Fréttablaðið - 27.04.2015, Síða 40
27. apríl 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 16
BAKÞANKAR
Berglindar
Pétursdóttur
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
o. siSAM
TOTAL FILM
AVENGERS 2 3D 7, 8, 10(P)
MALL COP 2 6, 8
ÁSTRÍKUR 2D 5:50
FAST & FURIOUS 7 10
Save the Children á Íslandi
Tónlistarmaðurinn Þórður Magn-
ússon á myndarlegt safn af kakt-
usum og er áhugamaður um þessa
tilteknu tegund pottaplantna.
„Ég hef verið alveg forfallinn
kaktusaáhugamaður frá því ég var
19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér
upp ansi góðu safni og var með
góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“
segir hann en á þeim tíma átti hann
rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf
þá til Garðyrkjuskólans í Hvera-
gerði þegar hann flutti utan í nám.
Það liggur í eðli safna að við þau
er sífellt hægt að bæta og þegar
Þórður er spurður að því hverjar
uppáhaldskaktusategundir hans
séu svarar hann hlæjandi að þær
séu að sjálfsögðu þær sem hann
eigi ekki.
Kaktusar eru meðal þeirra
pottaplantna sem krefjast hvað
minnstrar umhirðu og því segir
Þórður áhugamál sitt ekki sérlega
tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál
sem tekur neinn rosalegan tíma,
þetta er ekkert eins og að eiga hund
eða eitthvað,“ segir hann hress.
Kaktusarnir krefjast þó að sjálf-
sögðu umhirðu upp að einhverju
marki, þá þarf að vökva og þeim
þarf að umpotta.
„Á sumrin þarf maður að vökva
þá svona tvisvar í viku og svo þarf
maður að taka svona einn heilan
vinnudag á ári í að umpotta.“
Þeir sem gert hafa tilraun til
þess að umpotta kaktusum vita
að það getur verið áhættusamt
verk enda óþægilegt að stinga sig
á kaktusa nálum. „Aðaltrikkið er
að vera með dagblöð sem þú vefur
utan um kaktusinn, nærð góðu taki
á honum og svo losar maður hann
úr pottinum,“ segir Þórður.
Önnur algeng mistök í kaktusa-
rækt samkvæmt Þórði eru að fær-
ast of mikið í fang við umpottun
þeirra og planta þeim í of stóra
potta.
„Það hættulegasta sem þú gerir
við kaktusa er að setja þá í of stór-
an pott. Þannig að maður þarf
að gæta þess að setja þá í örlítið
stærri pott í hvert sinn sem maður
umpottar þeim.“
Þrátt fyrir að takast að halda
rúmlega hundrað kaktusum á lífi
vill Þórður ekki meina að hann sé
sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er
ekki einu sinni með græna fingur
held ég, ég hef bara gaman af þessu
en ég hef ekkert sérstakt „touch“
á þessu.“
Á hundrað kaktusa en segist
ekki vera með græna fi ngur
Þórður Magnússon á glæsilegt safn af kaktusum og hefur haft áhuga á þeim síðan hann var tvítugur.
ÞURFA SÓL Þórður er hér með einn af
sínum uppáhaldskaktusum en hann á
talsvert fleiri, eða um það bil hundrað.
GLÆSILEGT SAFN Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Gyða Lóa
Ólafsdóttir
gydaloa@frettabladid.is
Ég er ekki
einu sinni með
græna fingur,
held ég, ég hef
bara gaman af
þessu en ég hef
ekkert sérstakt
„touch“ á þessu.
Ég upplifði svo svakalega um daginn, helstu upplifunarhönnuðir okkar
tíma hefðu orðið mjög ánægðir með
mig. Ég hafði nýlokið við að koma
syninum á leikskóla og gekk sem leið
lá í gegnum Hljómskálagarðinn. Það
var sól og smá kalt, besta veðrið,
hægt að vera í pels og með sólgler-
augu. Algjört gelluveður.
EN sem sagt. Ég gekk sólar-
megin, andaði djúpt að mér
svifryki og andakuski og tók
stór skref. Ég var ein í öllum
garðinum, hvergi túrista að
sjá, hvergi bugaður háskóla-
nemi á ferð. Bara ég og nokkr-
ir lúsugir fuglar.
ÞREYTTIR svanir hjúfruðu sig
saman í litla fiðraða hnúða á tjörn-
inni og ein kvakandi æsingsönd sigldi
með offorsi í átt að gegnsósa brauð-
mola, afgangs frá hveitifylleríi helgar-
innar. Mikið er örugglega þreytandi að
vera svanur í þessari borg, hugsaði ég
þegar ég horfði á eftir sturlaðri öndinni
á eftir brauðmaukinu á bólakaf ofan
í slímugt vatnið. Endalaust áreiti frá
rugluðum öndum í leit að æti. En mikið
er fallegt hvernig svanirnir halda ró
sinni í sínu hnipri.
FLUGVÉL frá Flugfélagi Íslands kom
svífandi yfir tjörnina og flaug hægt yfir
höfuðið á mér. Mér fannst ég sjá glaða
farþega í gluggunum, þeir veifuðu mér
og flugmennirnir köstuðu karamellum
út um gluggann, þeir voru í svo góðu
skapi að þeir voru með opinn gluggann
og annan handlegginn á karminum. Ætl-
uðu örugglega að stoppa vélina í lúgunni
á BSÍ og kaupa kók og lakkrísrör.
MÉR fannst ég renna saman við
Reykjavík og leið eins og allt sem ég
hugsaði væri ljóð. Flugvélin angraði
ekki fjaðurþúfurnar sem sváfu ennþá
vært. Skyldi þá aldrei reka í burtu þegar
þeir steinsofa svona á yfirborðinu? Þeim
virtist vera sama.
UM leið og ég steig út fyrir þessa litlu
paradís dró skýjabólstur fyrir sólu og
þar sem ég steig út í malbikaðan raun-
veruleikann sá ég anorakkklæddan
Þjóðverja berja fast á veggi á almenn-
ingssalerni í örvæntingu til að losa
þaðan ferðafélaga sinn úr prísund. Ég
hélt ró minni.
EINS og hálslangi rólyndissvanurinn
sem ég er.
Vormorgunn í RVK
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
C
-4
3
2
C
1
7
5
C
-4
1
F
0
1
7
5
C
-4
0
B
4
1
7
5
C
-3
F
7
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K