Alþýðublaðið - 02.12.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.12.1919, Blaðsíða 3
ALÞÝÐÚBLAÐIÐ 3 Heflr aldrei verið úr svo vöndu að ráða, síðan bráðabirgðafriðar- samningar voru undirskrifaðir, og hafa bandamenn sett Þjóðverjum frest til 5. desember. '\r opnahlé er komið á milli Letta og Þjóð- verja, og er veriö að flytja þýzku hersveitirnar í burtu. Símskeyti. Kliöfn 1. des. Ráðstefna í Brússel. Frá París er símað, að fulltrú- ar 17 þjóða séu samankomnir í Briissel til þess að ræða ýms mál sem lúta að þjóðabandalaginu. Stjórnarbylting í Ítalíu? Uppþot hafa orðið í mörgum ítölskum bæjum. Menn óttast stjórnarbyltingu. Sakamál. Frá Berlín er símað, að saka- öiál hafl verið höfðað gegn Social- úemokrötunum Schlartz og Parona. Komist hefir upp um stórkostleg svik og er mæit, að Scheidemann, Noske og Erzberger sóu flæktir í teim. 1. desember. Fánar voru dregnir á stöng um allan bæjinn, og skipin ^em lágu á höfninni drógu flest upp skraut- veifur sínar. Búðum var flestum lokað eftir hádegi og mörgum vinnustofum. Frí í öllum skólum. í’yrri hluta dagsins var kafalds- hríð annað slagið, en logn. Kl. 1 var byrjað að leika á horn fyrir traman stjórnarráðshúsið. Lék flokk- úrinn fyrst Ó, guð vors lands, þá Kong Kristian og síðan nokkur átlend danzlög! Þótti mönnum, sem fremur væri lítill fullveldis- eða þjóðræknisbragur á lögunum heim. Er leitt til þess að vita, að ekki skyldi gengist fyrir því, að hafa daginn hátíðlegri en raun bar vitni um, fyrst hans var að nokkru getið. lólaglaðning. Góðir borgarar Reykjavíkur! I húsi einu hér í bæ á heima kona á sjötugsaldri, sem legið hefir rúm- föst í heilt ár og liggur enn. Hún á engan að, sem getur styrkt hana, sem þörf gerist. Dætur hennar tvær eru að vísu hjá henni, en önnur þeirra er mjög heilsulaus og er við rúmið. Hin hefir starfa á hendi, sem gerir ekki betur en að” hún berst í bökkum. Ein dóttir hennar á heima utan bæjar, en getur ekk- ert hjálpað henni. Ástæður þessarar gömlu far- lama konu, sem unnið heflr dyggi- lega í þarfir þjóðarinnar, þar til kraftarnir eru þrotnir, knýja mig til að rita línur þessar, og biðja ykkur góðir borgarar, að láta af mörkum, þó ekki væri nema fáa aura, til þess að gleðja þessa gömlu konu um jólin. Afgreiðsla Alþýðublaðsins á Laugaveg 18 B hefir góðfúslega lofað að taka á móti gjöfum í þessu augnamiði. K. J. ' Ui daginn 09 veginn. Lá við slysi. í gærmorgun var verið að setja af stað dráttarvél á Lækjartorginu. Var það gert svo hastarlega að um leið og mótoíinn fór á stað hentist sveifln, sem höfð var til að draga hann upp með, inn um gluggann hjá Lamb- ertsen stórkaupmanni. Börn hans lágu fram í gluggann í aðliggjandi stofu og horfðu út á götuna. Maðurinn sem mótornum stýrði glotti við. Sbyldi hann hafa glott hefði eitthvert barnanna orðið á vegi sveifarinnar? Hví glotta menn þegar þeir gera axarsköft? Eg vil leyfa mér að biðja mann þenna að íara varlegar næst. -3- Hyassviðri var hið mesta í fyrradag og mistu menn unnvörp- um hatta sína, enda mátti sjá marga á hlaupum daginn þann. Auglýsingarnar í blöðunum bera það líka með sér, að öllum hefir ekki hepnast að klófesta „stroku- dýrin". Ekki er kunnugt um að hvassviðri þetta hafi orsakað neinn skaða. Farþegar með íslandi voru: Dr. Jón Helgason biskup og frú, Böggild sendiherra og frú, Th. Thorsteinsson kaupm., Ludvig Lár- usson og frú, Jensen-Bjerg og systir hans, G. Hansen sjóvátrygg- ingamaður og frú, P. Jacobsen revisor, Þork. Þorkelsson og frú, Óskar Norðmann, stúdent, prent- ararnir Jóhs. Sigurðsson og Guðb. Guðmundsson, frú Sigríður Ben- ónýsdóttir, ungfrú Margrét Sigurð- ardóttir frá ísafirði, ungfrú Sigríð- ur Thorarensen, Ijósmóðir, Geir og Einar Zoega, ungfrúrnar Flygen- ring og Johansen, dönsk hjúkrun- arkonatil „Líknar“, Ingimar Brynj- ólfsson, Hallgr. Hallgrímsson mag- ister og skipshöfnin af „Frances Hyde“. „Yillemoes^ fór í fyrramorgun frá Höfn. Hann kemur við í Leith, en þaðan fer hann beint hiugað. Jólabragnr var allmikill niðri við höfnina í gærdag. Verið var að flytja á land úr „íslandi“ dönsk grenitré, sem notuð eru á jólunum hér uppi á íslandi til þess að skemta börnum og full- orðnum. Meðan á stríðinu stóð fluttust jólatré af skornum skamti til landsins og voru menn því, að minsta kosti á Norðurlandi, farnir að nota grenitró úr gróðrarstöð- inni á Akureyri. íshúsin kváðu nú vera fylt af ís og eru menn byrjaðir á því, að hrúga ís saman á tjörninni, til þess að hafa til taks ef á þarf að halda. Ný nppgðtrnn! Morgunblaðið í morgun heflr fundið það upp, að þær stjörnur, sem nefndar hafa verið reikistjörnur hingað til, eru orðnar að fastastjörnum! Þeir eru sterkir í stjörnufræðinni þar bless- aðir. :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.