Fréttablaðið - 27.04.2015, Page 11

Fréttablaðið - 27.04.2015, Page 11
MÁNUDAGUR 27. apríl 2015 | SKOÐUN | 11 Opinn kynningarfundur um umhverfismál og framleiðslu á Grundartanga Á fundinum verða kynntar niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir iðnaðar- svæðið á Grundartanga árið 2014. Fulltrúar Kratus, GMR, Norðuráls og Elkem flytja erindi um starfsemi og mengunarvarnir fyrirtækjanna. Höfundar sérfræðiskýrslna verða einnig til svara á fundinum. Fundurinn verður haldinn hjá Norðuráli fimmtudaginn 30. apríl 2015 klukkan 14:30 og er opinn öllu áhugafólki um umhverfið í nágrenni Grundartanga.  UMHVERFI OG IÐNAÐUR Hæstiréttur ómerkti á miðvikudag sýknu hér- aðsdóms í svokölluðu Aurum-máli, þar sem ég er ákærður sem hlut- deildarmaður í viðskipt- um sem áttu sér stað vorið 2008. Um var að ræða fullkomlega eðli- leg viðskipti sem emb- ætti sérstaks saksóknara reynir að klæða í glæpa- búning. Vegna málsmeðferðarinnar fyrir Hæstarétti upplýsti einn virtasti dómari landsins, sem dæmdi málið í héraði, að sér- stakur saksóknari hefði hringt til sín meðan á málarekstrinum stóð og sagt sér af því að Sverrir Ólafsson, sem var meðdómari í málinu, og Ólafur Ólafsson væru bræður. Eftir að sýknudómur í héraði var kveðinn upp lét sér- stakur saksóknari eins og hann hefði ekkert vitað af tengslun- um. Hæstiréttur blessar þetta og dæmir að sérstakur skuli fá annað tækifæri í sakamáli, sem hann tapaði. Sú skýring að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af bræðratengslum Ólafs og Sverr- is Ólafssona fyrir meðferð máls- ins stenst ekki. Hver trúir því að 100 manna herlið sérstaks sak- sóknara kunni ekki á Google þar sem tengslin liggja fyrir? Hvaða hugsanlega ástæðu hafði hér- aðsdómarinn til þess að ljúga til um samskipti sín við sérstakan saksóknara? Skiptir ekki máli að bréf liggur frammi í málinu frá meðdómaranum sem styð- ur frásögn héraðsdómarans? Af hverju er svona rugl í kerf- inu tekið út á okkur sem vorum sýknaðir? Ekki er við okkur að sakast um það sem gerðist. Eigum við ekki að njóta vafans? Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæsti- réttur haldi hlífiskildi yfir óheiðarlegum emb- ættismanni en láti rétt- indi fjögurra einstak- linga lönd og leið. Ég hef mátt verja hendur mínar sem sak- borningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangur- inn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. Gerðar hafa verið ótal húsleitir heima hjá mér og í fyrirtækjum sem tengjast mér. Rótað hefur verið í nærbuxnaskúffu minni, síminn minn hleraður og mikil- vægum gögnum haldið undan í dómsmálum. Og ekki hefur eigin kona mín verið látin í friði. Hennar símar hafa verið hlerað- ir og húsleitir gerðar í hennar fyrirtækjum án þess að hún hafi nokkurn tíma á ævinni fengið stöðu sakbornings. Sök hennar virðist sú ein að hafa gifst röng- um manni. En niðurstaða miðvikudagsins er staðreynd. Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm, þar sem ákæruvaldið í landinu fær frjáls- ar hendur til að færa fram sakar- giftir sínar á hendur mér. Ákæru- valdið hefur eytt milljörðum króna af fé íslenskra skattborg- ara síðustu 13 ár til þess eins að finna einhvern glæp, svo hægt sé að taka mig úr umferð. Ég er viss um að eftir 20 ár munum við fyrirlíta svona vinnubrögð. En af hverju gerist þetta aftur og aftur? Fyrir mér er svarið ein- falt – kerfið sér jú um sína – og ver sig með kjafti og klóm. Verst þykir mér samt að sjá að Hæstiréttur skuli spila með. Að ljúga með blessun Hæstaréttar DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannesson AF NETINU Furðulegar hugmyndir um réttindi vinnandi fólks Fólk sem ræður sig í vinnu er í raun að selja vinnuafl sitt. Oft er vinnan það eina sem það á til að selja, það á ekki eignir eða hluti í fyrir- tækjum eða gjaldeyri. Sjálfsagður réttur fólks sem selur vinnu sína með þessum hætti er að neita að selja hana þegar borgunin er of léleg. Í siðmenntuðu samfélagi dettur engum í hug að taka þennan rétt af launafólki. http://www.eyjan.is/silfuregils Egill Helgason Sveppir éta eitur Á útskriftarsýn- ingu Listahá- skólans sýnir nemandi í iðnhönnun, hvernig nota má íslenzka mat- sveppi til að eyða eitri í jarðvegi. Sigrún Thorlacius líffræðingur og iðnhönnuður ræktaði sveppi, sem éta eitur á sorphaugum tæknialdar. Notaði þá til að hreinsa Renault Megane bílvél, löðrandi í eitri. Breytti mengandi efnum í meinlaus. Notaði sveppi gegn blýi og cadmium, olíum, sílikoni og kvikasilfri. Sýndi bílvél- ina, er sveppirnir voru að breyta í skaðlaust járnarusl. Fyndið er, að Listasafn Reykjavíkur sýnir hreinsun sílikons í Hafnarhúsinu. Í sömu viku og Reykjavíkurhafnir semja við Silicor um sílikon- mengandi stóriðju á Grundar- tanga. http://www.jonas.is Jónas Kristjánsson ➜ Ég hef mátt verja hendur mínar sem sak- borningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 B -7 8 B C 1 7 5 B -7 7 8 0 1 7 5 B -7 6 4 4 1 7 5 B -7 5 0 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.