Fréttablaðið - 27.04.2015, Side 14
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig
hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir
Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Bryndís Hauksdóttir,
bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson,
jonivar@365.is, s. 512 5429
Gönguferðir, létt fjallaklifur og skemmtilegar ævintýraferðir úti í náttúrunni eru í senn, góðar,
hollar og skemmtilegar samverustundir
fyrir fjölskylduna.
Nú er sumardagurinn fyrsti liðinn
og kominn tími til að undirbúa gott
útivistarsumar með börnunum og fjöl-
skyldunni. Brynhildur Ólafsdóttir,
verkefnastjóri hjá Ferðafélagi barna,
segir útiveru almennt vera frábæra leið
til að lyfta sér upp, ekki síst vegna þess
að flestum líði svo vel andlega eftir að
hafa látið hreint loft leika um hausinn
á sér. „Og þá meina ég útivist af hvaða
toga sem er, hvort sem það er fjöruferð,
göngutúr um hverfið, hjólaferð, tjald-
útilega eða hasarklettaklifur. Þetta eru
allt gæðastundir fyrir fjölskyldur. Aðal-
málið er allir eru að bardúsa eitthvað
og tala saman. Upp úr þessu spretta
nefnilega samskipti og samtöl sem er
svo miklu erfiðara að eiga heima við í
samkeppni við öll heimsins tæki og tól,
sjónvarp, síma og tölvur.“
Það þarf ekki flókinn útbúnað, helst
góða skó og hlýjan fatnað. „Hins vegar
getur verið mjög erfitt að koma fjöl-
skyldunni af stað út úr húsi og til að
byrja með, svona til að koma öllum á
bragðið, þarf oft að gera útivistina að
ævintýri sem stenst samkeppnina við
Minecraft og Snapchat. Að auki þykir
mörgum eldri krökkum oft lítið spenn-
andi tilhugsun að fara í ferðir með for-
eldrum sínum. Það getur því verið fín
leið að nota félagsskap eins og Ferða-
félag barnanna þar sem hægt er að leika
við aðra krakka ef og þegar foreldrarnir
reynast óbærilega leiðinlegir!“
MARGT Í BOÐI
Víða um land má finna skemmtilega
staði til að heimsækja og bara á suð-
vesturhorninu leynast margir skemmti-
legir útivistarstaðir. „Heiðmörkin er
mögnuð og alltof fáir sem hafa skoðað
hana. Þar eru alls konar gjótur og gjár,
eins og Búrfellsgjá, þar sem gaman er
að brölta um. Reykjanesið sjálft er líka
vannýtt perla, til dæmis er frábært
að ganga upp á Sveifluhálsinn upp frá
Krýsuvíkurvatni. Einnig er ævintýri að
fara upp á Þorbjörn við Grindavík og
ganga í gegnum gjána sem sker fjallið.
Fjölskyldan á einnig frábærar minningar
úr útilegu í Brynjudal í Hvalfirði svo fátt
eitt sé nefnt.“
Ferðafélag barnanna starfar undir
hatti Ferðafélags Íslands og eru allar
ferðirnar skipulagðar út frá þörfum
og löngunum barnanna. Fjölbreytt
dagskrá er í boði allt árið en heldur
viðameiri yfir sumartímann. Um helgina
var fuglaskoðun í Grafarvogi en meðal
áhugaverðra viðburða næstu mánaða
má nefna eldfjalla- og gjótukönnun við
Búrfellsgjá, skordýraskoðun, grasaferð
og galdralækningar, útieldun og vatna-
safarí við Úlfljótsvatn og sveppasöfnun.
Ókeypis er í flesta viðburði félagsins en
gjald innheimt í lengri ferðum.
Nánari upplýsingar um félagið og
dagskrána framundan má finna á ferda-
felagbarnanna.is og á Facebook.
ALLIR BARDÚSA
EITTHVAÐ SAMAN
GÓÐAR FJÖLSKYLDUSTUNDIR Útivist af einhverju tagi er góð samverustund
fyrir fjölskylduna. Margt skemmtilegt er í boði sem flest kostar lítinn pening.
NÝ VERÖLD
Hellarnir í Gjábakka-
hrauni eru spennandi
staðir til að heimsækja.
VATNASULLSREISA Gengið inn Nauthúsagil með góðum hópi.
SÁSTU ÁLF?
Brynhildur leiðbeinir
hressum krökkum í
álfaleit.
MYNDIR/FERÐAFÉLAG
BARNANNA
NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022
NÝTT – NÝTT
8 rétta
hlaðborð í
hádeginu
TILBOÐ
KR. 1.590.-
OPIÐ KL. 11:00-14:00
Hlaðborðið er alla virka daga.
ekki um helgar.
Save the Children á Íslandi
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
B
-D
6
8
C
1
7
5
B
-D
5
5
0
1
7
5
B
-D
4
1
4
1
7
5
B
-D
2
D
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K