Alþýðublaðið - 02.12.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.12.1919, Blaðsíða 4
4 ALÍ>ÝÐUBLAÐIÐ Áusturrísku börnin. í sambandi við áður útgefna auglýsingu um samskot til austurrísku barnanna tilkynnist það nú hérmeð al- menningi, að undirskrifaðir nefndarmenn taka allir við samskotum, og að samskot eru þegin, hve smá sem eru. Rvík, 28. nóv. 1919. Kristín Jaeobsen. Ingibjörg H. Bjarnason. Inga L. Lárnsd. Hristján Jónsson. Kn. Zimsen. Thor Jensen. L. Kaaber. Sighy. Bjarnason. Halldór Hansen. cffiifiið má spara með því að verzla við cffiaupfálag v&rfíamannaf Laugaveg 22 A. Sími 728. Kaupið Brauð og Kökur frá Alþýðubrauðgeröinni. Viðurkendar ágætisvörur. Búnar til úr bezta efni. Verð á mörgu lægra en annarsstaðar. „Gullfoss“ fór í fyrramorgun fram hjá Pertlandsflrði, eftir því sem loftskeyti frá honum hermir. „Sterling“ var í gærmorgun á Hvamstanga. Hann á að bíða eftir „Lagarfoss" á ísafirði. „Borg“ var í gær á Sauðár- krók, þaðan fer hún til Austfjarða og út. Blaðið kemur seinna út í dag en venjuiega vegna frís, sem var í prentsmiðjunni í gær. XosaÍBganur 1919. Sett er hurð í liálfa gátt — hverfist lukku-hjólið .— nú er f’versum lagstur lágt hjá Langsurum í bólið. V. €lðgígur ótamðra sálna. Eldgígur ótamdra sálna aflvaki lýðsins. Orðinn af auðlegð og prettum örbyrgð og sorgum. Frelsisvon frjáls manns í brjósti fjöregg og þróttur hlekkjuð, frá barndómi’ og barin, broddstaf ágirndar. Magnað við misrétt og kúgun munað og vöntun. Óstjórn — af orku hins ríka auðmýkt þess hrjáða. .... Óvirðing alls sem er fátækt upphefð þe3S ríka skarnið þó skartinu klæðist skörungur tötrum. Dómstólar velsæmið vega vissast í krónum. Þinggarpar friðandi fugla fækka helzt mönnum. Drýpur af kirkjunnar krýndu kotungum eitur, skauthundar auðvaldsins aðrir orga þess sálma. Eldgígur ótamdra sálna aflvaki lýðsins. Hís upp sem röðull á degi ranglætis tíðar. Græðandi þjóðfélagsþrautir þúsunda ára. Ulgresið rífðu frá rótum réttlæti sáðu. ö. Kvæði þetta var ort þegar guðs- maðurinn og kærleikspostulinn Sigurður i Vigur barðist mest gegn því, að reynt væri að bæta kjör togarahásetanna. Agæt sítrómiolía, á 5 kr. pelinn, fæst í Alþýðubrauðgerðinni, Peningabndda fundin þ. 13. f. m. á Spítalastíg. Uppl. á afgr. Alþýðublaðsins. — Áður auglýst. Laugaveg 43 13. Jóla- og nýjárskort stórt og fjölbreytt úrval. Einnig afraælis- og fleiri tækifæriskort. Heilla- óshca'bróf og bréfspjöld af hinu nýja skjaldarmerki íslands. Von á nýjum tegundum innan skamms. Friöfinnnr Guðjónsson. „Madressnr“ fyrirliggjandi í söðlasmíðabúðinni Laugaveg 18 B. Sími 646. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.