Fréttablaðið - 15.09.2015, Síða 20
Fólk| heilsa
Rann-
sókn
„Niðurstöðurn-
ar styðja erlend-
ar rannsókn-
ir sem sýna að
mittismál sé betri
mælikvarði en
BMI hjá börn-
um og það hefur
verið sýnt hjá
fullorðnum að
mittismál sé
betra.“
Fólk eR kynningaRblað sem býður auglýsendum að kynna vörur
og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Rannsóknir á fullorðnum einstak-lingum benda til þess að mittis-mál sé besti einstaki mælikvarð-
inn á áhættuþætti kransæðasjúkdóma
auk annarra sjúkdóma sem rekja má til
ofþyngdar og kviðlægrar fitudreifingar.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til
að svo sé einnig í börnum með offitu.
nokkRiR mælikvaRðaR notaðiR
Offita hefur aukist um allan heim á
undanförnum áratugum og er nú orðin
alvarlegt heilbrigðisvandamál, meðal
annars vegna aukinnar hættu á ýmsum
langvinnum sjúkdómum. Áhrif offitu
hjá börnum hér á landi eru ekki jafn vel
þekkt og hjá fullorðnum en erlendar
rannsóknir gefa til kynna að börn sýni
í auknum mæli frávik í efnaskiptum og
hafi jafnvel þegar þróað með sér ýmsa
lífsvenjutengda sjúkdóma. Nokkrir mæli-
kvarðar eru notaðir til að meta offitu.
Algengastur er BMI (Body Mass Index,
líkamsþyngdarstuðull) sem reiknaður
er samkvæmt reikniformúlunni þyngd/
hæð2. Dreifing fitu um líkamann er mikil-
vægur þáttur þegar áhætta fyrir sjúk-
dómum er metin. Mittismálsmæling er
aðferð notuð til að meta kviðfitu ein-
staklings, en sýnt hefur verið að kvið-
læg fitudreifing er óhagstæðari en önnur
með tilliti til áhættuþátta kransæðasjúk-
dóma hjá börnum og unglingum. Gegnum
tíðina hefur líkamsþyngdarstuðull (Body
Mass Index, BMI) verið helsti mælikvarði
á offitu en ágæti hans hefur verið dregið í
efa hjá börnum.
mittismálið betRa FoRspáRgildi
Í rannsókn Ásdísar Evu Lárusdóttur
læknanema á börnum sem komu í með-
ferð í Heilsuskóla Barnaspítalans kom
í ljós að mittismál gefur frekar vís-
bendingar um frávik í efnaskiptum sem
tengjast offitu en líkamsþyngdarstuðull
(Body Mass Index, BMI) og hafa þá meira
forspárgildi um heilsufar og heilsufars-
vandamál. Rannsóknina gerðu, ásamt
Ásdísi, læknarnir Ragnar Bjarnason og
Tryggvi Helgason Ólöf Elsa Björnsdóttir
hjúkrunarfræðingur, Berglind Brynjólfs-
dóttir sálfræðingur og Anna Sigríður
Ólafsdóttir næringarfræðingur.
„Heilsuskólinn var stofnaður til að að-
stoða börn og fjölskyldur þeirra við að
bæta lífsvenjur sínar. Markmið rannsókn-
arinnar var að finna þann mælikvarða á
offitu barna sem hafði mest forspárgildi
um frávik í blóðgildum auk þess að fá
heildstæða mynd af frávikum í efnaskipt-
um barna með offitu í Heilsuskólanum.
Við skoðuðum 179 börn á aldrinum fjög-
urra til átján ára. Við rannsökuðum þær
blóðprufur sem gætu sagt eitthvað til um
efnaskiptavillu og athuguðum hvort BMI
eða mittismál hefði meiri tengsl við blóð-
gildin, það er að segja við það hvort eitt-
hvað væri óeðlilegt í blóðinu. Í næstum
helmingi tilfella voru börn með frávik í
blóði. Þrátt fyrir að það sé vitað að of-
fita hafi áhrif á blóðið þá kom það okkur
á óvart hversu hátt þetta hlutfall var,“
segir Ásdís.
Hún bætir við að oftast hafi það verið
insúlín sem var hækkað. Einnig var kól-
esteról og fitulifur skoðuð en ef þessi
gildi eru óeðlileg er aukin hætta á sykur-
sýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum.
„Frávik í einu eða fleiri blóðgildum fund-
ust hjá 54 börnum eða 47 prósentum. Af
þeim börnum sem upplýsingar voru til
staðar um höfðu fjögur prósent staðfesta
fitulifur og 28 prósent höfðu insúlín-
hækkun.“
styðja eRlendaR RannsókniR
Mittismál mætti nota til að skima fyrir
þeim börnum sem þurfa á reglulegu eftir-
liti að halda með tilliti til frávika í efna-
skiptum. Mittismál bætir mikilvægum
upplýsingum við í áhættumati á börnum
með offitu. Ásdís segir niðurstöður rann-
sóknarinnar aðallega verða til þess að
hvetja þá sem eru með of feit börn í
meðferð eða eftirliti að mæla mittismál
þeirra. „Niðurstöðurnar styðja erlendar
rannsóknir sem sýna að mittismál sé
betri mælikvarði en BMI hjá börnum og
það hefur verið sýnt hjá fullorðnum að
mittismál sé betra. Aldursstaðlað BMI
hefur verið notað til að taka inn börn í
Heilsuskólann og hingað til hefur áhersl-
an ekki verið á mittismál en niðurstöður
rannsóknarinnar sýna að það er tvímæla-
laust ástæða til þess að gera það.“
Offita og ofþyngd barna hér á landi
hefur staðið í stað undanfarin tíu til
fimmtán ár að sögn Ásdísar. Hvort
tveggja jókst töluvert fyrir þann tíma
en hefur verið svipað síðan. „Um fimm
prósent barna hér á landi eru með offitu
og tuttugu prósent í ofþyngd en hvort
tveggja hefur staðið í stað síðustu ár og
er það jákvætt,“ lýsir Ásdís.
n liljabjork@365.is
mittismálið mikil-
væg vísbending
nÝ Rannsókn Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna fram á að mittis-
mál bætir mikilvægum upplýsingum við í áhættumati á börnum með offitu.
Næstum helmingur barna í rannsókninni var með frávik á blóðgildum sem
geta aukið líkur á ýmsum sjúkdómum.
ásdís eva
láRusdóttiR
gerði rannsóknina
ásamt Ragnari Bjarna-
syni og Tryggva Helga-
syni læknum, ólöfu
Elsu Björnsdóttur
hjúkrunarfræðingi,
Berglindi Brynjólfs-
dóttur sálfræðingi og
Önnu Sigríði ólafs-
dóttur næringar-
fræðingi.
mittismálið geFuR vísbendingaR Í rannsókn Ásdísar Evu lárusdóttur læknanema kom í ljós að mittismál gefur frekar vís-
bendingar um frávik í efnaskiptum sem tengjast offitu barna en líkamsþyngdarstuðull, BMI, og hefur þá meira forspárgildi um heilsu-
far og heilsufarsvandamál. MYND/GETTY
BESTA TÓNLISTIN FRÁ 1960 1985
ÞESSI GÖMLU GÓÐU
Á EINUM STAÐ
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
3
1
-B
5
D
0
1
7
3
1
-B
4
9
4
1
7
3
1
-B
3
5
8
1
7
3
1
-B
2
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
9
2
0
1
5
C
M
Y
K