Fréttablaðið - 27.04.2015, Blaðsíða 42
27. apríl 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 18
Til að byggja upp vöðva og öðlast kraft
Til að veita líkamanum orku
Flytur með sér A- og D-vítamín
Fyrir sterk bein, hvítar tennur og
fallegra bros
Til að líkaminn geti nýtt sér kalkið
Fyrir húðina, augun og sjónina
Fyrir efnaskipti líkamans
Fyrir sterk bein
Fyrir efnaskipti og orkujafnvægi
Fyrir alla frumustarfsemi
Orka 78 hitaeiningar
Prótein 8,8 g
Kolvetni 9,4 g
Fita 0,6 g
Kalk 282 mg
D-vítamín 0,8 μg
A-vítamín 90 μg
B2-vítamín 0,3 mg
Fosfór 196 mg
Joð 22 μg
B12-vítamín 0,84 μg
Miðað er við 2 dl (200 g)
Eitt glas af Fjörmjólk inniheldur
Einstaklega próteinrík og
inniheldur fjölda nauðsynlegra
næringarefna.
Gengið síðustu sex tímabil | 2009 8. sæti | 2010 7. sæti | 2011 5. sæti | 2012 8. sæti | 2013 5. sæti | 2014 5. sæti ● Íslandsmeistari 20 (síðast 2007) ● Bikarmeistari 9 (síðast 2005)
PEPSI
DEILDIN
2015
Hefst 3. maí
1. SÆTI ?
2. SÆTI ?
3. SÆTI ?
4. SÆTI ?
5. SÆTI ?
6. Valur
Spá Fréttablaðsins
7. Víkingur
8. Keflavík
9. Fjölnir
10. ÍA
11. ÍBV
12. Leiknir
EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★ ★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★ ★★ LIÐSSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★ ★ ★ ★★
VALUR HAFNAR
Í 6. SÆTI
➜ Binni bjartsýni ➜ Nýju andlitin
Síðustu ár hafa verið nokkuð flöt
á Hlíðarenda og liðið ekki komist
í Evrópukeppni síðan það varð
Íslandsmeistari árið 2007. Ólafur
Jóhannesson er tekinn við liðinu
en hefur gefið út að liðið sé
ekki nógu gott til að berjast um
Evrópusæti. Honum til aðstoðar er
Sigurbjörn Hreiðarsson. Valsliðið
varð Reykjavíkurmeistari og og
hefur spilað ágætlega í vetur.
Framherjinn Patrick Pedersen er
mikill markaskorari og nían sem
Valur er búinn að leita að í mörg ár.
Hann meiddist illa í fyrra en skoraði
fimm mörk í níu leikjum og hefur
sýnt á undirbúningstímabilinu
hversu hæfileikaríkur hann er.
Haldist Patrick heill mun hann vafa-
lítið raða inn mörkum og það er eitthvað
sem Valur þarf á að halda.
Fljótur framherji, virkilega markhepp-
inn og klárar færin vel. Getur einnig
skorað fyrir utan teig.
Bíða eftir að springa út
Ef Pedersen helst heill verður
hann markakóngur deildarinnar.
Við erum komnir með alvöru
markvörð og spennandi leik-
menn sem geta sprungið út.
Andri Adolphsson ÍA
Baldvin Sturluson Stjarnan
Hilmar Þ. Hilmarss. Stjarnan
Ingvar Þór Kale Víkingur
Orri S. Ómarsson AGF
Tómas Ó. Garðarss. Breiðabl.
Fylgstu með þessum
Orri Sigurður Ómarsson
Varnarmaður sem á 57 leiki að
baki með yngri landsliðunum.
Hægri bakvörður sem mun
spila sem miðvörður í Vals-
liðinu í sumar.
➜ Siggi svartsýni
Búinn að gefast upp
Þjálfarinn er búinn að gefast upp
fyrir mót og segir liðið ekki nógu
gott til að taka þátt í Evrópu-
baráttunni. Ekki góð skilaboð.
➜ Lykilmaðurinn í sumar
SPORT
DOMINOS-DEILD KARLA
LOKAÚRSLIT, LEIKUR 3
KR - TINDASTÓLL 104-91
KR: Michael Craion 29/13 fráköst, Brynjar Þór
Björnsson 26, Pavel Ermolinskij 15/7fráköst/6
stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 15/8 stoð-
sendingar, Darri Hilmarsson 8, Þórir Guðmundur
Þorbjarnarson 6, Björn Kristjánsson 5.
Tindastóll: Darrel Lewis 19/4 fráköst, Helgi Freyr
Margeirsson 19/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson
11/5 fráköst/10 stoðsendingar, Darrell Flake 9,
Svavar Atli Birgisson 6, Sigurður Páll Stefánsson 6,
Viðar Ari Jónsson 2.
