Fréttablaðið - 27.04.2015, Page 41

Fréttablaðið - 27.04.2015, Page 41
MÁNUDAGUR 27. apríl 2015 | LÍFIÐ | 17 28. apríl kl. 12-13 í stofu M215 Skráning á almarb@ru.is KYNNINGARFUNDUR UM MEISTARANÁM Í VERKFRÆÐI • Byggingaverkfræði • Fjármálaverkfræði • Heilbrigðisverkfræði • Orkuverkfræði (Íslenski orkuháskólinn) • Rafmagnsverkfræði • Rekstrarverkfræði • Vélaverkfræði „Í náminu hef ég unnið verkefni fyrir ýmis fyrirtæki. Ég tók þátt í að endurnýja verkferla innan Áltaks ehf., greindi þróun birgðahalds- og flutningskostnaðar fyrir Haugen Gruppen ehf., gerði drög að gæðastefnu fyrir Tollstjóra, greindi mögulegar aðgerðir í tekjustýringu fyrir Súfistann ehf. og gerði biðraðalíkan fyrir Icelandair þar sem unnið var að því að greina hagkvæmustu nýtingu sjálfsafgreiðslukassa við innritun. Í framtíðinni myndi ég helst vilja starfa við einhverskonar aðgerðarannsóknir auk þess sem birgðastýring heillar og flest allt sem viðkemur birgðahaldi.“ Þórey Friðrikka Guðmundsdóttir Meistaranemi rekstrarverkfræði Leikkonan Kate Winslet fer með eitt af aðalhlutverkunum í mynd- inni A Litle Chaos sem er leikstýrt af Alan Rickman en hann fer einn- ig með eitt af aðalhlutverkum í myndinni. Margir muna sjálfsagt eftir Rickman úr Harry Potter-mynd- unum en þar lék hann prófessor Snape og var oft á tíðum ansi ógn- vekjandi. Winslet vann fyrst með Rick- mann fyrir tuttugu árum við kvik- myndina Sense and Sensibility og sagði í viðtali við OK! Magazine að á þeim tíma hefði hún verið dauð- hrædd við Rickman. Núna, tutt- ugu árum síðar, segir hún hann hinn mesta herramann og að það hafi verið virkilega ánægjulegt að vinna með honum. Winslet leikur garðyrkjumann í myndinni og í einu atriði myndar- innar dettur persóna hennar ofan í kalt vatn. Leikkonan sagði að hún væri ýmsu vön eftir Titanic og að það hefði verið lítið mál að láta sig gossa ofan í ískalt vatnið. Kate Winslet var hrædd við Rickman Leikkonan var dauðhrædd við Alan Rickman þegar hún starfaði fyrst með honum fyrir tuttugu árum. Kanadíska söngkonan Carly Rae Jepsen er sjálfsagt best þekkt fyrir lagið Call Me Maybe sem kom út árið 2012 og átti talsverðum vin- sældum að fagna. Nú hefur hún sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið I Really Like You og er leikarinn Tom Hanks í einu hlutverkanna í myndbandi við lagið en Jepsen sagði í viðtali við People Magazine á dögunum að það hefði verið frábært að leik- stýra Hanks. Söngkonan sagði að hún hefði ekki hræðst að leikstýra Hanks þrátt fyrir gríðarmikla reynslu leik- arans sem leikið hefur í fjölmörgum kvikmyndum á ferlinum og meðal annars unnið til Óskarsverðlauna. Jespen er oft á tíðum borin saman við söngkonuna Carly Simon og segir það mikið hrós, í viðtalinu við People sagðist hún hafa spjallað við Simon nokkrum sinnum símleiðis og það gæti vel verið að þær væru að plana eitt- hvað óvænt fyrir aðdáendur seinna á árinu. Þrælgaman að fá að leikstýra Tom Hanks Carly Rae var ekkert stressuð yfi r að leikstýra Tom Hanks í tónlistarmyndbandi við lagið I Really Like You. HVERGI BANGIN Kate Winslet leikur garðyrkjumann í myndinni A Little Chaos. NORDICPHOTOS/GETTY GOTT SAMSTARF Carly Rae og Tom Hanks í góðum gír við upptökur á myndbandi við lagið I Really Like You. Það er greinilega nóg um að vera hjá kanadísku söng- konunni. NORDICPHOTOS/GETTY Íþróttastuðningshlífar Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic. Vandaðar vörur á góðu verði. Sporlastic vörurnar fást einnig í ýmsum apótekum. F A S TU S _H _2 8. 04 .1 5 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Veit á vandaða lausn 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 C -E 1 2 C 1 7 5 C -D F F 0 1 7 5 C -D E B 4 1 7 5 C -D D 7 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.