsson 9 Silfurdrengurinn Sturla var hetjan í Austurbergi í gær en sigurmarkið skoraði hann 30 sekúndum fyrir leikslok. Fram 24-19 Víkingur Markahæstir: Sigurður Örn Þorsteinsson 8 - Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6/2 Víkingar sprungu á limminu í stöðunni 18-18 og þurfa að bíða eftir fyrsta sigrinum í Olís-deildinni. Efri hluti Valur 4 ÍR 4 Haukar 2 Afturelding 2 FH 2 Neðri hluti Fram 2 Grótta 2 Fram 0 ÍBV 0 Víkingur 0 1 5 . S E P t E M b E R 2 0 1 5 Þ R i Ð J U D A G U R16 S P o R t ∙ F R É t t A b l A Ð i ÐSPORT 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 3 2 -A 2 D 0 1 7 3 2 -A 1 9 4 1 7 3 2 -A 0 5 8 1 7 3 2 -9 F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 4 9 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.