KÖRFUBOLTI Snæfell getur orðið
Íslandsmeistari í körfubolta
kvenna í kvöld annað árið í röð, en
liðið tekur á móti Keflavík í Stykk-
ishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslit-
unum. Aðeins einu sinni í 22 ára
sögu úrslitakeppni kvenna hefur
lið komið til baka eftir að lenda
2-0 undir og unnið, 3-2.
Það var árið 2002 þegar KR
lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi
Kennaraháskólans. Tveir leik-
menn Snæfells; Alda Leif Jóns-
dóttir og fyrirliðinn Hildur Sig-
urðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda
þurfti að játa sig sigraða en Hildur
skoraði þrettán stig í oddaleiknum
og fagnaði Íslandsmeistaratitlin-
um annað árið í röð með KR.
„Ég man ekki svona langt aftur.
Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir
Hildur hlæjandi við Fréttablaðið.
Þessi magnaði leikstjórnandi
bætti þriðja Íslandsmeistaratitlin-
um í sarpinn með KR 2010 og þeim
fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún
og stöllur hennar í Snæfellsliðinu
ætla sér að verja titilinn.
Ekki búið
„Við erum vel stemmdar fyrir
þetta verkefni á morgun [í kvöld],“
segir Hildur. „Við tókum fína
æfingum og ætlum svo að hittast í
kvöld [gærkvöld] og borða saman.
Gera eitthvað skemmtilegt.“
Snæfell vann fyrsta leikinn í
Hólminum með einu stigi og leik
tvö með níu stigum á föstudags-
kvöldið.
„Við erum ánægðar með þessa
tvo sigra en þetta er ekkert búið þó
við séum 2-0 yfir. Við erum búnar
að fara yfir það sem þarf að laga
sem er varnarleikurinn. Þær eru
að skora of mikið á okkur,“ segir
Hildur, en í báðum leikjunum náði
Snæfell miklu forskoti.
„Fyrsti leikurinn hér heima var
mjög sveiflukenndur eins og leik-
ur tvö. Við náðum miklu forskoti
en misstum það niður. Við verðum
bara að halda áfram þó þær komi
með áhlaup. Við getum ekki ætlað
að svara með tíu stigum í hverri
sókn. Við verðum að halda yfirveg-
un,“ segir Hildur.
Skórnir á hilluna
Hildur hefur verið lengi að og
unnið marga titla, en nú fara
skórnir að öllum líkindum á hill-
una frægu.
„Ég reikna með því að þetta
verði síðustu leikirnir mínir. Ég
er búin að hugsa þetta mikið en þó
líkaminn sé í ágætisstandi og mér
gangi vel er kominn tími á að gera
eitthvað annað,“ segir Hildur.
Lyfti hún Íslandsbikarnum
annað árið í röð sem fyrirliði Snæ-
fells verður það því líklega kveðju-
stund hjá henni sem leikmaður.
Stór stund fyrir hana og íslenskan
kvennakörfubolta.
„Það er allavega stefnan, en ég
hef svo sem aldrei tekið mér meira
en vikupásu þannig ég veit ekkert
hvernig ég verð án körfuboltans.
Mér finnst þetta komið gott. Þetta
er búinn að vera langur tími og ég
hef unnið mikið af titlum. Þetta
er bara ljómandi tími til að leggja
skóna á hilluna,“ segir Hildur Sig-
urðardóttir. tomas@365.is
Síðustu skrefi n á parketinu
Hildur Sigurðardóttir getur orðið Íslandsmeistari í fi mmta sinn í kvöld þegar Snæfell tekur á móti Kefl avík í
þriðja leik lokaúrslita Dominos-deildar kvenna. Hún reiknar með að leggja skóna á hilluna eft ir tímabilið.
TAKK FYRIR MIG! Hildur Sigurðardóttir getur kvatt sem meistari. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ÍSLANDSMEISTARI 4 SINNUM
KR 2001, 2002 og 2010.
Snæfell 2014.
BIKARMEISTARI 3 SINNUM
KR 2001, 2002 og 2009.
STÓRU TITLARNIR HJÁ
HILDI
SIGURÐARDÓTTUR
KÖRFUBOLTI KR getur tryggt sér
Íslandsmeistaratitilinn í körfu-
bolta annað árið í röð á Sauðár-
króki á miðvikudagskvöldið, en
liðið tók 2-1 forystu í rimmunni
gegn Tindastóli með 104-91 sigri
á heimavelli í gærkvöldi.
KR var betri aðilinn allan
tímann og náði mest 28 stiga for-
skoti. Michael Craion var stiga-
hæstur KR með 29 stig og 13
fráköst en Brynjar Þór Björnsson
skoraði 26 stig. Darrel Lewis og
Helgi Freyr Margeirsson skoruðu
19 stig fyrir Tindastól. - tom
KR komið í 2-1
FRÁBÆR Brynjar Þór Björnsson fór á
kostum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
D
-1
7
7
C
1
7
5
D
-1
6
4
0
1
7
5
D
-1
5
0
4
1
7
5
D
-1
3
C
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K